Mótorhjólaheimurinn

28.7.20

Banna há­vær mótor­hjól

Þýska rík­is­stjórn­in fjall­ar þessa dag­ana um aðgerðir sem ætlað er að brjóta há­vær mótor­hjól á bak aft­ur. Verður akst­ur þeirra meðal ann­ars al­farið bannaður á til­tekn­um dög­um.

Allt er þetta liður í til­raun­um þýskra stjórn­valda til að vinna á hljóðmeng­un. Í þessu skyni verður svo­nefnd­um hljóðmynda­vél­um beitt um land allt.

Ætl­un­in er einnig að banna akst­ur venju­legra mótor­hjóla á til­tekn­um svæðum á sunnu­dög­um og öðrum al­menn­um frí­dög­um. Verður þessa daga ein­ung­is leyfð notk­un vél­knú­inna fáka sem ganga fyr­ir raf­magni.

Þá áform­ar stjórn­in í Berlín að veita lög­reglu heim­ild til upp­töku mótor­hjóla ef um gróft brot er að ræða með hávaða þeirra. Einnig að lög­reglu­menn fái heim­ild til að sekta knapa fyr­ir óþurft­ar­mik­inn hávaða.

Bú­ist er við að þýska þingið samþykki frum­varp um þetta efni í mánuðinum.

Til viðbót­ar þessu ætla Þjóðverj­ar að breyta lög­um um fram­leiðslu mótor­hjóla á þann veg að leyft verði að há­marki að smíða hjól sem 80 desíbela eða minni hávaði staf­ar frá. Hefði það í för með sér mun hljóðlát­ari hjól en nú eru smíðuð. agas@mbl.is

 Morg­un­blaðið | 28.5.2020