30.9.83

Við eigum fullt erindi í þessa kalla

„Ég var gjörsamlega búinn eftir fyrri umferðina.
hendurnar voru illa farnar ... " sagði Heimir Barðason,
sem hér sést kreista lúnar hendurnar eftir keppni
í Norðurlandameistaramótinu í Danmörku.
— sagði Heimir Barðason sem keppti í Norðurlandameistaramótinu i Moto Cross

„ÞETTA var erfiðasta braut sem ég hef nokkurn tímann keppt á í Moto Cross. Hún var varla hjólum bjóðandi, en það var mjög gaman og jafnframt lærdómsríkt að taka þátt í þessu," sagði Heimir Barðason, sem ásamt Þorvarði Björgúlfssyni og Þorkeli Magnússyni tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í Moto Cross, sem fram fór í Danmörku á sunnudaginn.

„Strax í æfingaakstrinum sáum við að brautin yrði erfið, en hún var einn og hálfur kílómetri að lengd og ekin í 2x45 mínútur. Andstæðingarnir voru líka gífurlega leiknir. Brautin var mjög hörð og skemmdi mörg hjól illilega. í keppninni.
Það var svo mikill hristingur að allar skrúfur í hjólum okkar losnuðu," sagði Heimir. „í fyrri umferðinni af tveimur náði Þorkell á Kawazaki góðu starti og var í sjöunda sæti af 23 keppendum.
Þorvarður var á Hondu, var einnig nokkuð framarlega, en ég sat eftir á mínu Hansa-hjóli. Í einni beygjunni féllu 7—8 keppendur hver um annan þveran, og Þorvarður var einn af þeim. Ég komst framúr þessari kös og náði mér upp í fimmtánda sæti. Þorkell varð að hætta fljótlega þegar keðjan slitnaði á hjóli hans, en Þorvarður náði að halda áfram og var kominn í sextánda sæti þegar gírkassinn brotnaði og einnig sprakk að aftan hjá honum. Varð hann því að hætta keppni í fyrri umferðinni," sagði Heimir. „Ég var alveg í spaði, gjörsamlega búinn líkamlega eftir að hafa klárað fyrri umferðina," sagði Heimir.
„Hendurnar voru illa farnar, ég gat varla hreyft vinstri hendina. Grjótið hafði kastast svo mikið yfir mann, því við höfðum engar hlífar á hjólunum. Ég ákvað því að lána Þorvarði hjólið mitt, því hann átti nóg eftir í seinni umferðina. í startinu var Þorkell óheppinn,
Þorvarður Björgúlfsson ekur hér grimmt á
 Norðurlandameistaramótinu. Hann náði sjötta sæti,
 en féll af hjóli sínu og missti á tímabili
 alla framúr sér. Ljósmyndir Mbl. Otto Einarsson.
hann festist og varð strax aftastur, en með hörku tókst honum að fara framúr þrem keppendum, en þá sprakk að aftan hjá honum. Hann hætti þó ekki fyrr en dekkið var komið af felgunni!
Þorvarði tókst vel upp í byrjun og var kominn í sjötta sæti, eftir tvo hringi, en þá ofkeyrði hann og datt. Var hann þar með kominn í átjánda sæti, en náði framúr þremur keppendum áður en yfir lauk," sagði Heimir.

„Við erum nokkuð sáttir við hvernig þetta fór, þó okkur hafi ekki tekist að klára. Við sáum að við eigum fullt erindi í þessa kalla. Margir þeirra voru atvinnumenn og tóku þetta gífurlega alvarlega. Ég held að þessum bestu hafi varla stokkið bros fyrir keppni," sagði Heimir og hló.
„Sigurvegari í einstaklingskeppninni varð Finninn Jukka Sintonen á Yamaha, en Sören Mortensen varð annar einnig á Yamaha. í landsliðskeppninni vann Finnland, Svíþjóð varð í öðru sæti og Danir þriðja," sagði Heimir að lokum. 
G.R Morgunblaðið  30.9.1983 

15.9.83

Bíll Mánaðarins

Hvað er mótorhjól eiginlega að gera hér í þættinum "Bíll mánaðrins"?
Mótorhjól eða bíll, það er spurningin sem menn varða bara að svara sjálfir.
Þessi þáttur er ekki engöngu ætlaður bílum, heldur öllum athyglisverðum tækjum hérlendis og svo sannarlega flokkast þríhjól Ólafs Þórs Gíslasonar frá Akranesi þar með. Þessi þríhjólamenning er mjög vinsæl erlendis en hér sjáum við fyrsta alvöru þríhjólið á Íslandi sem sameinað er úr bíl og mótorhjóli.
Ólafur sem er 17 ára skagamaður á heiðurinn af þessu glæsilega farartæki en naut þó dyggrar aðstoðar " gamla mannsins" föður síns sem dundaði við að "rétta stráknum verkfærin"! Hugmyndin var fengin í bandarísku mótorhjólablaði fyrir rúmu ári síðan og þá var drifið í að panta yfirbygginguna ásamt framhjólabrettinu, ljósi og rafkerfi.
Framfjöðrunin er dálítið sérstök vegna langra gaffla og fór mikill tími í þá smíði. Afturendi þríhjólsins er úr VW bjöllu, en þannig útbúnaður er hvað vinsælastur í alls konar gerðir  "kit kar" bíla og þríhjóla og hægt að fá nánast allt sem hugurinn girnist. Í dag er 1300cc vél og beinskipting í þríhjólinu hans Ólafs en fljótlega hyggs hann láta stærri vél ásamt sjálfskiptingu og læstu drifi í gripinn og ætti hann þá að geta spriklað tölvert því hjólið vegur ekki nema 250 kg. Þrátt fyrir að 2000 vinnustundir séu að baki og hjólið tilbúið að öllu leyti til aksturs þá hafa þeir ekki enn getað glatt augu áhugasamra Skagamanna.
Ástæðan?
  Jú blessað Bifreiðaeftirlitið!  Áttu ekki allir von á því?  En einmitt vegna hræðslu við að leggja út í kostnað og heilmikla vinnu og eiga það svo á hættu að bifreiðaeftirlitið segi svo bara þvert "Nei", hafa þessi vinsælu þríhjól ekki fyrr sést hérlendis. Ólafur á því heiður skilinn fyrir kraftinn og áræðnina sem nú virðist ætla að bera árangur því viðbótarkröfur Bifreiðaeftirlitsins eru ekki óyfirstíganlegt vandamál. Hliðar og breiddarljós fyrir umferð á móti er sjálfsagður hlutur en handbremsa er nú dálítið vafamál. Þá kom einnig athugasamd að þríhjólið  "myndi ekki henta íslenskum vegum" en sú athugasemd er svo gjörsamlega út í hött þar eð þessi tæki eru eingöngu notuð innanbæjar og á malbiki. Í framhaldi af því mætti svo endalaust ræða hvort öll skráð ökutæki henti íslenskum vegum eða ekki.  Það eru því góðar líkur á því að Ólafur og VW Scorpion þríhjólið hans fari að sjást á götum Akranes og kannski líka Reykjavíkur því stutt er nú yfir að fara.
Fyrir skemmstu hélt Kvartmíluklúbburinn bílasýningu í Reykjavík og var þríhjól Ólafs einn af verðlaunagripum sýningarinnar enda mjög vel til verksins vandað eins og myndirnar sýna glöggt.
Við kveðjum svo þá feðga og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Motorsport 1983
1.tb. 4 árg.