Mótorhjólaheimurinn

1.5.20

Royal Enfield mótorhjól

Royal Enfield mótorhjólin eiga sér 119 ára langa sögu, þar af 57 síðustu árin í Indlandi. 

Í framleiðslunni hefur lengstum verið haldið fast í gamlar hefðir. Það er eiginlega fyrst nú sem talsvert róttækar breytingar eru að eiga sér stað. Nýjar vélar eru komnar til skjalanna í stað gömlu steyptu og þungu vélanna sem hafa verið nánast eins síðust 60 árin. Þær nýju eru bæði eru hljóðlátari auk þess að eyða og menga mun minna en þær gömlu.
Nýju vélarnar eru enn sem fyrr aðeins eins strokks og enn eru þær að rúmtaki annars vegar 350 rúmsm og hins vegar 500 rúmsm. Afl þeirrar síðarnefndu er tæplega 30 hö.  sem kannski þykir ekki mikið. En Royal Enfield hjólin hafa aldrei verið og eru engin tryllitæki. Í byggingu þeirra er öll áherslan á einfaldleika, notagildi og mikla endingu.
Royal Enfield mótorhjólin hafa allt frá því að framleiðslan fluttist til Indlands frá Bretlandi fyrir 57 árum, átt tryggan heimamarkað á Indlandi þrátt fyrir harða samkeppni við japönsk mótorhjól og á seinni árum kínversk.  Sala hjólanna var jöfn og hægt vaxandi þar til nýju vélarnar komu til sögunnar 2010. Þá tók hún 40% stökk upp á við og fór í 74.600 mótorhjól árið 2011. Í framhaldinu er nú unnið að miklum endurbótum og endurnýjun í meginverksmiðjunni í Chennai en að þeim loknum verður hægt að auka framleiðsluna um helming.
Royal Enfield hjólin hafa síðan framleiðslan fluttist frá Bretlandi til Indlands, verið fyrst og fremst framleidd fyrir heimamarkaðinn. Lítilsháttar útflutningur hefur átt sér stað til Evrópu og Bandaríkjanna og fáein Royal Enfield hjól eru meira að segja skráð hér á landi. Á síðasta ári voru seldust einungis 3.200 hjól til annarra landa, en með vaxandi framleiðslu er ætlunin að efla útflutninginn og byggja upp sölu- og þjónustunet í Malasíu og á Filippseyjum og í Þýskalandi og Frakklandi.
04.12.2012