Mótorhjólaheimurinn

2.12.17

Búið að malbika við Mótorhjólasafnið....


Þar kom að því

Við náðum þeim áfanga að malbika planið fyrr í mánuðinum. Þetta á eftir að stórbæta alla aðkomu að safninu og gestir okkar þurfa ekki lengur að klöngrast eftir mölinnni.

Við viljum þakka Uppbyggingarsjóði norðurlands eystra sem styrkti okkur til verksins síðastliðið vor.
  Eins eru það  verktakarnir sem unnu verkið, GV gröfur sem sá um alla undirbúningsvinnu. KM malbikum sem keyrði og lagði malbikið og Norðurbik sem útvegaði malbikið.  Allir þessir verktakar eiga hrós skilið sérstaklega þegar kom að reikningsgerð, því við náðum aldeilis góðum samningum við þá alla.

Frétt fengin af facebooksíðu Mótorhjólasafn Íslands