Mótorhjólaheimurinn

17.9.20

Vélhjólasýning á Akureyri!

 Vélhjólasýning á Akureyri!

Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts Stendur fyrir sýningu í Toyotahúsinu við Baldursnes þann 16.júlí næstkomandi.


Sýningin er haldin til minningar um Heiðar Jóhannsson og er til styrktar Vélhjólasafni á Akureyri sem var hugmynd og draumur Heiðars

Á sýningunni verða vel á annað hundrað hjól af öllum mögulegum gerðum og eiga öll það sameiginlegt að vera með tvö hjól, nema þau sem eru með þrjú hjól.

Sýningin verður opin frá 10-19 og aðgangseyrir er litlar 1000kr fyrir þá sem hafa náð 15 ára aldri en frít fyrir þá sem ekki hafa náð þeim áfanga. Einnig eru frjals framlög alltaf vel þegin.

Á sýningunni munu hugsanlega koma fram landsfrægir skemmtikraftar en allavega koma fram einhverjir skemmtikraftar. Ýmsar aðrar uppákomur verða í boði, en ekki er vitað á þessari stundu hverjar þ´r verða og verjast forsvarsmenn allra frétta.


Dorrit komin á hjól 

Eftir skíðaófarir miklar hefur Dorrit vinkona okkar komist að þeirri niðurstöðu að að öruggara sé bara að vera á hjóli. Við ókum henni til hamingjumeð hjólið 

Tían 16.7.2007