15.11.20

Suzuki og Joan Mir Heimsmeistarar í MotoGP


Sjöunda sætið í dag dugði til fyrir Suzuki ökumanninn Joan Mir til að tryggja sér og Suzuki heimsmeistaratitilinn í Motogp á Valenciabrautinni í dag.

Er þetta eftirtektarvert þar sem Joan Mir er bara á sínu öðru tímabili í MotoGP en fimmta í heildina í öllum flokkum.

Suzuki hefur ekki unnið titlinn í Moto GP í 20 ár svo þar ríkir einnig mikil gleði.

Ein keppni er eftir af tímabilinu og verður hún í Portugal á sunnudaginn 22 nóvember.