25.6.88

Samkoma vélhjólamanna (1988)

Skagaströnd

Meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins eða Sniglarnir vekja alltaf nokkra athygli þar sem þeir eru saman á ferð á vélfákum sínum. Ekki er þó kannski rétt að segja að það séu ökumennirnir sem draga að sér mesta athygli heldur hafa margir gaman af að skoða hin kraftmikluvélhjól sem þeir ferðast á.

Nú nýverið komu saman eina helgi á Skagaströnd rúmlega 40 Sniglar á 23 vélhjólum til að hittast og spjalla saman um sín mál.  Komu Sniglarnir alls staðar að af landinu og létu þeir vel af dvöl sinni hér. Að sögn þeirra kappa má áætla að meðalhjól eins og þeirra kosti um 450—500 þúsund og séu með 100 hestafla vél. Voru því samankomin um 2.300 hestófl við Skíðaskálann, þar sem hópurinn gisti um þessa helgi.
 Hjólin voru mörg hver stórglæsileg, enda er eigendum þeirra mjög annt um þau.

- ÓB 
Morgunblaðið 25.06.1988