Ein æfingin er sýnd á þessari mynd. |
Hér fann ég ævafornann leik sem væri hægt að taka upp á Landsmóti Bifhjólamanna annað slagið.
Greinina fann ég í tímaritinu Fálkanum frá árinu 1931 og segir frá því að Lögreglan í London efnir til iþróttamóts á ári hverju og er sá siður ævagamall.Vitanlega taka engir þátt í mótinu nema lögregluþjónarnir en þeim gefst
kostur á að sýna bæði hugrekki og góða eftirtekt við æfingarnar.
Tveir bifhjólamenn
fara gegnum hlið, undir tunnu, sem er fyllt af vatni.
Sá maðurinn sem situr í hliðarvagninum ýtir við tunnnni með stöng svo að vatnið hellist úr henni, en hinn maðurinn á að komast undan gusunni.