Mótorhjólaheimurinn

31.12.20

Auglýsingar á heimasíðu Tíunnar 2021


 Nú er árið liðið og þá byrjar nýtt auglýsingaár hjá okkur.
Tían hefur undanfarin ár selt auglýsingar á Tíusíðuna www.tian.is gegn vægu gjaldi og eitt ár í senn.

Ef þið hafið áhuga á að auglýsa á tíuvefnum þá hafið endilega samband við vefstjóra í tian@tian.is


Við höfum undanfarið haft trygga auglýsendur KTM og JHM-Sport , Nitró , Kalda og fleiri, en við getum bætt við nokkrum hólfum. 

Gjaldið er mjög hóflegt fyrir árið og  er síðan með yfir 150 þúsund heimsóknir á síðustu þremur árum ,, og er það bara brot af þeim heimsóknum sem Facebooksíðan okkar fær ásamt instagram og Twitter...

Tían er sennilega einn virkasti Mótorhjólaklúbbur landsins og er sennilega með flottasta félagsheimili á norðurlöndunum og víðar, þ.e. Mótorhjólasafn Íslands. sem geymir hátt í hundrað stórkosleg mótorhjól.

Landsmót Bifhjólamanna verður haldið í sumar í Húnaveri og meðlimir klúbbsins eru að halda mótið.

 Svo auglýsendur endilega hafið samband tian@tian.is

kv Vefstjóri

Frá Torginu á Akureyri