11.2.80

Lögguhjól Keflavík 1980

Lögreglan i Keflavik hefur tekið í notkun mótorhjól, sem  notað mun verða af tveim lögregluþjónum, þeim Rúnari Lúðvíkssyni og Þorgrími Árnasyni, en áður sóttu þeir námskeið hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, bifhjóladeild. Störf  þeirra verða þau sömu og hjá lögregluþjónum almennt, nema hvað þeir aka bifhjóli í stað bíls.
Að undanförnu hafa þeir sést við umferðarstjórn á fjölförnum gatnamótum á mesta annatíma, svo sem i hádeginu, og greitt þannig vel fyrir umferðinni. Vonandi fáum við að sjá þá sem oftast að stöfum og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

Víkurfréttir 11.2.1980