Mótorhjólaheimurinn

30.4.20

Engin 1. Mai keyrsla

Frá örófi hjóla þá hefur 1.maí hópkeyrslan verið fastur hluti af tilveru mótorhjólamanna í Reykjavík og á Akureyri.  Sniglar eru ætíð með risa keyrslu í Reykjavík þar sem hjólafjöldinn hefur verið stundum á annað þúsund.
Og hér á Akureyri hefur Tían séð um hópkeyrslur fyrir norðanmenn.

Covid 19 setur strik í reikninginn. 
Frekar kuldalegur 1 maí 2020 á
Norðurlandi samkv Veðurspá

Nú verða engar hópkeyrslur á 1 maí. Og sýnist manni að veðurguðirnir hafi hvort sem er ekki verið okkur hliðhollir þetta árið hér fyrir norðan því veðurspáin er frekar kuldaleg.

Vonandi losnar þjóðin flótlega úr þessum höftum og við getum  haldið Hjóladaga og Landsmót óáreitt fyrir vírusnum ógeðfelda.