Mótorhjólaferð Hallgríms Guðsteinssonar vélstjóra á framandi slóðir
Hallgrímur Guðsteinsson var sólbrúnn, eins og Íslendingur sem er nýkominn úr sólinni á Spáni, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann að máli í Dularfullu búðinni á Akranesi. En Hallgrímur fann ekki sólina á Spáni, eins og holskefla af Íslendingum gerði um páskana. Hann fann sólina í Kambódíu í tíu daga mótorhjólaferð í byrjun mars. „Það var hugmynd að kíkja í einhverja ferð þarna austur frá,“ segir Hallgrímur með brosi á vör. Hann var einn í hópi níu manna úr mótorhjólaklúbbnum Sober Riders MC sem fór í ferðina til Kambódíu. Félagarnir keyptu ferðapakka af tælensku fyrirtæki, sem heitir Big Bike Tours og skipuleggur ferðir sem þessar fyrir erlenda ferðamenn.
Bræðralag á hjólum
Hallgrímur er menntaður vélstjóri en starfar sem vélvirki á verkstæði Norðuráls á Grundartanga.Áður var hann sjómaður og svo er hann einnig áhugatónlistarmaður og spilar á bassa. Hann er nýlega fluttur á Akranes og kann vel við sig. Hann er einn af nokkrum félögum sem stofnuðu íslenska grein
Hvert Run ber nafn og það íslenska heitir „Run to the Midnight Sun“. „Það voru hátt í tuttugu bræður frá Bandaríkjunum á síðusta Run okkar hér á Íslandi. Við erum allir bræður í klúbbnum. Meira að segja konur. Það eru konur í klúbbnum, en þær eru bræður.“ Með í för til Kambódíu var einmitt einn af bandarískum bræðrum hans, en samskipti milli klúbbanna eru góð.
Vel skipulögð ferð
Hugmyndin að því að fara eitthvert annað en til Bandaríkjanna í mótorhjólaferð kviknaði af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi langaði félagana á Íslandi að reyna eitthvað nýtt. Í öðru lagi var æskilegt að fara á ódýrara svæði en áður hafði verið farið á. „Við skoðuðum helling af túrum þarna niður frá og enduðum á Big Bike Tours. Þeir eru með marga túra um Laos, Kambódíu og Víetnam. En viðenduðum á að taka Kambódíutúrinn og ætluðum að enda á því að sjá kappakstur í Tælandi.“ Ekkert varð þó úr því að horfa kappakstur þar sem dagsetningin var færð og þeir misstu af kappakstrinum. „Það kom þó ekki að sök, þar sem við höfðum þá þegar farið í tíu daga frábæra mótorhjólaferð um Kambódíu. Þetta var vel skipulagður túr þar sem allt var innifalið. Við þurftum ekki einu sinni að borga bensín á hjólin. Það var allt innifalið.“
Beint af bakvakt til Tælands
„Ég var nýstiginn upp úr fótbroti. Ég tvíbrotnaði á fætinum í júní á síðasta ári í mótorhjólaslysi ogÉg var svo þreyttur eftir að hafa unnið alla nóttina og búinn að vaka í meira en sólarhring.“
Aðlögunartími í Bangkok
Félagarnir eyddu nokkrum dögum í Bangkok. „Það var mjög gott að fá smá tíma til að aðlagast hitanum. Það var alltaf um 25-30 stiga hiti og rakt.“ Eftir aðlögun var haldið niður að strönd Tælands til borgar sem heitir Pattaya. Þaðan var jafnframt lagt af stað í ferðina til Kambódíu. Hjólað var meðfram strönd Kambódíu, upp til Phnom Penh, höfuðborgar Kambódíu, og þaðan til Siem Reap, síðan yfir landamærin til Tælands, gegnum Bankok og endað á byrjunarreit í Pattaya.Fátækt land
Fræðst um land og þjóð
Rauðu Khmeranna á áttunda áratug síðustu aldar, en líka fyrir musterin í Angkor Wat. Hallgrímur og félagar hans stoppuðu þar líka til að skoða. „Þessi þjóð er rík, þótt hún sé fátæk. Hún á þessi musteri inni í skóginum.“ Musterin eru talin vera þau mikilfenglegustu á jörðinni, með mörg hundruð mustera á sama stað, þar sem nú er nútímabærinn Siem Reap. „Við vorum þarna í heilan dag sem var tæplega lágmark. Sumir eru þarna í mánuði!“ Musterin eru byggð í kringum tólftu öld og tilheyrðu fyrst hindúatrú en breyttust svo í búddamusteri með tímanum og trúbreytingum í Kambódíu. Á einhverjum tímapunkti gleymdust þau og skógurinn endurheimti svæðið og musterin hurfu í gróður. Nú er unniðað því að hreinsa burt gróðurinn og það er blússandi ferðamannaiðnaður í kringum Angkor Wat núna. Aðalmusterið á þó að standa með gróðrinum, enda er það ekki síður áhugavert fyrir ferðamenn að sjá mátt náttúrunnar í verki.
Ný upplifun og önnur væntanleg
Hallgrímur er ánægður með ferðina. Hún var góð og skemmtileg upplifun og í fyrsta sinn sem hann ferðast til Asíu. Félagarnir í klúbbnum eru þegar byrjaðir að skipuleggja næstu ferð og hyggjast fara með sama fyrirtæki í mótorhjólaferð um Laos eftir eitt og hálft ár.
klj
Skessuhorn
25.4.2018
Timarit.is
Skessuhorn
25.4.2018
Timarit.is