8.8.70

UMHVERFIS LAND Á BIFHJÓLUM

 
Með  hverju ári eykst ferðamannastraumurinn hingað til lands, og segja má að til Íslands komi allar tegundir ferða manna. 

Rikir Englendingar veiða hér lax, eða gerðu áður en íslendingar urðu sjálfir svo ríkir að þeir fóru að drepa tímann méð laxveiðum.
Hingað koma mörg stór skemmtiferðaskip á hverju sumri, og þá fyllast götur höfuðborgarinnar og Þingvellir af fínu fólki, þá kemur hingað fjöldi fólks í pokabuxum og stórum skóm, sem stendur meðfram öllum þjóðvegum með bakpoka og veifar bílum til að sníkja far. Sumir hristast á hestum um landið þvert og endilangt og enn aðrir láta sér bara nægja að búa á Hótel Sögu í nokkra daga. 

Þessir þýzku stúdentar hafa ferðast í kring um landið á farskjótunum, sem við sjáum hér hjá þeim á myndinni. Myndina tók JV á tjaldstæðinu við Sundlaugarveg 

En það vakti furðu okkar að sjá þrjá ferðalanga þeytast um á mótorhjólum, farartækjum sem virðast löngu úrelt á íslandi, eða eins og hestarnir voru orðnir áður en borgarbúum datt í hug að hafa þá sem tómstundagaman. Þessir ferðalangar eru allir þýzkir stúdentar, sem farið hafa umhverfis landið á mótorhjólunum, og hefur ferðalagið tekið um mánaðartíma. Þeir hafa gengið á fjöll víða um land, búnir mannbroddum, ísöxum, köðlum og öllu þvi hafurtaski sem fjallapríli tilheyrir, enda eru þeir allir vanir fjallgöngumenn og hafa iðkað þessa íþrótt í heimalandi sínu. Tveir þessara stúdenta stunda nám í svæðinu í verkfræði og sá þriðji í veðurfræði. 

Á ferðalagi sínu umhverfis landið og í fjallgöng þeim hefði gengið vel að ferðast um ísland á farartækjum sínum, nema þeir urðu að fara sjóleið milli Hornafjarðar og Víkur í Mýrdal, því ekki er mögulegt að fara á mótorhjólum yfir brúarlaus straumvötn og gljúpa sanda. Stúdentarnir þrír munu dvelja hér fram eftir mánuðinum og fara í skemmri ferðir um nágrenni Reykjavíkur.

Alþýðublaðið 8.8 1965