17.10.93

Að staðsetja sjálfan siq í litrófinu .

Harley Davidson FXSTS Springer Softtail

Enn á ný er kominn sá árstími þegar væntanlegir kaupendur þurfa að panta sér nýtt hjól fyrir næsta sumar. Algengt er að það taki 5-6 mánuði að afgreiða þau.


Það er ekki á færi umboðanna að liggja með alla línuna á lager og bíða eftir að við fáum þá flugu í höfuðið að kaupa þegar komið er fram í júní eða júlí. Þótt gangvirki hjólanna sé flókið er þó enn flóknara að staðsetja sjálfan sig í litrófmu. Hvemig á að nota nýja (eða notaða) fína hjólið? Og ekki síður, hvaða ímynd á að skapa með hjólinu, leðrinu og öllu því? Lítum á valkostina.

Svart 

Sumum finnst þeir vera rólyndis kögurtýpa sem líkar best að damla niður Laugaveginn á 20, uppréttir í sætinu, handleggirnir beint fram, opinn hjálmur svo að sólgleraugun sjáist, og rassinn helst ekki meira en tvö fet frá jörðu. 90 km hámarkshraði bara gott mál, ekkert liggur á, og himneskt að fá vindinn svona beint í fangið, en vera samt grjótlöglegur.

Þá er að fá sér hippa. Engin spurning. V-2 mótor, ekkert annað, fullt af krómi, langan, mikið hallandi framgaffal, mjóslegið framdekk, svona skellinöðrudekk næstum, og akfeitt afturdekk. Og engar vindhlífar, takk.
Þeirra draumur er Harley-Davidson. Það er úr mörgum gerðum að velja. Ekki vegna þess það sé betra eða fullkomnara en önnur mótorhjól, heldur vegna þess að Harley Davidson er goðsögn.
Allir fá sjálfkrafa inngöngu í söfnuðinn á Harley og það hefur ekki neitt með tækni eða nýjungar að gera. Oft jafnvel andhverfu þess enda hefur HarleyDavidson stundum sett ótrúlega gamaldags hjól á markaðinn og komist upp með það. Biðlistinn er líka meira en fimm mánuðir eftir framleiðslunni. Harley-Davidson XL/Sportster-línan kostar öðruhvorumegin við milljón, það fer eftir útfærslu, og er til í 883 cc og 1200 cc gerðum, en þeir sem vilja FX-línuna, sem meira er í lagt, geta tvö faldað þá upphæð. Þau hjól eru 1340 cc. En það eru fleiri þrep í stiganum en það efsta. Og öll örugglega tæknilega fullkomnari. í mörg ár hafa verið til flottir hippar frá Japan, stórir og smáir, sá sverasti líklega Kawasaki Vulkan 1500 og Suzuki Intruder 1400 í svipuðum flokki. Honda smíðar Shadow og segja má að Yamaha hafí byrjað V-2 endurvakninguna með Virago. Intruder 1400 kostar um 1300 þúsund og 800-hjólið um 950 þúsund. Honda Shadow 600 og Virago 750 kosta um 770 þúsund í dag. Hér er þó aðeins stiklað á stóru í valkostunum og ekki um neinn tæmandi lista að ræða.

Auðveld í notkun 


Suzuki RF600 R á Teikniborðinu
Þessar stóru loftpressur „toga" og það vel.  Líklega hentar engin vélargerð betur til innanbæjaraksturs en V-2. Þær eru mjóar á þverveginn og með góðan þyngdarpunkt, byrja fljótt að gefa nýtanlegt afl og vinna á breiðu snúningssviði. Það er ekki meginatriði að vera í réttum gír þurfi að bæta smávegis við hraðann. Kannski mælast ekki nema um 70 hestöfl í þessum hjólum en það segir ekki alla söguna. Það er hægt að nota aflið. Það átti hvort eð var ekkert að „reisa" neitt á hippanum, eða hvað?

Honda VFR 750

Hvítt 

Getur verið að það þurfi að eiga tvö mótorhjól, eða kannski enn fleiri, til að eiga eitt fyrir hverja lund og stund?
Sumir vilja fara í skærskræpóttan samfesting og fara út með adrenalínfíklunum sem halda að talan níu núll sé háttatíminn í Svefnbæ. Hér gilda allt önnur lögmál um alla hluti en í Hippalandi.

Tækni, nýjungar og ystu mörk hins mögulega eru kjölfesturnar sem allt byggist á.   Straumlínulagaðar vindhlífar með innfelldum stefnuljósum og baksýnisspeglum, léttmálmar, magnesíum, ál og jafnvel títaníum, koltrefjaefni í allt mögulegt, demparar á hvolfi, frambremsudiskar á stærð við væna pizzu, nær ósýnilegur afturbremsudiskur, keðjudrif, aldrei drifskaft, hástemmdar, kraftmiklar fjögrra strokka vélar með óteljandi ventlum og gírum og snúast um 13.000 snúninga á mínútu og byrja að vinna af einhverju viti á snúning sem myndi liða venjulega bílvél í sundur. Hvert gramm sem hægt er að losna við skiptir máli og hvert hestafl sem kreist er úr vélinni er vel þegið á brautinni í Kapelluhrauninu (eina staðnum sem má nota til að vinda upp á dótið).
Það ærir óstöðugan að telja upp öll hjólin sem fylla keppnis-sportflokkinn og þó að við getum, fyrir um 13-14 hundruð þúsund, keypt 155 hestafla 1100 cc sporthjól þarf það ekki endilega að vera besti valkosturinn.
Mótorhjólablaðamenn hafa margir haldið því fram að stysta leiðin milli A og B sé Honda CBR 600 F2, en kannski eru Suzuki og Kawasaki 600 alveg við það að finna enn styttri leið. Þessi hjól eru á verðbilinu 800-1500 þúsund.
 Nánari umfjöllun um einstök hjól byrjar á þessum flokki á komandi vikum. Þótt umboðin þurfi að fara að skila pöntunum sem á að afgreiða í vor eru engir bæklingar fyrirliggjandi né fast verð og verða líklega ekki til fyrr en um áramót. Því getur kaupandinn ekki reitt sig á fast verð er hann pantar hjólið. Þó má búast við verulegri hækkun á japönskum hjólum vegna gengisþróunar jensins um þessar mundir. Á milli öfgahópanna tveggja sem á undan er lýst er stór hópur eigulegra, skynsamlegra og notadrjúgra mótorhjóla.
Þau svara kröfum sem eru ekki eins skýrt markaðar í eina átt. Þar má finna bestu hjólin og mesta verðgildið.
 Við fylgjumst líka með þeifingum.
 HAI
  Morgunblaðið
17.10.1993


https://timarit.is/files/18011143#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22