Mótorhjólaheimurinn

29.11.20

Captain America Mótorhjólið

 

Captain America Chopperinn úr Easy Rider

Þetta er líklega frægasta hjól heimsins.

 Og fyrst núna eftir nærri hálfa öld er verið að viðurkenna hugmyndasmiði og smiði hjólsins. Við erum auðvitað að tala um hjólið sem Peter Fonda hjólaði á í myndinni Easy Rider árið 1969. En myndin sýndi ágætlega hvernig rugli Amerísk ungmenni voru í á þessum árum. Hjólið kom  á viðurkennt uppboð nýlega, þá komu fram ýmsar upplýsingar um það sem ekki voru kunnar fyrir, og opnaði líka augu fólks fyrir því hversu áhugaverðar hugmyndir um breytingar og smíði hjóla frá þessum tíma.

Úr Kvkmyndinni Easy Rider
 Peter Fonda og Dennis Hopper

Hjól sem staðfest er, að er Captain America hjólið kom til uppboðshaldara í október síðstliðinn í Hollywood. Fljótlega var tilkynnt að hjólið hefði selst á 1.35 milljón dollara (c.a 180 milljónir íslenskra króna) sem með öllum gjöldum hefðu verið 1.6 miljón dollarar eða (212.5 miljónir ísl.) en það virðist sem salan hafi gegnið til baka.    
(svo það er kannski enn til sölu ef þið hafið enn áhuga )(innslag frá þýðanda).

Í þessari grein ætlum við ekki að upplýsa um allt það sem hægt er að Googla heldur nýju upplýsingarnar sem komu upp við þetta tækifæri.

Við ætlum ekki heldur að eyða plássi í allar vangavelturnar sem hafa komið fram á síðustu 50 árum, en stutta sagan er sem sagt að það voru smíðuð tvö Captain America hjól sem Peter Fonda var á og  tvö Billy bike sem leikarinn og leikstjórinn Dennis Hopper var á.

Sagan segir að einhverntímann eftir að búið var að taka myndina upp '68, en áður enn hún var sýnd '69 hafi einhver brotist inn hjá umsjónarmanni hjólanna sem var stunt leikari Peters og stolið þremur þeirra, en annað af Captain America hjólinu var krassað í lok myndarinnar svo það var skilið eftir. Slátrið af því var gefið einum af leikurum myndarinnar Dan Haggerty. Sagan segir að hann hafi endurbyggt hjólið ( meira að segja er talað um að hann hafi gert annað eins, en við látum aðra um að tala um það).

Það sem er aðdáunarvert, sérstaklega fyrir þá sem elska gömul hjól og sögu þeirra og virðingu fyrir þeim sem smíðuðu þau, er að Fonda skrifaði bréf til uppboðshaldaranna í nóvember eftir að hjólið fékk alla þessa athygli eina ferðina enn. Í bréfinu hrósaði Fonda hugmyndasmiðnum í hástert og uppljóstraði 46 árum eftir  að hjólið ver smíðað hver það var.

Þessi uppljóstrun kom ekki alveg öllum á óvart því auðvitað hafa alvöru grúskarar komist að þessu fyrir löngu, einn þeirra Paul d'Orleans, hann komst að því að Cliff Vaughs og Ben Hardy hefðu verið hugmyndasmiðir hjólanna. En þetta var sem sagt ekki gert opinbert fyrr en með bréfi Fonda.

Það hefur allt verið opinvert að hjólin voru keypt fyrir lítinn pening af lögregluembætti í Los Angeles á uppboði, en hvernig þau urðu að frægustu hjólum heims var alltaf á huldu.  Ýmsar getspár voru við hafðar, eina var sú að Fonda hefði sjálfur gert þau, önnur að Haggerty hefði gert þau, en í bréfinu uppljóstrar Fonda að Cliff hafi algjörlega séð um málið. Hann segir í bréfinu ,, við Dennis erum honum svo þakklátir, við vissum ekki einu sinni að hægt væri að kaupa ódýr hjól á uppboði af löggunni". ,,Með undraverðum hætti ( að okkar Dennis mati) keypti hann 4 hjól á 500$ stykkið og hannaði og smíðaði þau svo fyrir 1250$ stykkið, við vorum hæstánægðir með þá Ben. Og svo gerðu þeir bara tvö af hverju eins og ekkert væri".

Fonda víkur líka að í bréfi sínu að Cliff hafi verið rekinn úr verkefninu og þar með aldrei fengið ,,kredit" fyrir hönnunina og smíðinni. ,,En það er ekki of seint að uppljóstra um þátt þeirr Cliffs og Bens fyrir þessi einstöku hjól sem áttu stórann þátt í frægð myndarinnar''.

Billy bike

En hverjir voru Cliff og Ben?  

Ben rak mótorhjólaumboð í LA en Cliff átti sér áhugamál að smiða Choppera. ,,Gallinn við þá var að þeir voru báðir African-Americans, það gerði meira segja rebelum eins og Fonda og Dennis erfitt um vik að opinbera þá, því rasismi var enn mikið við líði á sjötta áratugnum. (vegna þessa hættu þeir meðal annars við að láta mótorhjólagegni með svörtum bikerum koma við í myndinni eins og til stóð.)

Ben var mjög þekktur meðal mótorhjólamanna, Sérstaklega svartra, en líf Cliffs var enn áhugaverðara, hann var framarlega í réttindabaráttu svartra og gerði heimildarmyndir um öryggi mótorhjólafólks í umferðinni.

Ben dó 1994 án þess að hljóta nokkurn tíma viðurkenningu fyrir hans þátt í smíði hjólanna. en Cliff lifir enn og d'Orleans fékk hann í liðs við sig þegar hann skrifaði bókina ,,The Chopper, The Real story'' Þar er öll sagan sögð.

Stolið og staðfært úr blaði AMCA af Dagrúnu #1
Úr Blaðinu Hallinn 2015

Skráðu þig á póstlistann hjá Tíunni og fáðu mótorhjólafréttir