Mótorhjólaheimurinn

1.12.20

Mótorhjólaferð um Suður-Afríku

 


Þegar ljóst varð í byrjun vetrar að okkar feðgum, Grími Axelsysni og Axel Eiríkssini, ásamt félögum í BMW- mótorhjólaklúbbi Íslands, stóð til boða að taka þátt í þaulskipulagðri mótorhjólaferð um Suður-Afríku með þýsku vinafélagi okkar var bara eitt svar-- við látum okkur ekki vanta.

Mikill undirbúningur liggur að baki slíkri ferð, bæði varðandi leyfi, útbúnað, alla tilhögun ferðarinnar og gistingu. Menn eru sammála um að maður þarf að vera í góð formi líkmalega. Einnig þarf að gæta þess að fá sprautur við hinum ýmsu framandi sjúkdómum og að tryggingar séu í lagi svo fátt eitt sé nefnt og allt þarf þetta að gerast tímanlega.

Ekki má gleyna að sækja um og hafa meðferðis alþjóðlegt ökuskírteini sem Félag íslenskra bifreiðaeiganda sér um útgáfu á með sinni alkunnu lipurð og þjónustulund. Við Íslendingarnir héldum nokkra undirbúningsfundi. Á þeim stilltum við saman strengi, útdeildum verkum, fórum yfir öryggisatriði, tryggingamál og hvað hver og einn ætti að taka með af hinu og þessu sem er mikilvægt að hafa með í ferðalag sem þetta og þegar ýmislegt getur farið úrskeiðis.

Sjö glaðir meðlimir úr BMW-mótorhjólaklúbbi Íslands mættu í Leifstöð að morgni dags þann 20.febrúar síðastliðinn. Flogið var til London og þaðan í 14 klukkustundir í beinu næturflugi til Höfðaborgar.
Á flugvellinum í Höfðaborg biðu hermenn okkar farþegana með hitamæla að vopni til að fyrirbyggja að Covid-19 snit væru að berast til landsins. Allir sluppu í gegn með eðlilegan líkamshita og því gaf fátt hindrað ævintýrið sem var að hefjast.

Þátttakendur voru alls 32 á BMW-mótorhjólum, ásamt tveimur Suður afrískum fararstjórum á mótorhjólum og trússbíll sem flutti birgðir af vatni, varahlutum sjúkragræjum og auka mótorhjól. Hjólin voru ný eða mjög nýleg og flest af

gerðinni BMW R1250 GS og voru öll sett á ný dekk í upphafi ferðar sem sagði okkur svolítið um álagið sem framundan var.

Tvær BMW-mótorhjólaleigur í Höfðaborg sáu um að útvega hjólin. Þetta var stærsta ferð bæði hvað varðar fjölda þátttakenda og fjölda daga sem bæði þýski BMW GS klúbburinn og Suður-afrísku mótorhjólaleigurnar höfðu tekið þátt í. Hið sama átti við okkur frá Íslandi.

Grímur Axelsson og Axel Eiríksson við
 topp Swartberg fjallaskarðsins


Ferðin stóð í 13 daga á mótorhjólum og var búið að gera nákvæma leiðar- og upplýsingarbók þar sem hver dagur var settur upp og með öllum helstu upplýsingum. Frá Höfðaborg lá leiðin austur og var fyrsta næturstopp í Montagu Springs þar sem náttúrulegar heitar vatnsuppsprettur eru og ótrúleg náttúrufegurð.

Dagleiðirnar voru ca. 200-350 km. og voru ávalt tvær til þrjár leiðir í boði eftir því hversu krefjandi menn vildu hafa daginn. Mánuðina fyrir ferðina var búið að liggja yfir öllum vegum, slóðum og vegleysum til að setja saman hið fullkomna mótorhjólaævintýri með því besta sem Suður Afríka hefur upp á að bjóða fyrir BMW GS mótorhjól. Á þessum 13 dögum var ekið um svæðið frá Höfðaborg til Port Elizabeth og svo í átt að Höfðaborg aftur. Gera verður ráð fyrir að óhöpp og slys geti orðið þegar svo krefjandi leið er farin og fór ekki hópurinn varhluta af því. Strax á þriðja degi missti aðal leiðsögumaður ferðarinnar BMW- hjól sitt í sandvilpu er hann missti einbeitinguna eitt augnablik. Hann féll við og axlarbrotnaði. Það er því ekki úr vegi að minnast aftur á tryggingar og hversu mikilvægt er að hafa þær í lagi þegar ferðast er í útlöndum, svo að ekki sé talað um ferðalög í öðrum heimsálfum, getur verið kostnaðarsamt að þurfa að leita á sjúkrahús.

Ekki urðu fleiri beinbrot í ferðinni þó að einhverjir hefðu fengið byltur eða óvænt runnið til í sandi á grófum slóða og fengið smáskrámur. Það var aðallega stoltið sem varð fyrir hnjaski.
Allir ferðadagarnir voru einstakir og skipulagðir með þeim hætti að bjóða upp á sem mesta upplifun í akstri BMW GS við krefjandi aðstæður en með það að marki að aka um svæði í suð- austanverðri Suður-Afríku.  Má þar nefna Swartberg Pass sem er um 30 km langur fjallvegur sem liggur um svæði á heimsminjaskrá UNESCO og var lagður árið 1888 og Seweweekspoort sem er um 18km langur malarvegur sem hlykkjast um fjallaskörð með einstakri náttúrufegurð og er einnig á heimsminjaskrá UNESCO.

Tvisvar sinnum í ferðinni voru skipulagðir hvíldardagar fyrir þá sem það vildu. Þá var hópurinn tvær nætur á sama stað. Fyrra skiptið var á sjötta degi þar sem dvalið var á Addo Elephant Park sem er þriðji stærsti þjóðgarður Suður Afríku og var stofnaður 1931. Þar var farið í safaríferð og horft á ljón, sebrahesta, gíaffa, fljóðhesta og fleiri framandi dýr vera í sínu náttúrulega umhverfi. Síðari hvíldardagurinn sem boðið var upp á var níjundi dagur. Þá var gist í tvær nætur í Oudtshoorn sem er bær sem breskir trúboðar stofnuðu árið 1814.

Þeim fannst sól, hiti og svöl sundlaug ekki heillandi var boðið upp á að fara leiðina til helvítis sem heitir á frummálinu "The road to Die Hell".

Vegurinn sem er um 37km langur liggur um Swartberg-fjöllin og endar í afskekktum dal sem nefnist Gamlaskloof og er staðsettur Oudshoorn og Prince Albert. Árla var farið af stað í nokkrum minni hópum með fullann tank, mat og nóg af vatni. Þegar komið var að hinum magnaða slóða til helvítis var þar áberandi skilti sem varar fólk við veginum sem framundan væri. Ekki voru sýnileg fleiri umferðaskilti á leiðinni en svo sannarlega hefði verið þörf á því.

Jóhannes Sigurðsson, Skúli K. Skúlason,
 Eggert Árni Gíslason og Eina Halldórsson
kæla mótorfáka sína.
Við tók hápunktur ferðarinnar þar sem sandar, fjöll, dalir, fjallaskörð og stórgrýti voru allsráðandi. Þá þurfti að nota bæði huga ,hendur og fætur til að halda sér á slóðanum og móttaka fegurðina, allt í senn. Það var ljóst að hér mátti engin mistök gera sér í lagi þar sem þröngur og íllfær vegurinn hlykkjaðist um snarbrattar hlíðar fjallana en því vorum við orðnir vanir þegar hér var komið.

Þegar lagt er í ferð sem þessa skiptir undirbúningur miklu máli eins og fyrr er getið. Til dæmis er vinstri handarumferð í Suður-Afríku og getur tekið tíma að venjast henni Við Íslendingarnir tókum með okkur límmiða með rauðri ör sem við deildum með félögum okkar. Menn límdu þessa rauðu áberandi örvar á framrúðuna á mótorhjólunum til að það færi ekki á milli mála hvoru megin á veginum ætti að keyra. Það veitti ekki af því í upphafi ferðar var það líklega einhverjum til happs.

Einnig kom í ljós að rafmagnsöryggi er ekki upp á marga fiska í Suður-Afríku vegna einokunarstöðu rafmagnsfyrirtækis í landinu. Þar er jafnan slökkt á rafmagninu í þrjár klukkustundir á sólahring milli svæða og því þurfti til öryggis að taka með eigin rafgeymi.

Að leiðarlokum, að kveldi 7.mars var mikil gleði í brjóstum allra þátttakenda og einnig þakklæti fyrir frábæra þjónustu fólks og viðmót allt og ekki má gleyma að geta þess að við hinir sísvöngu fengum mjög góðan og næringarríkan mat allann tímann.  Á heimleiðinni varð okkur ljóst að eitthvað mikið hafði breyst í heiminum vegna faraldursins af völdum Covi-19 veirunnar. Við félagarnir erum þakklátir forsjóninni fyrir að hafa geta farið í þessa mögnuðu og áhyggjulausu ævintýraferð.