Mótorhjólaheimurinn

24.9.18

Haustógleði 2018

Einar Hest-Húsar einum Strengjabjór
Haustógleðin 2018 var haldin á hefðbundum slóðum í ár upp á Hrappstöðum hér ofan við bæinn,(sem var orlofsbústaður Heidda) nema nú vorum við í nýbyggingu Jóa rækju sem var með stórum sólpalli og mun betri aðstöðu til svona skemmtunar. Veðrið var frábært blankalogn og svalt og eldurinn í útikamínunni og arininum inni ásamt smá brjóstbirtu gerði það að verkum að engum varð kalt.



Mæting var þokkalega góð eða um 30 manns og  miðað við að margir spennandi viðburðir voru í gangi í bænum á sama tíma þá erum við sátt.
Þessi hitaði umhverfið vel.
 (ó-kolefnisjafnað)
Eins og oft áður þá eru aðeins tekið í smá samkvæmisleiki í þessari veislu og vakti Strengjabrúðubjórdrykkjan kátínu viðstadda.


En varðandi restina af kvöldinu er best látið ósagt ,,, en orðin Skemmtun, Góðir vinir og fjör er eitthvað sem passar vel við.

Sjáumst á næstu Haustógleði.
Sem að öllum líkindum verður 21.september 2019
Getið tekið daginn frá ;)



Framundan hjá Tíunni
Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían verður 3. nóvember 2018..





Smá yfirhitun komin í útikamínuna:)