Mótorhjólaheimurinn

7.12.17

„Það er mikið af heiminum eftir“


 Þegar við kynntumst var það nokkuð ljóst að þetta var áhugamál númer eitt, tvö og þrjú og ég sá að ef þetta samband ætti að eiga einhverja framtíð þá varð ég bara að vera með,“ segir Unnur Sveinsdóttir, en hún og maður hennar, Högni Páll Harðarson hafa ferðast um heiminn þveran og endilangan á mótorhjólum. Að austan á N4 heimsótti þau á dögunum.




Þau Unnur og Högni hafa farið í mörg ferðalög saman á hjólunum en það lengsta spannaði 147 daga og 30600 kílómetra, gegnum 20 lönd.

„Bjútíið við þessa ferðamennsku finnst mér líka vera að byrja daginn á því að pakka saman draslinu sínu og koma því fyrir á þessum litla farskjóta – svo purrar maður á stað út í daginn og maður veit ekkert hvert maður er að fara eða hvað bíður manns,“ segir Högni.

„Gæði fólksins,“ svara þau, aðspurð að því hvað hefur komið þeim mest á óvart á flakkinu. „Það er nákvæmlega sama hvar maður er niðurkominn, það er alltaf þetta sama – fólk er allsstaðar það sama, að fást við sömu hluti, bara á öðrum forsendum. Það er alltaf einhver tilbúinn að hjálpa,“ segir Högni.




Austurfrett.is
Höfundur: Kristborg Bóel Steindórsdóttir •
Skrifað: 07. desember 2017.