12.1.21

BMW mótorhjól ekki ábyrgt fyrir 20 mánaða standpínu

BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. 

Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010.

Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði.

Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun.

Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara.

Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is






Ævintýraferð til Ekvador (2 Kafli)

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Annar kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

2. júní

Fruithaven og nágrenni

Fruithaven er félagsskapur fólks sem er hrávegan eða aðhyllist skylt mataræði. Matti er t.d. frutarian og borðar nánast eingöngu ávexti. Félagsskapurinn skipuleggur uppkaup á landi sem hefur verið rutt til akruyrkju og ræktar upp ávaxtaskóga. Landinu er skipt upp í svæði sem fá númer, t.d. erum við staddir á Fruithaven I en verið fleiri samsvarandi svæði eru í uppbyggingu. Hverju svæði er svo skipt upp í skika þar sem er samfélagssvæði og skikar fyrir einstaklinga. Á samfélagssvæðinu er aðstaða er fyrir ræktun græðlinga og þessháttar auk svæðis til ræktunar í þágu samfélagsins. Þar er einnig samfélagshús þar sem sjálfboðaliðar geta fengið herbergi til að búa í.


Ég hóf daginn á göngutúr um svæðið á meðan Matti fór í gegn um morgunrútínuna sína og hér koma nokkrar myndir af svæðinu. Samfélagshúsið er á myndinni fyrir neðan.

Í dag var stefnan tekin á ávaxtamarkaðina í Gualaquiza og El Pangui. Fyrsta mál á dagskrá var að koma hjólinu aftur yfir hengibrúnna. Það er ekki heiglum hent að keyra svona tryllitæki á þessum blautu og hálu moldarstígum og svo var að koma græjunni upp á brúna. Ég hélt að það yrði ekkert mál, en bleytan var til vandræða.

11.1.21

Ævintýraferð til Ekvador

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Fyrsti kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

Ég ákvað á vormánuðum 2019 að heimsækja frumburðinn sem býr í Ekvador og nota tækifærið og skoða þessar framandi slóðir í leiðinni. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin hófst undirbúningur. Margt var skoðað og pælt en á endanum varð sá ferðamáti ofan á, sem ég hef alltaf verið spenntur fyrir, að vera á mótorhjóli.

______________________________________________________________

Undirbúningurinn

Mars, apríl og maí.

Það er að mörgu að huga þegar ferðast er til framandi landa. Það þarf að verja sig fyrir landlægum sjúkdómum og slíku og ég fór því í viðeigandi sprautur. Svo er að skipuleggja ferðalagið og ákveða ferðamáta. Ég skoðaði ótal youtube myndbönd um ferðalög í landinu og mér varð fljótlega ljóst hvaða ferðamáti höfðaði mest til mín. Það var bara himinn og haf á milli þess að horfa á þessar ferðalýsingar í rútum og bílum annarsvegar og á mótorhjólum hins vegar. Ég ákvað því að setja mig í samband við mótorhjólaleigur sem sjá um að skipuleggja mótorhjólaferðir í landinu. Ég endaði á að velja aðra af tveimur sem voru geinilega með mikla reynslu af svona ferðum og bjóða upp á bæði ferðir með leiðsögumanni og einnig ferðir þar sem ökumenn fá fyrirfram ákveðna leiðarlýsingu í GPS og öll gisting pöntuð fyrirfram. Hjólinu fylgdi sérstakur neyðarsími þar sem hægt var að hafa samband við einhvern hjá leigunni allan sólarhringinn ef á þyrfti að halda. Ég vildi þó ekki binda mig við fast ferðaplan allan tímann þannig að ég samdi við þá að þeir skipulegðu ferðina fyrstu þrjá dagana og ég sæi svo um restina sjálfur.


Ég hafði sem ákveðið að ferðamátinn í Ekvador yrði mótorhjól, en það var aðeins einn galli á þeirri ákvörðun. Ég var ekki með mótorhjólapróf. Ég setti mig því í samband við kennara í mars og fékk þær upplýsingar að verkleg kennsla á mótorhjól hæfist ekki fyrr en í maí. Ég gæti hins vegar tekið bóklega námið og námskeið væru aðgengileg á netinu. Þegar ég sagði kennaranum frá áformum mínum sagði hann að við yrðum þá að drífa þetta af sem fyrst eftir að kennsla hæfist því það tæki allt að þrjár vikur að fá ökuskírteini!


Ökunámið gekk hratt og vel. Strax eftir prófið dreif ég mig og sótti um skírteini til að þurfa nú ekki að vera með bráðabirgðaskírteini á ferðalaginu. Ég var eitthvað að spyrjast fyrir um afgreiðslutímann þegar sú sem afgreiddi mig upplýsti mig um að

8.1.21

Vetrargeymslan

 Hvað veldur því að fólk taki þá Ákvörðun að geyma hjólin sín úti á veturna? Er það virkilega svo að ekki sé möguleiki að finna 4-5 fermetra til að stinga greyjunum inn í c.a. 6 mánuði?  Er Harleyinn ekki lengur þetta sérstaka verðmæta mótorhjól  sem þarf að varðveita?

Maður hefur jú í gegnum árin séð ýmis faratæki og þar á meðal mótorhjól liggja hingað og þangað um bæina grotnandi niður í öllum veðrum og vindum. Kannski er maður svona samasaumaður að manni finnst að það þurfi að varðveita hvert og eitt mótorhjól á landinu, allt sé gull og ekkert megi leggjast til hvílu. Ófá hjólin eru því miður að fara í partamat eftir að þau hafa lent í miklu tjóni svo manni finnst það vera nógu mikil afföll. Það er nú bara einhvernveginn þannig að með árunum hefur áhuginn hjá manni á mótorhjólum sem betur fer vaxið og ekki ósjaldan að maður ræði gamla tíma við hjólafólk og það hvernig hjólamennskan var hér áður fyrr og hvernig hún verði í framtíðinni. Tala ég nú ekki um þegar það á að fara opna jafnvel tvö mótorhjólasöfn hér á landi, eitt fyrir norðan í minningu Heidda heitins og annað í þykkvabæ þar sem Dagrún #1 ræður ríkjum. Fyrir næstum 2 árum var 100 ára afmæli mótorhjólsins fagnað á íslandi, og nú oftar í tengslum við söfnin talar fólk um að varðveita þurfi hvert mótorhjól til að geyma söguna.

Fyrir nokkrum árum var ég dálkahöfundur á Sniglavefnum og skrifaði þá grein um geymslu á mótorhjóla á veturna. Þá hafði ég séð tvö hjól standa úti í snjónum í höfuðborginni (gamlann Yamaha Virago og gamla Hondu CMX að mig minnir). Var ég temmilega pirraður yfir að þessir eigendur skyldu gera þetta.

Og svo í þessu öllu saman hélt maður einhvernveginn að Harley Davidson væru bæði svo sérstök og verðmæt hjól, og að eigendur þessara hjóla væru orðnir það meðvitaðir mótorhjólaaðdáendur að maður myndi aldrei þurfa að horfa uppá eitt slíkt liggja undir skemmdum. 

Svo varð hinsvegar raunin þegar einn meðlimur H-Dc Ice hringdi í mig og sagði mér frá því að hann hefði séð eitt Harley úti í snjó við götu eina utan höfuðborgarinnar og væri allt að ryðga.  Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og hélt kannski að hann væri að grínast í mér eða hefði kannski ruglast á Harley og einhverju  Jap....:o). Þetta varð ég bara að sjá. jú viti menn þarna stóð það, orðið mjög ílla farið og ofan á allt saman stóð það fyrir utan bílskúr!! Fjandinn hafi það, það má vera mjög vermætt það sem tekur  allt plássið í þessum skúr. Ég gat ekki setið á mér og smellti nokkrum myndum af því.

Já lesendur góðir, ég þekki eigandann af þessu hjóli en hann ætti klárlega að hugsa sig um hvort hann ætti yfir höfuð að eiga mótorhjól, hvað þá Haræey Davidson, það er allavega mín skoðun.

Varðveitum íslensku hjólin og söguna.
Sævar Bjarki Einarsson #2
Úr fréttabréfinu Hallinn 2007

5.1.21

Bíl­skúr sem er á mörk­um þess að vera höll





Á flest­um heim­il­um er bíl­skúr­inn rými sem geng­ur illa að halda í röð og reglu, og sá staður sem helst er reynt að koma í veg fyr­ir að gest­ir fái að sjá. En þegar vin­ir og ætt­ingj­ar kíkja í heim­sókn til Guðmund­ar Árna Páls­son­ar og Maríu Höbbý setja þeir yf­ir­leitt stefn­una beint á bíl­skúr­inn, enda ein­stök upp­lif­un að koma þangað inn. Þau hjón­in hafa það m.a. fyr­ir sið að halda mikla veislu í bíl­skúrn­um á milli jóla og ný­árs og seg­ir Guðmund­ur að ef hann dragi það of lengi að bjóða fólki í gleðskap­inn fari marg­ir að ókyrr­ast og hafi sam­band að fyrra bragði ef ske kynni að gleymst hefði að bjóða þeim.

Ef les­end­ur skyldu eiga erfitt með að ímynda sér hvernig rúma má fjöl­menn­an gleðskap í ein­um bíl­skúr, þá hjálp­ar til að bíl­skúr Guðmund­ar og Maríu er senni­lega með þeim stærri sem finna má hér á landi: „Uppi er tvö­fald­ur bíl­skúr, um 60 fer­metr­ar að stærð, og hægt að færa öku­tæki með bíla­lyftu niður í kjall­ar­ann sem er um 150 fer­metr­ar,“ seg­ir Guðmund­ur. „
Kjall­ara­rýmið er brotið upp af burðar­veggj­um svo ég get ekki nýtt það allt und­ir bíla, en samt rúm­ast með góðu móti tveir bíl­ar niðri og tveir uppi, auk þess að ég er með rými fyr­ir mótor­hjól, pool-borð, pílu­spjald og stórt sjón­varp. Strák­arn­ir okk­ar og vin­ir þeirra eru dug­leg­ir að nota pool- og sjón­varpsaðstöðuna.“

Bíl­skúr­inn er slík undra­ver­öld að blaðamaður veit ekki hvar á að byrja. Guðmund­ur starfar sem múr­ari og hef­ur vandað sig við að skapa fal­lega um­gjörð utan um öku­tæk­in. Þannig eru all­ir vegg­ir flísa­lagðir og á gólf­um eru vandaðar am­er­ísk­ar bíl­skúrs-gólf­flís­ar. Þá eru vegg­irn­ir skreytt­ir með vara­hlut­um, ljós­mynd­um og vegg­spjöld­um og hef­ur Guðmund­ur það fyr­ir reglu þegar fjöl­skyld­an ferðast út í heim að kaupa eitt­hvað skemmti­legt fyr­ir skúr­inn.

Lyft­an í bíl­skúrn­um er síðan al­veg ein­stök, sér­smíðuð af fé­laga Guðmund­ar sem er stálsmiður. „Ég fékk skipa­smíðastofu til að teikna hana upp fyr­ir mig og síðan var hún sett sam­an úr laser-skorn­um pört­um,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að hönn­un­in sé út­hugsuð og m.a. hægt að nota lyft­una sem nokk­urs kon­ar gryfju ef vinna þurfi í und­ir­vagni bíls. „Til viðbót­ar við lyft­una er lok sem leggst yfir opið í gólf­inu svo að nota megi stæðið hvort sem lyft­an er í efstu stöðu eða lægstu stöðu, og glu­ssa­tjakk­ar notaðir til að hreyfa bæði lok og lyftu.“ Tek­ur rétt rúm­lega tvær mín­út­ur að flytja öku­tæki úr kjall­ar­an­um upp í sjálf­an bíl­skúr­inn og er búnaður­inn ein­fald­ur í um­gengni, að sögn Guðmund­ar.

Kem­ur alltaf að bíl­skúrn­um eins og skilið var við hann


Guðmund­ur og María eru sam­rýnd hjón og kallaði það ekki á nein­ar samn­ingaviðræður að fá að hafa bíl­skúr­inn eins og hann er. Bæði eru hjú­in með bíla- og mótor­hjóla­dellu og áður en börn­in komu til sög­unn­ar mátti oft sjá þau Guðmund og Maríu á spani á mótor­hjóli um landið, hann við stýrið og hana aft­an á. Í dag eru þau lík­legri, þegar veðrið er gott á sumr­in, að halda af stað með hjól­hýsi í eft­ir­dragi eða ein­fald­lega taka rúnt um bæ­inn á ein­um af kögg­un­um sem þau hafa fjár­fest í. Á heim­il­inu eru tveir for­láta Ford Mu­stang, Chevr­olet Camaro og Porsche auk svo margra mótor­hjóla að Guðmund­ur þarf að hugsa sig um á meðan hann tel­ur þau fyr­ir blaðamann.


„Camar­oinn átti ég fyr­ir löngu og ók hon­um í sjö eða átta ár og seldi svo frá mér. Hann kom síðan aft­ur á markaðinn fyr­ir nokkru svo ég keypti hann til baka,“ seg­ir Guðmund­ur og upp­lýs­ir að til standi að taka gamla Chevr­olet­inn í gegn og end­ur­nýja með inn­vols­inu úr 2017 Camaro sem pantaður var frá Banda­ríkj­un­um. Áður hef­ur Guðmund­ur gert upp frá grunni for­láta 1969 Ford Mu­stang, og sam­hliða því að dytta að bíl­un­um hef­ur hann það fyr­ir áhuga­mál að gera við göm­ul mótor­hjól.


Spurður hvernig það fari sam­an við starf múr­ar­ans að verja löng­um stund­um í bíl­skúrn­um seg­ir Guðmund­ur að á þeim tím­um árs sem ró­legra sé í vinn­unni sé ágætt að geta komið að bíl­skúrn­um ná­kvæm­lega eins og var skilið við hann og haldið verk­efn­um þar áfram þar sem frá var horfið, enda eng­in hætta á að bíl­skúr­inn og vinnusvæðið fyll­ist af drasli. „Þegar ég lýk vinnu við eitt mótor­hjólið byrja ég á öðru, og svo hef­ur gamli Mu­stang­inn haldið mér við efnið, en hann fékk ég í hend­urn­ar í pört­um fyr­ir þrem­ur árum.“


Gam­an er að segja frá því að áhug­inn á bíl­um og mótor­hjól­um virðist ætla að smit­ast til drengj­anna þriggja sem Guðmund­ur og María eiga, þótt hann komi fram með öðrum hætti en hjá for­eldr­un­um. Elsti son­ur­inn er átján ára en hinir enn á grunn­skóla­aldri. „Þegar vin­ir þeirra koma í heim­sókn finnst strák­un­um gam­an að sýna þeim bíl­skúr­inn, en samt líta þeir meira á bíla sem sam­göngu­tæki en nokkuð annað. Haf­andi al­ist upp í þessu um­hverfi er ekki laust við að þeim þykir flott­ir bíl­ar sjálf­sagður hlut­ur og kannski ekki eins rosa­lega spenn­andi fyr­ir vikið. Ég fékk aft­ur á móti áhuga á bíl­um og mótor­hjól­um ung­ur að árum þegar ég ólst upp í Vest­manna­eyj­um og hef­ur áhug­inn bara auk­ist með aldr­in­um.“


Morgunblaðið 18.2.2020

Ásgeir Ingvars­son

as­geiri@mbl.is


4.1.21

Hringfarinn

Þvert yfir Ameríku

Íslenskir heimildarþættir um ferðalög hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur. Kristján sem fór hringinn í kringum jörðina á mótorhjóli snýr aftur á hjólið og í þetta sinn er Ásdís Rósa konan hans með í för. Í tilefni af 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra ferðuðust þau þvert yfir Bandaríkin um 18 fylki á fimm vikum. Á ferðalaginu upplifðu þau stórkostlega náttúru, sögufræga staði og fjölbreytta flóru mannfólksins. Á leiðinni tóku þau fjölda ljósmynda, myndbanda og héldu nákvæma dagbók sem hér er veitt innsýn í. 

Bif­hjóla­fólk þarf að hugsa fyr­ir tvo

Verk­leg mótor­hjóla­kennsla fer yf­ir­leitt ekki af stað fyrr en í byrj­un sum­ars enda þarf að vera til­tölu­lega hlýtt úti ef nem­end­um á ekki að verða kalt við kennsl­una. Þetta seg­ir Grét­ar Viðars­son, öku­kenn­ari hjá Ekli.


„Hinn dæmi­gerði nem­andi sem kem­ur til mín til að læra á mótor­hjól er karl­kyns og í kring­um þrítugt en hóp­ur­inn er samt mjög fjöl­breytt­ur, nem­end­ur á öll­um aldri og tölu­vert af kon­um en elsti mótor­hjóla­nem­andi minn var orðinn hálf­sjö­tug­ur.“

Bók­lega og verk­lega námið er ekki svo dýrt og áætl­ar Grét­ar að hjá þeim öku­skól­um sem bjóða upp á bif­hjóla­kennslu sé heild­ar­kostnaður nem­enda í kring­um 150.000 kr. Námið er mis­langt eft­ir því hvers kon­ar öku­rétt­indi nem­end­ur hafa þegar öðlast og geta t.d. þeir sem hafa bíl­próf sleppt hluta af bók­lega nám­inu.

Bif­hjóla­rétt­ind­um er skipt í nokkra flokka: „Til að aka létt­um bif­hjól­um í flokki 1 þarf ekki að ljúka sér­stöku öku­námi og aðeins gerð krafa um að ökumaður sé orðinn 13 ára,“ seg­ir Grét­ar en í flokk 1 falla vél­knú­in öku­tæki á tveim­ur eða þrem­ur hjól­um sem ná að há­marki 25 km/​klst. hraða.

Næst kem­ur flokk­ur AM sem leyf­ir akst­ur mótor­hjóla með allt að 50 cc vél og há­marks­hraða allt að 45 km/​klst. „Til að fá AM-rétt­indi þarf fólk að hafa náð 15 ára aldri, taka 12 kennslu­stund­ir af bók­legu námi, 8 verk­leg­ar kennslu­stund­ir og þreyta próf,“ út­skýr­ir Grét­ar en þeir sem ljúka venju­legu bíl­prófi fá einnig AM-rétt­indi án frek­ari þjálf­un­ar eða prófa.

Rétt­indi til að aka stærri bif­hjól­um skipt­ast í þrjá flokka: A1, A2 og A. Hverj­um flokki fylgja viss ald­urs­skil­yrði og tak­mark­an­ir á því hversu afl­miklu mótor­hjóli má aka. Bók­lega námið fyr­ir flokka A2 og A er 24 stund­ir en nem­end­ur með B-öku­rétt­indi fá 12 stund­ir metn­ar. Fyr­ir A1-rétt­indi þarf að ljúka 5 klst. af verk­legri kennslu en 11 stund­um fyr­ir A2- og A-rétt­indi en hægt er að fá 5 stund­ir metn­ar ef nem­andi hef­ur þegar fengið A1-rétt­indi.

Lág­marks­ald­ur fyr­ir A1-rétt­indi er 17 ár og fyr­ir A2-skír­teinið er miðað við 19 ára ald­urslág­mark. Loks þurfa nem­end­ur að vera orðnir 24 ára til að fá A-skír­teini. „Und­an­tekn­ing frá þessu er að ökumaður sem hef­ur verið með A2-skír­teini í tvö ár get­ur tekið próf til að fá A-skír­teini þó hann hafi ekki náð 24 ára aldri,“ út­skýr­ir Grét­ar.

A1-flokk­ur nær yfir mótor­hjól með slag­rými allt að 125 cc, A2-flokk­ur miðar við afl allt að 35 kw og allt að 0,2 kw/​kg en hand­höf­um A-skír­tein­is er frjálst að aka eins kröft­ugu hjóli og þeim sýn­ist.

Sýni mikla aðgát


Það er ekki að ástæðulausu að mótor­hjóla­rétt­indi skipt­ast í ólíka flokka og að öku­menn verði að ná viss­um aldri til að fá að aka afl­mestu mótor­hjól­un­um. Kraft­mikið mótor­hjól kall­ar jú á vissa fimi og líka ákveðinn þroska enda get­ur glanni og gúmmítöffari á mótor­hjóli bæði slasað sjálf­an sig og aðra. Að því sögðu þá þykir Grét­ari það leiðin­leg mýta að mótor­hjól þyki hættu­leg far­ar­tæki. „Bif­hjól verður ekki hættu­legt fyrr en því er ekið óvar­lega og ekki í sam­ræmi við aðstæður. Það er und­ir öku­mann­in­um sjálf­um komið hversu hættu­lega eða ör­ugg­lega hann ekur.“

Bif­hjóla­menn þurfa að temja sér sér­staka aðgát og seg­ir Grét­ar oft sagt að öku­menn mótor­hjóla verði að hugsa fyr­ir tvo: bæði fyr­ir sig og fyr­ir aðra veg­far­end­ur. „Mun­ur­inn á því að aka mótor­hjóli og bíl er að ökumaður mótor­hjóls er óvar­inn í árekstri. Því miður vill það ger­ast að aðrir öku­menn sjá ekki aðvíf­andi mótor­hól eða van­meta fjar­lægð og hraða hjóls­ins og t.d. aka í veg fyr­ir mótor­hjólið á gatna­mót­um. „Á mótor­hjóli þarf fólk að temja sér að vera stöðugt á varðbergi og meðvitað um hvar vara­sam­ar aðstæður gætu skap­ast.“

Að því sögðu þá er ekki neitt sér­stak­lega erfitt að læra að aka mótor­hjóli og seg­ir Grét­ar að nem­end­ur þurfi yf­ir­leitt ekki fleiri verk­lega tíma en lög kveða á um. „Það sem helst er verið að þjálfa í verk­legu tím­un­um er að stjórn­un hjóls­ins verði ósjálfráð svo ökumaður þurfi ekki að hafa hug­ann sér­stak­lega við það að skipta um gír með fæt­in­um eða gefa inn og bremsa með hönd­un­um.“

Kennsla og próf­taka fara fram á mótor­hjóli öku­skól­ans og hægt að fá lánaðan hlífðarbúnað. „Það er samt æski­legt að nem­end­ur hafi a.m.k. fjár­fest í eig­in hjálmi og við hefj­um ekki æf­inga­tíma öðru­vísi en að nem­andinn sé klædd­ur í al­menni­leg­an hlífðarfatnað frá toppi til táar,“ seg­ir Grét­ar.


Mbl.is
1.7.2020