16.11.20

Í tilefni af minningardegi um fórnalömb umferðaslysa 15 nóv




 
Tókum út tvö hjól og viðruðum aðeins 

Óskar á Skagaströnd gangsetti hallann sinn,,,
hann fór í gang þó hann hafi ekki alveg verið
höktlaus á gömlu bensíni. 
 





15.11.20

Suzuki og Joan Mir Heimsmeistarar í MotoGP


Sjöunda sætið í dag dugði til fyrir Suzuki ökumanninn Joan Mir til að tryggja sér og Suzuki heimsmeistaratitilinn í Motogp á Valenciabrautinni í dag.

Er þetta eftirtektarvert þar sem Joan Mir er bara á sínu öðru tímabili í MotoGP en fimmta í heildina í öllum flokkum.

Suzuki hefur ekki unnið titlinn í Moto GP í 20 ár svo þar ríkir einnig mikil gleði.

Ein keppni er eftir af tímabilinu og verður hún í Portugal á sunnudaginn 22 nóvember.







13.11.20

Mótorhjólamyndin í kýrauganu



 Í grúski bílablaðamanns Fréttablaðsins um gömul mótorhjól, kemur stundum eitthvað skemmtilegt upp úr dýpi liðinna daga. Ég hafði rekist á frásögn um Ossian Westlund og „tvíhjólabifreið“ hans frá því um 1920 á yfirferð um netið og ákvað að setja mig í samband.

Afabarn hans, Súsanna Rós Westlund, varð fyrir svörum og fljótlega kom í ljós að mynd væri til af karlinum. „Sú mynd er í kýrauga úr messing, ótrúlega flott mynd,“ sagði hún. Fékk ég ljósmynd af myndinni senda og sá þá að um mjög gamalt hjól var að ræða. Hjólið á myndinni er Excelsior Model 7-C, skráð 8 hestöfl, eins og slegið var upp í auglýsingum fyrir hjólið. Í gömlum skráningarpappírum frá 1922 kemur fram að til hafi verið átta hestafla Excelsiorhjól fram til ársins 1921, með grindarnúmerið 96061. Það þýðir að það var framleitt 1914-15, sem passar við hjólið á myndinni og er því um elsta mótorhjól sem til er á mynd hérlendis að ræða.

Excelsior mótorhjólin voru hraðskreiðustu og áreiðanlegustu hjólin í Bandaríkjunum á sínum tíma og unnu meðal annars tvær fyrstu Cannonball þolaksturskeppnirnar. Excelsior V2 með 61 kúbiktommu vél eins og þetta, var fyrsta framleiðslumótorhjólið til að ná 100 mílna hraða árið 1912. Árið 1914 var hjólið komið með tveggja gíra kassa og blaðfjöðrun að framan eins og sést á þessu hjóli. Þriggja gíra kassi kom árið 1915 en því miður sjáum við ekki á myndinni hvort hann sé í hjólinu eða ekki. Árið 1921 keypti Excelsior Henderson merkið og þar með voru dagar þessa V2 mótors taldir.

Ossian Westlund veifar kumpánlega til ljósmyndarans gegnum kýraugað.
Súsanna sagði einnig að til væri gömul grein um afa hennar og mótorhjólið. 

Í Morgunblaðinu þann 13. mars 1931 er fjallað um Westlund. Þar er meðal annars minnst á bifhjólið og sögu tengda því. Við grípum niður í frásögn Morgunblaðsins um mótorhjólið. 

„Svo var það einn góðan veðurdag, að maður var á bifhjóli inn við Elliðaár. Hjólið datt í árnar. Það skemmdist. Eigandinn fjekk ekki gert við það og seldi það fyrir hálfvirði en Westlund keypti. Bifhjól eru merkilegir gripir. Það fanst Westlund. Hann plokkaði hjólið alt í sundur ögn fyrir ögn, og einkum þó hreyfilinn. Af því lærði hann margt. Margar tilraunir gerði hann. En að því kom að bifhjólið var sem nýtt og Westlund settist á bak, margfróðari um hreyfla og hjól, en er hann byrjaði. Ári seinna fór hann í skemmtiferð um Noreg og Svíþjóð á hjólinu. Hann seldi það í Málmey nokkur hundruð krónum dýrara en hann hafði keypt það.“

Í einkasafni í Helsingborg í Svíþjóð má meðal annars finna safn mótorhjóla sem nú er reyndar lokað, þar sem erfingjar eru að selja safnið. Meðal gripa þar er Excelsior mótorhjól af sömu árgerð, einnig með hliðarvagni og sams konar ljóskeri. 

Leiða má líkur að því að um sama hjól sé að ræða, en framtíðin mun vonandi leiða það í ljós.

Njáll Gunnlaugsson 
Fréttablaðið 4.11.2020

3.11.20

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

 

Umferðin og athyglisþjófarnir

Endurbirt grein úr Bændablaðinu frá 2017

Í mínu daglega starfi þvælist ég um nágrenni höfuðborgarsvæðisins ýmist á litlum sendibíl eða litlum vörubíl í vinnu sem kallast vegaaðstoð N1 og sinni ýmsum erindum í vegköntum og á bílaplönum.


Sama hvert er farið er umferðin að mínu mati komin töluvert yfir þau þolmörk sem vegakerfið þolir. Á nokkrum stöðum einfaldlega þori ég ekki að veita aðstoð nema að fá lögreglu í lið með mér með blá blikkandi ljós til að veita mér vernd svo að líf mitt sé ekki í stórhættu.

Ártúnsbrekka og Miklabraut eru þeir staðir sem ég hræðist mest því það er eins og að ökumönnum sé fyrirmunað að hægja aðeins á sér þegar þeir sjá gulblikkandi vinnuljósin á bílnum hjá mér.

Fyrir nokkru þurfti maður aðstoð til að skipta um framdekk á vörubíl á Miklubrautinni á háannatíma. Með góðri aðstoð frá lögreglumanni á mótorhjóli sem lagði hjólinu fyrir aftan bílinn, gekk verkið fljótt og slysalaust fyrir sig.

Að verki loknu spurði bílstjórinn á vörubílnum mig hvort ég hafi tekið eftir því að nánast allir sem óku framhjá okkur hafi verið í símanum. Ýmist að taka myndir af okkur eða að skoða eitthvað í símanum á ferð. Ég svaraði að þessi símanotkun væri það sem skelfir mig mest af öllu í umferðinni.

Fyrir nokkrum dögum ók ég upp Ártúnsbrekkuna og sá lítið samstuð tveggja bíla, stoppuðu báðir

2.11.20

Endurbætur á umferðarlögum og nýjar reglur um skráningu rafdrifinna ökutækja vekja furðu innanlands og utan:

 Sala rafdrifinna léttra tví-, þrí-, fjórhjóla og jafnvel leikfangabíla er í uppnámi



– Nýju reglurnar eru sagðar mikil áhrif og valda kostnaðarauka fyrir börn, fullorðið fólk, aldraða og hreyfihamlaðra.

Um síðustu áramót tóku gildi nýjar reglur samkvæmt lögum um skráningu ökutækja. Í þeim felst að t.d. rafhjól sem ætluð eru hreyfihömluðu fólki og smáskutlur ungmenna eru nú skráningarskyld og refsiákvæði ef eldri hjól verða ekki færð til skráningar. Ljóst er að reglurnar eru þegar að leiða til mikils óhagræðis og kostnaðar m.a. fyrir ungt reiðhjólafólk, eldri borgara og hreyfihamlaða einstaklinga.
   Vegna nýju laganna myndast enn einn nýr tekjustofn fyrir ríkið sem tekinn er af léttum ökutækjum og þar með líka rafknúnum tví-, þrí- og fjórhjólum. Með lögunum er líka skylt að skrásetja öll létt bifhjól sem þegar eru í umferð og ekki var gerð krafa um skrásetningu á fyrir áramót 2020. Þar getur verið um að ræða að 2.000 til 3.000 hjól að mati Samgöngustofu. Hver skráning kostar að lágmarki um 15.000 krónur, en auk þess hefur til þessa verið ætlast til að fólk að kaupa ábyrgðartryggingu á öll skráningarskyld ökutæki. Slíkar tryggingar hlaupa að lágmarki á tugum þúsunda króna á ári. 

Opnaði dyr fyrir hreyfihamlaða

Svavar Kristinsson hefur á undanförnum árum leitt vakningu í rafhjólavæðingu í Hveragerði. Vegna skertrar hreyfigetu í kjölfar slyss, ákvað Svavar að flytja inn rafmagns þríhjólið frá Kína til eigin nota árið 2016. Framtakið opnaði dyr fyrir hreyfihamlaða og eldra fólk. Hafa slík rafmagnshjól síðan gert þeim kleift að ferðast um sitt nágrenni á rafmagnshjólum og stunda félagsleg samskipti sem þeim var annars orðið nær ókleift. Hefur þetta reynst vera mikil félagsleg lyftistöng fyrir þá sem minnst mega sín, ekki bara í Hveragerði heldur um allt land. Nú er öll þessi vinna í uppnámi. 

 Mikil vakning sem nú er í uppnámi

Margir sýndu þessu framtaki Svavars áhuga og vatt innflutningur hans á rafknúnum hjólum upp á sig í framhaldinu. Með samþykkt Alþingis á breytingu á umferðarlögum á síðasta ári voru rafhjól af þessum

1.11.20

Ársskýrsla

Stjórn Tíunnar

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og vesens veirunnar verður ekki hefðbundinn aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts. 
Þessi skýrsla er samantekt fyrir árið 2019 með aðalfundar yfirbragði fyrir þig kæri félagi.


Með kveðju frá Stórn
 Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts

ps.