Mótorhjólaheimurinn

6.12.18

Vinnudagar á Mótorhjólasafni í janúar.


Eins og þeir sem til þekkja þá er hið stórglæsilega Mótorhjólasafn okkar á Akureyri ekki alveg tilbúið, og hafa félagsmenn í Tíunni sem og aðrir veitt ómetanlega hjálp við uppbyggingu á safninu, hvort sem er í formi styrks eða vinnu.

Mótorhjólasafnið Akureyri
Núna í janúar ætlum við að fara að hafa fleiri vinnukvöld á safninu því að það er svolítið eftir að klára bæði í norðurandyri hússins stigagangi og efri hæð.

Flíslagning er nokkuð á veg komin í miðsalnum og á gangi og stiganum en það vantar lokahnykkinni í að klára flísalagninguna.

Um miðjan janúar ætlum við sem,sagt að boða til vinnukvölda og eru félagsmenn hvattir til að mæta og hjálpa því margar hendur vinna létt verk... 

Þessi síðasti hluti hússins gæti nefnilega verið dágóð tekjulind fyrir húsið þar sem hægt verður að leigja þann hluta út til funda og annara viðburða td til að halda fermingarveislur.


en þangað til í janúar ....

Gleðileg jól ...