18.6.18

100 ára afmæli var haldið á Mótorhjólasafninu

Fyrir eitt hundarað árum þ.e árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson.


Henderson Árg 1918

Hjólin eru Amerísk framleidd á árunum 1912-1931.
Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012. Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins. Afkomendum Gríms, eigendum hjólsins og safninu, kom strax saman um að gangsetja hjólið á 100 ára afmæli þess, árið 2018.


Sumum þurfti að ýtaí gang



Þann 16 júní 2018 var Startupdagur gamalla mótorhjóla á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri.


Fjöldi fólks alls staðar af landinu, komu á safnið til að berja þennan viðburð augum og voru mörg gömul hjól gangsett og prufukeyrð á nýmalbikaða planinu fyrir framan safnið.






Triumph 
Svo var Henderson hjólið gangsett og var brunað á því fram í fjörð alla leið að bænum Espihól í Eyjafjarðarsveit og hjólaði hópur bifhjólamanna með og var úr þessu hinn skemmtilegast viðburður. 




Henerson hendist áfram!
Áhugamenn í og hjól í röð
Henderson árg 1918



Henerson 1918 og Kawasaki 1980

Það var fullt af áhugamönnum