Mótorhjólaheimurinn

19.9.20

Einhentur og ætlar að keppa í hættulegasta mótorhjólakappakstri heims.

Chris Ganley er breskur mótorhjólamaður og fyrrum hermaður sem stefnir að því að keppa í Isl of Man TT kappakstrinum. 


 Það þykir kannski ekki merkilegt eitt og sér,,,,  En það vantar á hann handlegginn,,,,,  og ætlar hann að keppa á mótorhjóli þar sem það er talsverður kostur að vera með báðar hendur á stýri. 
   Chris missti hendina rétt neðan við olboga í mótorhjólaslysi 2014 er hann keyrði á ljósastaur og endaði svo á múrvegg og var nálægt því að missa hina hendina líka. Einnig blæddi inn á heila ,féll saman lunga og hryggbrotnaði.

Ákveðinn í að keppa í TT keppninni.

TT keppnin eins og hún er oft kölluð er haldin á Eyjunni Mön milli Englands og Írlands og hefur keppnin verið haldin nánast árlega síðan 1907 að undanskyldum heimstríðöldum og nú Covid-19.
Keppnin er líklega sú hættulegasta í mótorsportinu enda ekin á þjóðvegum og í bæjum eyjarinnar og hafa 255 manns látið lífið í keppninni.


Chris ætlar að aka á breyttu R1 Yamaha sem er 1000cc og næstum 200 hestafla mótorhjóli, og mun þetta vera mikil áhætta en það er áhætta sem hann er viljugur að taka.

"Er ég slasaðis átti ég erfitt með að sætta mig við stöðuna sem ég var kominn í. Var sokkinn í djúpt þunglyndi og það að stefna á að keppa í TT hefur gefið mér tilgang og lífsvilja til að halda áfram."

"I didn't think I would be able to ride a motorcycle again - something I loved doing was denied to me."  


Chris Ganley
Ég hélt um tíma að ég myndi aldrei aka mótorhjóli framar , en eftir mikla endurhæfingu og erfiði þá gafst ég ekki upp og er byrjaður að hjóla á fullu og ná upp þreki til að keppa.

Hvernig fer hann að því að aka einhentur ?


"Ég stjórna hjólinu alveg með annari hendi á hjálpar tækja, þ.e. ég nota ekki gerfi hendi meðan ég keyri það myndi trufla stjórnhæfnina. Ég keyri mig bara undir kúpuna og ýti eða toga í stýrið til að breyta stefnunni.  En ég get ekki hallað mér út af hjólinu eins og þeir sem hafa báðar hendur.


Til að fá keppnisleyfi í TT

Þú þarft að sanna þig og til þess fá keppnisleyfi þ.e  nokkur keppnisleyfi og til þess að fá þau þarftu að keppa í hinum ýmsu keppnum og er það talsvert langur ferill að fá þau leyfi, og þegar leyfið er komið þá þarftu að sanna fyrir TT keppnishöldurunum að þú náir að keyra nógu hratt til að fá leyfi til að koma í úrtak hjá þeim.

Ég er núna kominn með hluta af leppnisleyfunum en ég vona að ég verði búinn að ná öllum í tíma og alþjóðlegt Roadrace keppnisleyfi í tíma.