17.4.82

Þrælskemmtileg þríhjól 1982



Motorsport 4.tb. 3 árg.82

Það er ekki mörg ár síðan framleiðsla svokölluðu  ,,Three wheeler" hjólana hófst. Það má segja að þetta sé milligerð vélsleða og mótorhjóls, jafnvígt á auðu og í snjó, þægilegt í meðförum og alveg tilvalið fyrir þjóðir eins og íslendinga. Það er því meiningin með þessari grein að kynna fyrir ykkur lesendur góðir, kosti og galla þessara hjóla og fyrir hverja hjólin eru heppileg. Að vísu er einstaklingbundið hvort viðkomandi hafi hug á leikfangi eða vinnutæki eða hvoru tvekkja. En víkjum fyrst að smíði þeirra og uppbyggingu.
Eins og með flest tæki þá var byrjunarframleiðslan tilraun ein. Ekkert var vitað hvernig móttökur fyrirbærið fengi, hvort það yrði einfaldlega skellihlegið:  ,, Þríhjól fyrir fullorðna, ekki nema það þó" eða hvort það mundi slá í gegn. Og sú varð reyndar raunin. Þetta sannaði enn frekar góða kenningu um hver munurinn væri á leikföngum barnaog fullorðinna. Aðeins verðmunur leikfanganna!

Vinsældir þessara hjóla hafa aukist svo hratt að annað eins þekkist ekki í nokkuri annari mótorsportgrein. Nú þegar eru háðar hinar hörðustu keppnir í svipuðum dúr og móto-cross vélhjóla eða cross-country, og þróun fjöðrunar hefur notið góðs af áratuga langri þróun vélhjólafjöðrunar.
Einhföldustu gerðir þríhjólanna hafa ekki þörf fyrir nokkra aðra fjöðrun en þá sem í breiðu dekkjunum felst. Það eru ekki nema 2-3 punda loftþrýstingur og vaggar hjólið skemmtilega á þeim í torfærum. Þær gerðir hafa vanalega allt drifkerfið lokað svo ekki komast nein óhreinindi að. Það má bjóða þeim nánast allt. Svo eru vitanlega framleiddar ýmsar gerðir sem koma til móts við margvíslegar óskir manna og þar á meðal um hestaorku. Erlendis hafa bændur sem búa við erfið landslagsskilyrði tekið hjólunum fegins hendi. Þau eru góð í snjó fljóta vel yfir votlendi, einkar heppileg á þurru og komast alveg ótrúlega mikiðí torfærum.


Enn sem komið er eru japönsku stórfyrirtækin Honda, Suzuki, Yamaha og Kawasaki ásamt Sænska Husquarna nær einu framleiðslufyrirtækin,  Hingað til lands eru komnar gerðir frá Honda Yamaha og Kawasaki og fengum við þá Eirík Kolbeinsson, Markús Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson til liðs við okkur , en þeir eiga allir sitt hjólið hver. Þess skal getið strax að grein þessi er ekki hugsuð sem samanburðarreynsluakstur tegunda heldur eingöngu sem kynning á þríhjólafyrirbærinu,

Hjólin sem félagarnir eiga eru óskráð og verða þer því að flytja þau milli á kerru eða þá að hjóla utan vegar. Það er þó ekkert vandamál að fá þau skráð, einungis þarf að bæta við flautu, háa geislanum í framljósið og koma fyrir aurhlífum svo að Bifreiðaeftirlitsmenn verði ánægðir. Eflaust munu margir af tilvonandi eigendum slíkra hjóla fara þá leið og geta ferðast jafnt á vegum sem vegleysum æi hvernig færð sem er.

Þeir Eiríkur , Markús og Guðjón tóku blaðamann Mótorsports með í eina skemmtireisu nú fyrir stuttu. Lagt var af stað frá Morfellsveitinni og haldið sem leið liggur að hafravatni og síðan beint upp í fjöll. Það gætu kannski sumir farið að bölva núna í þessum eilífu utanvegafarartækjum sem gera lítið annað en að stórskemma náttúruna, en því fer fjarri með þríhjólin. Dekkin eru það breið og hjólið létt að ekki einu sinni í mosagrónu landi vottar fyrir skemmdum. 

Eftir smá æfingu geta menn farið að gera ýmsar kúnstir á hjólunum.
 Ein aðalreglan að stíga aldrei niður fæti því þá er hætta á að lenda í afturdekkinu.
 Þess í stað verður maður að halla sér vel í öfuga átt við halla hjólsins
og eru þau þá alls ekki völt eins og margir halda.
Við ókumyfir stokka og steina en héldum okkur þó mest á harðfenninu. Þar eru hjólin einstaklega skemmtileg og hægt að leika hinar ýmsu listir á þeim eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Þetta tæki sem erú mjög einföld í meðförum og henta svo að segja öllum. Húsmæðurnar hafa líka látið freistast og skemmt sér konunglega. Þeir félagar hafa ferðast töluvert á hjólunum og láta vel af þeim í alla staði. Einn fór síðasta sumar yfir dý sem var svo botnlaust að gangandi manni var gjörsamlega útilokað að komast þar yfir. Í ám og vötnum eru hjólin seig svo lengi sem straumurinn er ekki mikill. Þegar vatnshæðin er komin yfir dekkin þá verða þau mjög létt vegna alls loftsins í dekkjunum, Ef stigið er af því þá hreinlega lyftist afturendinn upp frá botninum. En allur gusugangurinn truflar ganginn ekki hið minnsta. 

Skemmtilegasta landslagið sem þeir geta hugsað sér sru sandar og hólar eins og á leiðinni frá Höfnum til Grindavíkur. En að sjálfsögðu eru þríhjólin ekki fullkomin að allra mati. Þetta er milligerð vélsleða og mótorhjóls og nær ekki öllum eiginleikum þeirra. Vélsleðarnir eru í dag flestir miklu hraðskreiðari og kraftmeiri. Sumir hverjir eru með yfir 100 hestöfl og ná hámarkshraða yfir 150 km/klst. En þannig sleðar kosta líka dágóðann skilding eða álíka og góður nýr bíll. Og fyrir utan kraft og hraðaþá slá vélsleðarnir þríhjólunum ekki við í lausamjöll. Hinu er þó ekki að neita og þá sérstaklega fyrir sunnanmenn, að þríhjólin hafa meira notagildi og meiri möguleika. Mótorhjólin hins vegar eru yfirleitt með meiri kraft og hærri hámarkshraða, en eru ekki eins meðfærileg í öllum aldurshópum og dugleg í votlendi og víðar. Verðið á þríhjólunum er á við venjulegt torfæruhjól eða um 60 þúsund. Það er þó eitthvað breytilegt eftir tegundum og gerðum, en okkur sýnist sem það sé hægt að eyða peningunum í margt vitlausara.
Hvað er skemmtilegra en að leika sér fjarri mannabyggðum í harðfenni eða sandi er vel viðrar? 
Það má líka ferðast um allt á hjólunum og vekja þau hvarvetna gífurlega athygli.

Þeir Eiríkur og Markús eru á Kawasaki hjólunum sem eru af árgerð 1982, en Guðjón eri á Hondunni sem er ári eldra. KAwasaki hjólin eru með 250cc. fjórgegngismótor sem skilar 18 hestöflum og hefur óvenju mikinn togkraft. Þetta telst ekki há hestaflatala úr þessari stærð af mótor en dugir samt vel til að ná 95 km hraða. En aðaltrompið er bensíneyðslan, sem hemur öllum jafn mikið á óvart. Miðað við að hamast á hjólunum á bornsnúning í klukkutíma þá fer eyðslan ekki yfir 1,5 lítra. Þetta má færa yfir á venjulega eyðslumátann ca. 1,6-1,8 lítrar/100 km. Og til staðfestingar getum við tekið umræddan fjögurra tíma túr þar sem eyðslan var ekki meiri en 3 lítrar. Hjólin eru einnig mjög sterkbyggð og gangviss. Auðvitað kenur fyrur ap men ofkeyri sig í leikaraskapnum, fari á hlið, aftur fyrir sig eða jafnvel alveg á toppinn og haf þa´brotnað bæði ljós og hanföng. Eina bilunin hefur hins vegar verið keðjustrekkjarinn sem greinilega er ekki rétt hannaður á þessari árgerð.

Honda hans Guðjóns er aðeins kraftminni en Kawasakihjólin og af einfaldari gerð. Saknar hann þar helst framdempara eins og á Kawasaki hjólunum en að öðru leyti er uppbyggingin svipuð. Hondaumboðið kynnti fyrt þessi hjól hérlendis í sumar en stór sending væntanleg frá þeim svo og öðrum þríhjólainnflytjendum sem eru Bílaborg með Yamaha og Sverrir Þóroddson með Kawasaki. Er þessum hjólum spáð mikilli velgengni hér á Íslandi, bæði fyrir almenning til leiks, bændur og aðra sem búa við erfið samgönguskilyrði svo og björgunarsveitir. Verður gaman að fylgjast með þróuninni og án efa mun í kjölfarið fylgja einhverskonar keppni , annaðhvort í trial eða cross-country formi.
Og í lokin þökkum við þeim þremenningum klega fyrir þræskemmtilegan dag og vonumst til að sjá þá sem oftast á hjólunum.
JSB
Mótorsport
1982