4.4.10

Bandarískt sporthjól?

ÞEGAR flestir hugsa um mótorhjól og Bandaríkin þá kemur
Harley Davidson fyrst í hugann enda sennilega frægasta mótorhjólategund í heimi.

Og við Harley Davidson tengir maður yfirleitt ekkert annað en þung og stór mótorhjól sem ætluð
eru til rólegheitaaksturs á góðviðrisdögum. Það kemur því á óvart að sjá bandarískt sporthjól í ætt við Ducati-hjólin frægu en það er engu að síður raunin hjá Roehr-fyrirtækinu en þar hefur verið hannað sporthjól sem hefur fengið heitið V-roehr, með vél úr Harley Davidson V-rod, og
er útlit hjólsins náskylt núverandi Ducati-ættarsvipnum.

Um er að ræða 1130 cc vatnskælda, tveggja
strokka V-vél frá Harley Davidson V-rod mótorhjólinu en vélin sú á að fylgja Harley Davidson inn í 21. öldina. Er hún mun tæknilegri en gömlu loftkældu vélarnar frá fyrirtækinu. Vélin skilar líka meira afli, 120 hestöflum úr aðeins 1130 cc, er léttari og sparneytnari en Harley-eigendur eiga að venjast.
Sporthjólið frá Roehr er nokkuð nýstárlegt að mörgu leyti.Vatnskassarnir eru t.d. staðsettir til  hliðanna á mótorhjólinu því þá er hægt að færa vélina framar í stellið til að ná betra jafnvægi í akstri en það er einmitt aðalsmerki hjólsins; frábært jafnvægi og aksturseiginleikar.
Fjöðrunin er frá Ohlins, bremsur frá Brembo, felgurnar frá Marchesini og öll yfirbygging mótorhjólsins er úr koltrefjaefni. Mótorhjólið er því frekar létt og lipurt en verður líka fyrir vikið mjög dýrt. Mun það kosta um 40 þúsund dollara í Bandaríkjunum og má því reikna með að mótorhjólið slagi hátt í 5 milljónir króna komi það til Íslands.

Vélin sem var hönnuð af Harley Davidson með tæknilegri ráðgjöf og aðstoð frá Porsche (en Porsche þurfti líka að snúa baki við loftkældum vélum) býður upp á mikla möguleika í afli og er hægt að fá hjólið með allt að 180 hestöflum og það í aðeins 193 kílóa mótorhjóli. Það er því óhætt að segja að þetta hlýtur að vera eitt öflugasta mótorhjólið sem komið hefur frá Bandaríkjunum og er algjörlega á skjön við það sem flestir eiga að venjast úr þessari átt.

Morgunblaðið 4 apríl 2010


Því miður lagði fyrirtækið upp laupana árið 2012 vegna kreppunar. 
sjá skilaboð
Hello Folks,
Just want everyone to know that Roehr Motorcycles LLC has officially closed its doors. The most significant factor was the week economy. There was plenty of excitement and interest in the EV field, but unfortunately not enough that actually translated into sales.
I'm still optimistic about the future of the electric motorcycle, however, unless the economic conditions improve for working class people (the majority of motorcycle owners), and significant improvements in battery cost and power density, it's going to be a while before an EV manufacturer can become sustainable.
Thanks for everyone's support, I hope to be back one day