Mótorhjólaheimurinn

1.1.21

Ferðalag um landið á vélhjólum er ævintýri líkast

 

Ferða-og útivistarfélagið Slóðavinir var stofnað 2008. Stofnfélagar voru 120 talsins en á hverju ári bætist í hópinn og fjöldi greiddra félaga er nú í kringum 500 og er á öllum aldri, báðum kynjum og búa um allt land.

Slóðavinir er félag fyrir þá sem áhuga hafa á að ferðast um landið á vélhjólum eftir fáfarnari vegum og slóðum. Félagar nota til þess vélhjól sem sérstaklega eru búin fyir malarvegi og torfarna vegslóða. Slík vélhjól eru þó skráð eins og hver önnur vélhjól, lögleg á öllum vegum landsins. Margir nota svokölluð Endúro hjól (í raun sérútbúin mótorcross hjól ætluð og skráð til vagaksturs) og aðrir ferðast um á fjórhjólum.
Í seinni tíð hafa orðið vinsæl svokölluð,,ævintýrahjól" sem eru stærri hjól sem eru þægilegri til notkunar í lnegri ferðir á malbikuðum vegum, en henta einnig á jeppavegi og slóða (þó síður fyrir alla torfærustu slóðana).  Í þessum flokki finnast gjarnan eldri félagarnir, þó nokkra þeirra megi einnig sjá á léttari Endúró hjólum líka.
Aldursbil er ca. 25-30 ára til rúmlega 65 ára. Vélhjólamenning Íslendinga er í raunsvo ung að þeri sem hafa stundað þetta frá unglingsaldri, eru ekki orðnir mikið eldri en 65 ára um þessar mundir.
Árlega stendur félagið fyrir fjölda viðburða fyrir félagsmenn. Yfir sumarið er farið í lengri ferðir, en yfir vetrarmánuðina eru haldin námskeið og fundir. Haldin eru mynda og ferðasögukvöld og svo ýmiss námskeið eins og skyndihjálparnámskeið, byrjendanámskeið, rötunarnámskeið og ýmislegt fleira.
Hjá Slóðavinum er lögð áhersla á ábyrga umgengni um náttúruna. Öryggismál og ekki síst virðingu við annað ferðafólk.
Félagið hefur látið til sín taka í hagsmunagæslu fyrir ferðafólk á tví og fjórhjólum og hefur meðal annars fundað með ráðherrum, starfsmönnum stofnana og fengið erlenda sérfræðinga hingað til lands til að ræða við embættismenn stórnsýslunnar um nauðsin og aðferðir við stjórnun þeirrar auðlindar sem slóðakerfi Íslands er.

Fyrir alla aldurshópa

Sjálfur hef ég bakgrunn í vélhjólaíþróttum frá unglingsaldri og er af fyrstu kynslóð Íslendinga sem stundað hafa keppni í Motocross og Endúro. Þó ég hafi tekið þá í keppnum í motorcross og endúro fram á þennan dag þá hefur , með hækkandi aldri keppnisharkan linast ögn, og við eldri herrarnir leggjum orðið meiri áherslu á ferðalög um landið. Slóðavinir var einmitt stofnað af þeim sem minna vildu keppa og höfðu meiri áhuga á að ferðast og stunda útivistina og hreifinguna," segir Einar Sverrisson virkur félagi í Slóðavinum, sem segir að vélhjólaíþróttin henti öllum, óháð aldri, sem vilja skoða landið með öðrum augum.

úr blaði Eldri borgara.

https://www.facebook.com/slodavinir/photos/a.175591589207123/3511820222250893