8.7.87

Landsmót Snigla 1987

 Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, héldu landsmót sitt dagana 26.-28. júní s.l. Mótið sem var haldið við félagsheimilið Húnaver var nokkuð fjölmennt og er talið að hátt í 80 hjól hafi verið þegar flest var. 

Bifhjólasamtökin Sniglar voru stofnuð af nokkrum vélhjólaeigendum til þess að þeir fjölmörgu sem áhuga hafa á þessarri íþrótt sem vélhjólaakstur er, bittust samtökum um þessi mál. 

Fyrir nokkru stofnuðu nokkrir tónelskir Sniglar hljómsveitina Sniglabandið og spilaði hún á tveimur dansleikjum í Húnaveri, sem haldnir voru föstudags- og laugardagskvöldið. Þar kynntu þeir nýja plötu sem inniheldur fjögur frumsamin lög eftir hljómsveitarmeðlimi og aðra Snigla. Ber hún nafnið „Áfram veginn— Með meindýr í maganum". 

Hljómsveitina skipa: Björgvin Ploder, Einar Rúnarsson, Skúli Gautason, Stefán Hilmarsson, Baldvin Ringsted og Bjarni Bragi Kjartansson.