16.1.13

Vild­um bæta um­ferðar­menn­ing­una

Ei­rík­ur á ennþá gamla hjálm­inn
sem hann notaði þegar hann var
formaður hins forn­fræga vél­hjóla­klúbbs. 
Hann lét þá setja merki Eld­ing­ar
fram­an á hjálm­inn og það 
prýðir hann enn. mbl.is/​Golli 
Bíl­ar | Morg­un­blaðið | 16.1.2013 | 15:01
Það kann­ast ef­laust marg­ir við hann Ei­rík Gunn­ars­son í GG en hann rak Flutn­ingaþjón­ustu GG ásamt föður sín­um í meira en fjóra ára­tugi. Það sem færri vita er að Ei­rík­ur var einn af stofn­end­um Bif­reiðaklúbbs Reykja­vík­ur BKR.
Enn færri vita að áður en að því kom var Ei­rík­ur formaður vél­hjóla­klúbbs, fyrsta skráða klúbbs­ins, sem bar nafnið Eld­ing. Klúbbur­inn fór eft­ir ákveðnum lög­um. Þar kom meðal ann­ars fram að all­ir geta orðið meðlim­ir, bæði strák­ar og stelp­ur, 14 ára og eldri, sem hafa áhuga á viðgerðum og notk­un vél­hjóla.
Mark­miðin voru meðal ann­ars að koma á föst­um fræðslu- og skemmtikvöld­um fyr­ir meðlimi, fræðslu um um­ferðar­mál, fá æf­inga­svæði og koma á æf­ing­um. Gefa fé­lög­um færi á að gera við sín eig­in hjól, efna til hæfn­is­prófa og ferðalaga. Um­ferðarlög­regl­an í Reykja­vík og Æsku­lýðsráð Reykja­vík­ur voru með einn ráðunaut hvor á fund­um, þeir voru með í ráðum hvað varðar klúbb­inn og gæta hags­muna hans út á við. Sá sem var ótví­rætt driffjöður klúbbs­ins var lög­reglumaður­inn Sig­urður Emil Ágústs­son, bet­ur þekkt­ur sem Siggi Palestína. „Jón Páls­son frá Æsku­lýðsráði var líka oft með okk­ur og sam­an reynd­um við að bæta um­ferðina, en skell­inöðrur voru litn­ar horn­auga áður en Eld­ing kom til,“ seg­ir Ei­rík­ur í viðtali við bíla­blaðamann Morg­un­blaðsins.

Vinsælt Starf

„Hann Siggi var al­veg ótrú­lega dug­leg­ur að hjálpa okk­ur og sinna í þessu starfi. Strák­arn­ir báru mikla

Merki vél­hjóla­klúbbs­ins Eld­ing­ar.
mbl.is/​Golli 
virðingu fyr­ir hon­um og þá sér­stak­lega þeir sem voru ekki með allt sitt á hreinu, þeir voru skít­hrædd­ir við hann,“ seg­ir Ei­rík­ur og bros­ir. „Við hinir þurft­um svo sem ekki að hafa áhyggj­ur enda var Siggi mjög sann­gjarn maður.“ Ei­rík­ur minn­ist þess sér­stak­lega hversu dug­leg­ur Siggi Palestína var að fara með þeim í ferðir út um allt. „Mest fór­um við út á Reykja­nes í þess­um ferðum, til dæm­is svo­kallaða Djúpa­vatns­leið áður en þar var kom­inn veg­ur að nokkru ráði.“ Eld­ing var vin­sæll klúbb­ur og voru 207 skráðir fé­lag­ar frá 1962. Ei­rík­ur var formaður Eld­ing­ar 1962-3 og að hans sögn eyddi hann nán­ast hverj­um laus­um degi sem hann átti með fé­lög­um sín­um í Eld­ingu. Hins veg­ar dró úr hjólaæðinu þegar meðlim­ir fengu ald­ur til að taka bíl­próf.


Frum­kvöðlar í akst­ur­skeppn­um

Merki Bif­reiðaklúbbs Reykja­vík­ur. mbl.is/​Golli 
Ei­rík­ur var strax far­inn að vinna hjá föður sín­um við flutn­inga um leið og hann fékk bíl­próf og áhug­inn far­inn að leita til stærri öku­tækja en skell­inaðra þess tíma. Fljót­lega fóru nokkr­ir fé­lag­ar að tala sig sam­an um að stofna klúbb og 16. nóv­em­ber 1964 var BKR svo stofnaður og stofn­fund­ur­inn hald­inn í hús­næði Æsku­lýðsráðs við Frí­kirkju­veg. „Við héld­um síðan fund­ina eft­ir þetta í golf­skál­an­um í Öskju­hlíð líkt og Eld­ing gerði.“ Starfið tók fljót­lega mik­inn tíma og klúbbur­inn stækkaði ört. „Það voru nokkr­ir strák­ar með hóp sem var kallaður Voga­bíla­gengið og runnu þeir sam­an við okk­ar klúbb.“ BKR fékk gef­ins gamla skot­færa­geymslu og eft­ir skamma leit fann Ei­rík­ur grunn sem passaði und­ir geymsl­una í Al­manna­dal þar sem skál­inn var reist­ur. „Fljót­lega vor­um við farn­ir að æfa okk­ur á bíl­un­um þarna og næst lá því við að skipu­leggja tor­færu­keppni sem við gerðum uppi við Bol­öldu. Mér er það sér­stak­lega minn­is­stætt að
Ei­rík­ur still­ir sér upp ásamt bróður sín­um. 
fljót­lega fyllt­ist allt af bíl­um þarna og áhorf­end­ur skiptu hundruðum,“ sagði Ei­rík­ur. Á næstu árum stóð BKR fyr­ir ótelj­andi keppn­um og er óhætt að segja að klúbbur­inn hafi verið brautryðjandi á þessu sviði. Klúbbur­inn stóð á sjö­unda ára­tugn­um fyr­ir fjöl­mörg­um jeppa­keppn­um; fyrstu kvart­mílu­keppn­inni sem hald­in var á Reykja­vík­ur­flug­velli, sem og ískapp­akst­ur­skeppn­um á Leirtjörn svo eitt­hvað sé nefnt. Heyrst hef­ur af ný­leg­um áhuga á að end­ur­vekja bæði þessi fé­lög sem

Ei­rík­ur kom að en meira um það seinna.


njall@adal­braut.is