18.7.90

Íslandsmet mótorhjólakappa

Talsverður fjöldi keppenda ók í mótorhjólakvartmílu Sniglanna á fostudagskvöldið, en þá fór fram keppni sem gilti til íslandsmeistara. Karl Gunnlaugsson setti nýtt íslandsmet í flokki 750 cc mótorhjóla, ók kvartmíluna á 11,01 sekúndum, en keppnin skiptist í fjóra flokka.

Hlöðver Gunnarsson á Suzuki 1100 GSXR vann öflugasta flokkinn, en hann er núverandi íslandsmeistari í þeim flokki. Kona hans, Bryndís Guðjónsdóttir, tók þátt í keppninni á Honda
750 og vann kvennaflokkinn í þessari frumraun á brautinni. Lögreglumaður frá Keflavík, Gunnar Rúnarsson, gerði sér lítið fyrir og vann tvo flokka í keppninni. Hann ók fyrst Kawazaki 600 og vann flokkaverðlaunin og skipti svo yfír á stærri Kawazaki hjól og vann verðlaun í flokki þess.
Karl Gunnlaugsson kórónaði svo skemmtilega keppni með því að setja íslandsmet á Suzuki hjóli sínu og vann sigur í 750 fiokknum eftir harða keppni. Hann prjónaði svo út brautina í sýningaratriði eftir keppni ásamt Jóni B. Björnssyni, en þeir óku á afturdekkinu alla brautina, samtals 400 metra. Mældist Jón Björn á 181 km hraða á afturdekkinu í endamarkinu.
http://timarit.is