25.11.20

Fyrsta mótorhjólið hans Heidda endurheimt úr steypufangelsi eftir 50 ár

Tommi og Jón Dan ásamt fleirum . Endurheimtu í dag gamalt mótorhjól sem af einhverjum ókunnum ástæðum var steypt inn í stiga á gömlu húsi á eyrinni á Akureyri í dag. 
Tommi mölvar vegginn sem hjólið var á bakvið

Hjólið er líklega af gerðinni
Göricke Bielefeld Domino (ILO-FP-50 1955 

Hjólið er víst fyrsta mótorhjólið sem Heiðar Þ Jóhannsson (Heiddi #10) átti og er af gerðinni Göricke Bielefeld. 

  Hann gaf það vini sínum Þórarinn Sigurbjörnsyni hjólið árið 1967 en þá var Heiddi 14 ára en Þórarinn 11 ára. En þá bjó Þórarinn í húsinu sem hjólið var steypt inn í.  Svo flutti hann úr bænum, og svo þegar hann kom að vitja hjólsins þá var búið að steypa hjólið inni með öllu sem því fylgdi.

Göricke Bielefeld
50cc
Ekki er vitað hvers vegna hjólið var steypt inni.

Húsið sem brann í fyrra er ónýtt , og nýttu safnmenn sér tækifærið og fengu að hirða hjólið sem slapp við brunan í steinkistunni sinni.

Hjólið komið inn á safn.

Heimildir og myndir af frétt Ruv í kvöld.

22.11.20

Síðasta keppni ársins í MotoGP fór fram í dag.


Portugalinn Miguel Olivera var á heimavelli í dag þegar hann vann sína aðra keppni í Motorgp í dag á KTM.

Hann var algerum sérflokki í dag leiddi keppnina frá upphafi og stakk strax af og hélt svo bara 4-5 sekunda forskoti þar til keppninni lauk.

Nýkrýndur heimsmeistarinn hætti keppni.

Suzuki  ökumamaðurinn Joan Mir var ekki að finna sig í Portugal í dag og hættu báðir ökumenn Suzuki liðsins keppni eftir bilanir í hjólunum.  Það kostaði Suzuki liðið sæti í keppni framleiðanda því Ducati sigraði keppni framleiðanda þetta árið eftir góð úrslit í dag.

Baráttan í dag stóð aðalega um annað sætið enda beindust myndavélarnar aðalega að þeim, því  Jack Miller sem ekur Ducati hélt sér í þriðja sætinu nánast alla keppnina þar til í lokin þar sem laumaði sér framúr Franco Morbidelli (Yamaha) sem hafði verið með annað sætið frá upphafi.

Þriðja sætið dugði Franco Morbidelli (Yamaha) til að verða annar í heildarstigum eftir heimsmeistaranum Joan Mir (Suzuki)

Topp 3 í dag.

1Portugal Miguel OliveiraKTM 
2Australia Jack MillerDucati3.193
3Italy Franco MorbidelliYamaha3.298

 
Lokastaðan