Mótorhjólaheimurinn

30.4.20

Landmannalaugaferð Snigla 1992

Landmannalaugar 92


Föstudaginn 4. september var farin hin árlega baðferð snigla í Landmannalaugar.

Þeir sem fóru voru : Heiddi, Bjöggi Plóder, Einar hestur, Mæja stykki, Stjáni sýra (með vindilinn í kjaftinum) , Dóri dráttur, Arnar standbæ og Hlöðver á jeppa og einnig einhverjar konur á litlum japönskum bíl með slappa kúplíngu.



Þegar lagt var af stað úr bænum var klukkan um 19 og var stoppað fyrst hjá Arnari standbæ á Selfossi, en hann sagðist ekki koma fyrr en daginn eftir vegna anna. Þegar lagt var af stað frá Selfossi var klukkan farin að ganga 21 og var ekið all greitt að Vegamótum og tekið bensín. Um kl 22 var ekið upp að vegamótum Landmannaleiðar og hófst nú akstur í léttara lagi. Sem svo oft áður voru Bjöggi og Einar fremstir og þegar þeir voru búnir að purra u.þ.b. 10 km inn á Landmannaleið vildu þeir ekki trúa því sem fyrir ökuljós bar, því það ver nefnilega snjór og hálka, við þetta æstust þeir verulega og óku bara enn hraðar og stoppuðu ekki fyrr en þeir höfðu farið yfir fyrstu lækjarsprænuna, á eftir þeim voru Hjörtur , Mæja og Röggi en það vantaði Heidda og Steina. 
Það sem hráði var að Haraldur Heidda líkaði ílla aksturmáti eiganda síns og tók upp á því að reyna að flýta för þeirra félaga með því að starta stanslaust í hinni mestu óþökk eiganda síns og aftengdi Heiddi þá startarann og hélt inn í hríðina. 
 Þegar Heiddi og Steini voru komnir til hinna var haldið aftur af stað og nú var hálkan orðin all veruleg en enn var ekið áfram og nú á enn meiri ferð en áður og mátti sjá þriggja stafa tölur af og til á mælaborðinu þarna í hálkunni. Þennan aksturmáta líkaði Hallanum hans Heidda svo vel að afturendinn vildi ólmur taka framúr þeim fremri og endaði það með því að Heiddi fékk ótímabært sandbað.


Þegar komið var upp í Landmannalaugar var þar enginn snjór, en það var ákveðið að vera í skálanum í þetta sinn, en þegar við vorum að koma okkur fyrir inn í skálanum fréttum við af Stjána sýru, Ofurbaldri og Dóra drátt ,plús ljósku sem væru á leiðinni og færu þau sér hægt ( sennilega vegna þess að Stjáni hefur viljað halda glóðinni logandi í vindlinum).


Mest alla nóttina Notuðu Sniglar til að skola af sér sand og skít með sandi og skít í laugunum fram eftir morgni.


Daginn eftir átti að fara út að purra, en vegna slyddu og snjókomu var beðið til fimm um daginn með að fara út, en í millitíðinni kom Jón Páll á krossara er hann hafði fest kaup á daginn áður. Um fimm leytið gerði hins vegar hið besta veður og var farið út að purra um stund, en einna skemmtilegast var að leika sér í ánum eins og svo oft áður. Þegar líða tók á kvöldið byrjaði veðrið að vesna og þá kom Arnar standbæ og ungfrú Noregur. 
 Síðar um kvöldið gerði dæmigerða íslenska stórhríð með hávaða roki og var það hin mesta skemmtun að sjá túrhestana vera að koma inn í skálann eins og snjókalla með hálfniðurtekin tjöld og brotin í þokkabót. 
   Við þetta æstumst við Steini upp og ákváðum að fara í bæinn í þessu veðri og þar með búa til okkar eigin ævintýri. Eftir að hafa fundið hjólin í snjónum og klætt okkur vel var haldið af stað rúmlega 12 á miðnætti. Það var u.þ.b. 10 sm jafnfallinn snjór þegar við lögðum í hann en eftir um 5km akstur var snjórinn farinn að ná vel upp á mótor og var orðið vont að aka á veginum ( sem þarna er að mestu niðurgrafinn og fullur af snjó) svo við ókum mikið utanvegar, en eftir um 30 mín akstur sáum við ljós á bíl og var þar á ferð Skúli Gauta á svarta gamla bandwagon og var hann nýbúinn að snúa við vegna ófærðar fyrir þennan eðalvagn. Stoppuðum við litla stund hjá Skúla og þáðum þær veitingar sem voru í boði og héldum síðan áfram og átti nú ekki að stopp í bráð, en ég hef þótt líkegur til að detta og líklega datt ég enda Líklegur, en hjólið var líklega í lagi og var því haldið áfram og ekki stoppa fyrr en á Vegamótum.  Síðan var haldið á Selfoss og komið þangað rúmlega þrjú og fengum við okkur kaffi hjá tugtanum á Selfossi og héldum við svo heim til okkar kerlinga sem biðu okkar með heitt rúmið.


Að öðrum Sniglum er það að frétta að þeir fóru af stað um og eftir hádegi og var enn hin mesti snjór (svo mikill að japanski bíllinn sem Bryndís Plóder ók var að fara Sigölduleið). 

Allir komu þeir aftur eins og segir í kvæðinu og fóru allir á hausinn og það allt upp í þrisvar sinnum nema Einar hestur og Arnar standbæ ( það gæti orðið erfitt að slá þetta met). Af litla japanska bílnum hennar Bryndísar er það að frétta að hún fór Sigölduleið sem var mun snjólettari og fylgdi Jón Páll henni, en sökum kvennsemi sinnar og löngunar til að komast inn í bílinn þá flýtti hann sér að bræða úr hjólinu svo hann kæmist inn í bílinn (gamla trixið er að segjast vera bensínlaus Jón Páll).
Jón Páll flýtti sér svo mikið inn í bílinn að hann vissi ekki hvar hann var, og fór svo að hann fann ekki hjólið þegar hann hugðist sækja það seinna.

Líklegur og fl..........
Sniglafréttir 92