Mótorhjólaheimurinn

16.4.20

10 þúsund mílur á 125cc Súkku til Íslands

Weronika Kawaspiaz er ferðamaður frá Pólandi með  hjartað fullt af ævintýraþrá. 

Hún hefur tekið þátt í 12 þúsund mílna ferðalagi þvert yfir Ameríku á Bonneville hjóli og nú er hún á leið um Evrópu á 125cc Suzuki Van Van hjóli, já hugsið ykkur yfir 10.þúsund mílur á 125cc.
Ferðalagið hófst 6. júlí í Pólandi og þýskalandi svo þaðan til Danmerkur og svo til Íslands og Færeyja og áfram.

Weronika ferðast ein hún er óttalaus og velur oft ekki léttustu leiðirnar í þessu ævintýri sínu, hér eru skrif hennar um ferðalag sitt um Ísland.
Að láta drauma rætast getur verið erfitt. Jafnvel fyrir mig, eftir tvö stór ævintýri var þetta ekki létt. Við bíðum öll eftir hinum fullkomna tíma  , en það er alltaf eitthvað, peningar, vinna, skóli, fjölskylda ... Hinn fullkomni tími er ekki til. Það er að hrökkva eða stökkva!  Þegar við ákveðum ekki dagsetninguna verður hún örugglega „aldrei“.
Sumir spyrja mig hvernig ég fari að þessu ? Svarið er einfalt. Ég reyni að hugsa hvernig get ég látið drauma mina rætast með hlutunum sem ég hef, svo einfalt er það. 
Fólk eyðir peningum í nýjar græjur sem það mun ekki einu sinni nota í 20 mínútur eða það er að hugsa um að kaupa stærri íbúð, hús… fínan bíl… Mér finnst gaman að safna minningum… Það var sama með Riding Across Evrópa # 2 og eftir að hafa klárað Riding Across America vissi ég að það væri aðeins tímaspursmál hvenær ég myndi hoppa upp á hjólið og léti enn eitt ævintýrið byrja.

Ísland

Þegar þú kemur til Íslands veltirðu stundum fyrir þér hvort þú hafir lentir á Mars eða Tunglinu. Það er erfitt að trúa því að þú sért enn á jörðinni. Ég hef heyrt mikið um þetta land en ekkert gat undirbúið mig fyrir það sem ég þurfti að takast á við í þessu landi.

Á fyrstu klukkustundinni fraus ég.  Það var eins og einhver væri að stinga nálum í hendurnar á mér- þá meina ég miljón nálum. Á leiðini hitti ég pólskt par á reiðhjólum, í fyrra höfðu þau verið í Nordkapp, Noregi (lengsta land Evrópu) og þau sögðust ekki hafa verið eins kalt þar eins og á fyrstu klukkustundum hér. En þegar þú ert að hjóla hérna sérðu nýja fallega staði og þú gleymir fljótlega öllum óþægindum.  Jæja, þar til vindurinn reynir að blása þér út af á mótorhjólinu. Á Íslandi segja menn að ef þér líkar ekki veðrið , bíddu í klukkutíma og það mun breytast  (ferðamenn segja að bíddu í klukkutíma, það gæti versnað).
Ég var ekki heppinn því þetta var kaldasta sumarið í 30 ár. Ég var skjálfandi af kulda um nóttina í
tjaldinu mínu, jafnvel þó svefnpokinn minn væri gerður fyrir aðstæður til að lifa við hitastig sem var lægra en 3 gráður var ég varla að höndla þetta. En ég fann styrk í mér og um morguninn stökk ég upp á Súkkuna mína. Það leið vart sá dagur sem ég hugsaði , vá er ég stödd í Jurassic Park eða The Lord of the Rings.“ Útsýnið var ótrúlegt! Firðir, höf, eldfjöll með snjó á toppnum sem minna á Kilimanjaro í Afríku.    Jöklar svo nálægt vegunum ... og grasið svo grænt að skipuleggjendur Wimbledon ættu að ræða við íslenska bændur um hvernig á að hugsa um gras....

En það var langt frá því að vera bara ævintýri. Öll ævintýri líta vel út í mynd - en vindur og kuldin var að drepa mig. Einn fararstjóranna sem ég hitti sagði mér að fara frekar frá norðurlandi og stefna suður- að spáin fyrir norðurlandið væri ekki góð. Ég reyndi að heimsækja Vestfirði en eftir að hafa farið framhjá 100 húsbílum sem stefndu á gagnstæða átt og barist við vindinn (32 mph) ákvað ég að fara til baka eftir að hafa hjólað um 70 mílur. Það var góð ákvörðun - tveimur dögum seinna hitti ég hjólreiðamann sem sagði mér að það hafi byrjað að snjóa á Norðurlandi. Það var enginn dagur sem ég hugsaði ekki um, hvað í andskotanum er ég að gera?  Ég ætti að vera í hlýjuni heima í sófanum, ekki að hjóla um þetta brjálaða land.  
En eftir allt þetta , þá sé ég ekki eftir því. Það var vel þess virði að sjá Ísland, sérstaklega með útsýnið af mótorhjóli.  Ísland er einn af síðustu stöðum í heiminum þar sem náttúran vinnur með mönnum. Ísland er svo villt og strjábýlt að manni líður eins og Easy rider… og það er þess virði… það er virkilega þess virði! “

Fylgist með Weroniku á ferðalagi Riding Across World

Þýðning: FJÓ


Follow Weronika on her Riding Across World facebook