4.12.92

Landsmót Snigla 1992 í Trékyllisvík (Ferðasaga)

Fyrsta alvöru Götuhjólareynslan!.

Árið er 1992 ég er núbúinn að eyða öllum mínu aurum í 4 ára gamalt mótorhjól af gerðinni Honda VFR750F 1988, Verslaði það af Hirti nokkrum Líklegum og lét hann hafa Endúróhjólið mitt í milligjöf og einhvern aur. Nú skyldi prófa að keyra götuhjól!
 Nýjan Svartann Jaguar leðurgalla keypti ég, en gamli Lazer hjálmurinn af pyttaranum var notaður áfram.  Ný leðurstígvél með stáltá komu sér ágætlega þegar grjótin spíttust í mann á malarvegunum.  Hjólið var gott,,,þ.e. Snilldar hjól þess tíma og ég átti í engum vandræðum með að bruna á því frá Reykjavik til Bakkafjarðar.  Þar sem ég bjó á þessum tíma.
Taldi ég mig vera búinn með eldskírnina með því ferðalagi, en á þeim tíma var líklega meira en helmingur leiðarinnar frá Reykjavík til Bakkafjarðar malarvegur.
Að sjálfsögðu var maður orðinn Snigill eins og alvöru hjólarar voru og  nú var farið að styttast í Landsmót Snigla en Landsmót það árið var haldið í Trékyllisvík á Ströndum, og hafði ég ekki hugmynd hvar þar var og þurfti að kíkja á landakortabók til að finna það út.
Það var ekkert Google maps né google þá....