6.10.20

Aðalfundi Tíunnar (Frestað um óákveðinn tíma.)


Aðalfundi sem átti að vera þann 17.október hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 


Ástæðuna þarf nú varla að taka fram en fjöldatakmarkanir og aukin smit vegna Covid-19  eru að þessu sinni eina ástæðan.

Við vorum einnig búin að fresta haustógleðinni sem vera átti um kvöldið.

Með bestu kveðju
Stjórn Tíunnar 
Bifhjólaklúbbs Norðuramts.

Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur

 


Malbik sem lagt var á nokkra kafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar, þar á meðal á Kjalarnesi, stóðst ekki kröfur og munaði miklu upp á að þær væru fullnægjandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vegagerðarinnar á malbikskjörnum á fimm köflum. Tveir létust á hálu malbikinu í júní.

5.10.20

Lambó vél í mótorhjóli


Já þú sérð rétt Lamborghini vél í mótorhjóli.

Þetta hjól er í bandaríkjunum og er eigandinn frá Georgíu fylki og heitir Chuck Beck.

Upphafið að þessu hjóli var víst sú að vinur Chucks gaf honum vél úr V12 Lamborghini eftir að kviknað hafði í Espada bílnum hans.

Tengdi Chuck vélina við gírkassa úr Volkswagen 3 gíra og tróð svo öllu saman í mótorhjólagrind sem þurfti víst á talsverðum breytingum á að halda.
Vatnskassinn var svo settur aftan á hjólið til að koma hitanum í burtu frá ökumanninum.