23.9.20

Vintergrip


Vetrardekk á Mótorhjól.

Sumir hjóla allt árið,  Sem er alveg gerlegt á Íslandi ef veturnir eru mildir eins og stundum gerist.

Til eru dekk undir mótorhjól sem eru hönnuð til vetraraksturs og heita þau Winter grip Plus og eru gerð undir flestar gerðir mótorhjóla.

Þýska tímaritið Motorad prufukeyrði svona dekk en Þýskaland beitir einmitt sektum á mótorhjólamenn á veturna, þ.e 60 evra sekt á þá sem aka ekki um á Mud and Snow rated dekkjum.

Settu þeir Anlas "Winter grip Plus" dekk undir Triumph Thruxton og prufukeyrðu dekkin við ískaldar aðstæður.




Dekkin eru með frekar grófu munstri og losa því vatn og
 krapa vel úr dekkjunum og gúmíð er sérstaklega hugsað fyrir
 kulda og bleytu aðstæður.


Að aka í 2 stiga frosti er ekki beint uppáhalds aðstæður mótorhjólamanna til að keyra, en þannig voru einmitt aðstæðurnar þegar tímaritið prófaði dekkin.
Dekkin stóðust væntingar þeirra og gætu alveg verið þokkalega góður valkostur fyrir þá sem vilja þráast við lengur hér á klakanum og hjóla allt árið. 

Dekkin eru einnig fáanaleg undir Vespur eða scooters  og heita þau dekk Winter Grip 2 



Niðurstaðan varð allavega sú að þetta er mun betra en sumardekkin og minnkar stress aksturinn til muna því dekkin bæta öryggi til vetraraksturs.

Dekkjaframboð Anlas


19.9.20

Einhentur og ætlar að keppa í hættulegasta mótorhjólakappakstri heims.

Chris Ganley er breskur mótorhjólamaður og fyrrum hermaður sem stefnir að því að keppa í Isl of Man TT kappakstrinum. 


 Það þykir kannski ekki merkilegt eitt og sér,,,,  En það vantar á hann handlegginn,,,,,  og ætlar hann að keppa á mótorhjóli þar sem það er talsverður kostur að vera með báðar hendur á stýri. 
   Chris missti hendina rétt neðan við olboga í mótorhjólaslysi 2014 er hann keyrði á ljósastaur og endaði svo á múrvegg og var nálægt því að missa hina hendina líka. Einnig blæddi inn á heila ,féll saman lunga og hryggbrotnaði.

Ákveðinn í að keppa í TT keppninni.

TT keppnin eins og hún er oft kölluð er haldin á Eyjunni Mön milli Englands og Írlands og hefur keppnin verið haldin nánast árlega síðan 1907 að undanskyldum heimstríðöldum og nú Covid-19.
Keppnin er líklega sú hættulegasta í mótorsportinu enda ekin á þjóðvegum og í bæjum eyjarinnar og hafa 255 manns látið lífið í keppninni.


Chris ætlar að aka á breyttu R1 Yamaha sem er 1000cc og næstum 200 hestafla mótorhjóli, og mun þetta vera mikil áhætta en það er áhætta sem hann er viljugur að taka.

"Er ég slasaðis átti ég erfitt með að sætta mig við stöðuna sem ég var kominn í. Var sokkinn í djúpt þunglyndi og það að stefna á að keppa í TT hefur gefið mér tilgang og lífsvilja til að halda áfram."

"I didn't think I would be able to ride a motorcycle again - something I loved doing was denied to me."  


Chris Ganley
Ég hélt um tíma að ég myndi aldrei aka mótorhjóli framar , en eftir mikla endurhæfingu og erfiði þá gafst ég ekki upp og er byrjaður að hjóla á fullu og ná upp þreki til að keppa.

Hvernig fer hann að því að aka einhentur ?


"Ég stjórna hjólinu alveg með annari hendi á hjálpar tækja, þ.e. ég nota ekki gerfi hendi meðan ég keyri það myndi trufla stjórnhæfnina. Ég keyri mig bara undir kúpuna og ýti eða toga í stýrið til að breyta stefnunni.  En ég get ekki hallað mér út af hjólinu eins og þeir sem hafa báðar hendur.


Til að fá keppnisleyfi í TT

Þú þarft að sanna þig og til þess fá keppnisleyfi þ.e  nokkur keppnisleyfi og til þess að fá þau þarftu að keppa í hinum ýmsu keppnum og er það talsvert langur ferill að fá þau leyfi, og þegar leyfið er komið þá þarftu að sanna fyrir TT keppnishöldurunum að þú náir að keyra nógu hratt til að fá leyfi til að koma í úrtak hjá þeim.

Ég er núna kominn með hluta af leppnisleyfunum en ég vona að ég verði búinn að ná öllum í tíma og alþjóðlegt Roadrace keppnisleyfi í tíma.



17.9.20

Vélhjólasýning á Akureyri!

 Vélhjólasýning á Akureyri!

Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts Stendur fyrir sýningu í Toyotahúsinu við Baldursnes þann 16.júlí næstkomandi.


Sýningin er haldin til minningar um Heiðar Jóhannsson og er til styrktar Vélhjólasafni á Akureyri sem var hugmynd og draumur Heiðars

Á sýningunni verða vel á annað hundrað hjól af öllum mögulegum gerðum og eiga öll það sameiginlegt að vera með tvö hjól, nema þau sem eru með þrjú hjól.

Sýningin verður opin frá 10-19 og aðgangseyrir er litlar 1000kr fyrir þá sem hafa náð 15 ára aldri en frít fyrir þá sem ekki hafa náð þeim áfanga. Einnig eru frjals framlög alltaf vel þegin.

Á sýningunni munu hugsanlega koma fram landsfrægir skemmtikraftar en allavega koma fram einhverjir skemmtikraftar. Ýmsar aðrar uppákomur verða í boði, en ekki er vitað á þessari stundu hverjar þ´r verða og verjast forsvarsmenn allra frétta.


Dorrit komin á hjól 

Eftir skíðaófarir miklar hefur Dorrit vinkona okkar komist að þeirri niðurstöðu að að öruggara sé bara að vera á hjóli. Við ókum henni til hamingjumeð hjólið 

Tían 16.7.2007




13.9.20

Hafa ekki tölu á beinunum sem brotnuðu


„Ég vaknaði bara tíu dögum seinna,“ segir Einar Björg­vin Ol­geirs­son, 36 ára fjöl­skyldu­faðir, sem lenti í al­var­legu vél­hjóla­slysi þegar hann var á leið til vinnu þann 30. júlí síðast­liðinn. Eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunar­vél hefur bati Einars verið lygi­legur. Hann og eigin­kona hans eiga von á sínu öðru barni þann 1. desember og horfa þau nú fram á nýjar á­skoranir.


Það er í raun ó­trú­legt að ég sé sitjandi hérna og hafi labbað hingað fram til að opna fyrir þér,“ segir Einar Björg­vin Ol­geirs­son, 36 ára fjöl­skyldu­faðir sem bú­settur er í Selja­hverfi.

Einar Björg­vin slasaðist al­var­lega í mótor­hjóla­slysi að morgni 30. júlí þegar bif­reið var ekið í veg fyrir hann á gatna­mótum Stór­höfða og Breið­höfða. Einar starfar hjá Nes­dekk og var hann á leið í vinnuna þennan morgun.

Lítið var fjallað um slysið í fjöl­miðlum þennan dag. Vísir greindi frá því að öku­maður mótor­hjóls hefði verið fluttur á slysa­deild eftir á­rekstur við sendi­ferða­bíl en ekki lægju fyrir upp­lýsingar um meiðsl.

Um­ræddur öku­maður er Einar og var honum haldið sofandi í öndunar­vél í tíu daga eftir slysið. Milli 15 og 20 bein brotnuðu eða brákuðust, þar á meðal höfuð­kúpan, þrír hryggjar­liðir, nokkur rif­bein, við­beinið og öxlin vinstra megin. „Þeir hafa í raun ekki ná­kvæma tölu á beinunum sem brotnuðu,“ segir hann.

Bati Einars hefur verið lyginni líkastur en hann er með­vitaður um að langt bata­ferli sé fram undan. Einar er kvæntur Krist­björgu Vig­lín Víkings­dóttur og eiga þau saman dótturina Vig­lín Eir sem verður sex ára í októ­ber. Þá er Krist­björg ó­létt af þeirra öðru barni, stúlku sem er væntan­leg í heiminn þann 1. desember næst­komandi. Einar og Krist­björg tóku á móti blaða­manni á heimili sínu í Selja­hverfi í vikunni.


Vaknaði 10 dögum síðar

„Ég man ekkert eftir þessum degi. Ég vaknaði bara tíu dögum seinna,“ segir Einar sem var haldið sofandi til að ná niður bólgum í kringum mænuna. Þó Einar sé ekki lamaður eftir slysið varð hann fyrir mænu­skaða. Þá klemmdust taugar sem gerir það að verkum að hann getur ekki notað vinstri höndina. „Þetta er bara drasl sem hangir hérna,“ segir Einar brosandi og bendir á fingur vinstri handar. „Ég hef hreyfi­getu í öxl en ekkert fyrir neðan.“

Ó­víst er hvort þessi skaði gangi til baka en mögu­lega mun Einar gangast undir að­gerð á nýju ári. „Hún verður ekki fram­kvæmd fyrr en líkaminn er búinn að fá mögu­leika á að jafna sig,“ skýtur Krist­björg inn í. „Mér er sagt að ég verði aldrei 100% í lagi, en endur­hæfingin verður að fá að eiga sér stað áður en hægt er að leggja mat á það,“ segir hann.

Einar fer á hverjum degi á Grens­ás­deild, endur­hæfingar­deild Land­spítalans, þar sem hann gerir æfingar, fer til iðju­þjálfa og hittir sál­fræðing svo eitt­hvað sé nefnt. Fyrir slysið var dæmi­gerður vinnu­dagur Einars á skrif­stofu Nes­dekkja þar sem hann vann við heild­sölu á hjól­börðum. Í dag fer vinnu­dagurinn í raun fram á Grens­ás­deild þar sem aðrar og nýjar á­skoranir mæta honum.

Þrjóskur yfir meðal­lagi

Einar segir að sem betur fer sé hann sterkur and­lega og þá njóti hann góðs af því núna að vera yfir meðal­lagi þrjóskur. „Maður er ekkert mikið að hugsa um fram­tíðina eða þannig. Og í rauninni ekki heldur að lifa í núinu því það er vont,“ segir Einar sem segir að tauga­verkirnir í hand­leggnum séu á köflum slæmir. Hann kveðst þó vera bjart­sýnn á fram­haldið – annað sé ekki í boði. „Ég meina, ég er staðinn upp og farinn að ganga rúmum mánuði eftir þetta slys. Þetta er magnaður tími í endur­hæfingu miðað við hvernig þetta var.“ 

Til marks um það segist Krist­björg hafa vonast til þess að hann yrði kominn af spítala áður en seinni dóttir þeirra fæddist í desember. „Það var draumurinn,“ segir hún.Einar og Krist­björg segjast hafa fengið litlar upp­lýsingar um sjálft slysið, hvernig það ná­kvæm­lega bar að eða hver hinn öku­maðurinn var. „Ég hef ekki einu sinni fengið að sjá hjólið eftir þetta,“ segir Einar og Krist­björg bætir við að lög­regla hafi sagt þeim að vera ekki hissa þó rann­sóknin tæki upp undir ár. „Þetta er svaka­lega fljótt og skil­virkt kerfi eins og Ís­lendingar þekkja,“ segir Einar og glottir. Miðað við að­stæður á vett­vangi virðist öku­maður bílsins ekki hafa virt bið­skyldu eða hrein­lega ekki séð Einar.

Einar verður frá vinnu næstu mánuðina hið minnsta og þá er Krist­björg sjálf komin í leyfi til að vera eigin­manni sínum innan handar. „Svo fer ég í fæðingar­or­lof 1. desember og verð í eitt ár. Ég verð heppin ef ég fæ 100 þúsund krónur á mánuði út­borgaðar. Þetta er pakki,“ segir Krist­björg sem starfar í fé­lags­starfinu í Selja­hlíð. Þar sem Einar var á leið til vinnu þegar slysið varð á hann rétt á launum. „En það tapast yfir­vinna þannig að þetta er þokka­legt tekju­tap,“ segir hann.

Einar og Krist­björg eiga góða að­stand­endur sem hafa hvatt þá sem geta að leggja hjónunum lið. Stofnaður var styrkar­reikningur fyrir fjöl­skylduna og er hægt að sjá upp­lýsingar um hann neðst í þessu við­tali. „Ég vissi ekki að ég ætti svona marga vini,“ segir Einar og Krist­björg tekur undir það. „Maður hefur fengið stuðning frá fjöl­skyldu, vinum, kunningjum og jafn­vel ó­kunnugum. Fólki sem maður átti kannski í við­skiptum við fyrir löngu síðan,“ segir hann.

Setti upp gervi­bros og brunaði á Slysó

Einar segir að slysið muni ef­laust breyta við­horfi hans til lífsins. „Að sjálf­sögðu. Ég er svona hálf­gerður vinnu­alki – alla­vega verka­alki. Núna er ég orðinn ein­hentur og það er ekki raun­hæft að hugsa um fram­tíðina eins og hún var. Maður gerir bara það besta úr henni sem maður getur. Það er spurning hvaða mögu­leikar verða í fram­tíðinni. Kannski þarf maður að búa til aðra mögu­leika.“

Krist­björg rifjar upp að morguninn sem Einar lenti í slysinu hafi hún verið að skutla Vig­lín á hesta­nám­skeið. „Ég þurfti bara að setja upp gervi­bros, kyssa hana bless og bruna beint niður á Slysó,“ segir hún en þegar þangað var komið var búið að svæfa Einar. Tíminn þegar hann var í öndunar­vél var erfiður, bæði fyrir Krist­björgu og Vig­lín. „Maður segir ekki við fimm ára barn að pabbi þess sé í öndunar­vél, það er bara á­vísun á mar­traðir. Ég gat ekki heldur tekið myndir þar sem hann var með slöngur út um allt,“ segir Krist­björg en Vig­lín litla var heima með pabbi hennar var á gjör­gæslu.

„Þetta er ekki fal­legur staður fyrir lítil augu,“ segir Einar og á þar við gjör­gæslu­deildina. Hann bætir við að dóttir hans passi vel upp á pabba sinn. „Hún er mjög sterk með okkur. Hún sefur bók­staf­lega á hliðinni á mér núna á næturnar, hún passar vel upp á pabba sinn og sér til þess að hann fari ekki neitt.“ Einar segir að hann þurfi að halda á­fram að sinna föður­hlut­verkinu þó það sé vissu­lega að­eins erfiðara núna. „Það er erfitt þegar maður er emjandi af verkjum að innan en þarf að vera með brosið til að henni líði ekki illa.“

Margir mótor­hjóla­menn illa búnir

Einar segist vera þakk­látur fyrir það hafa verið í góðum hlífðar­fatnaði þennan morgun. Hann segir allt of al­gengt að vél­hjóla­menn séu illa búnir á hjólum – og ekki síst börnin sem þeysast um göturnar á raf­knúnum vespum og hlaupa­hjólum.


„Maður er að horfa á unga krakka á þessum tækjum. Þau þurfa ekki annað en að fara yfir gang­braut þar sem út­sýni er tak­markað til að bíll aki á þau. Þá getur voðinn verið vís, þau dottið illa með hálsinn eða höfuðið á gang­stéttar­kantinn og hrein­lega lamast,“ segir Einar og bætir við allt of mörg dæmi séu um öku­menn sem eru ekki með hjálm eða í full­nægjandi öryggis­búnaði.

„Það kostar að vera á svona tækjum og ef fólk getur ekki bjargað sér með búnað til að vera á svona tækjum þá á það frekar að sleppa því,“ segir Einar sem vill sér­stak­lega hvetja þá sem eru full­orðnir og eru á kraft­miklum hjólum. „Ég hef sé menn sem eru hanska­lausir, á galla­buxum eða jogging­buxum og á Con­ver­se-skóm,“ segir Krist­björg.

Einar segir að sam­tök eins og Sniglarnir viti vel hvað þau eru að segja og það sé um að gera að hlusta. „Þetta er fólk sem veit hvað það er að segja. Sumir hafa lent í slysum,“ segir Einar og bætir við að það séu bara tvær týpur af vél­hjóla­mönnum til; þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta. Einar lenti í öðru slysi fyrir nokkrum árum en þó ekki eins al­var­legu og þessu. Í því slysi ökkla­brotnaði hann.

„Læknirinn sagði að eina á­stæðan fyrir því að það þurfti ekki að negla hann allan saman var að hann var í al­menni­legum skóm,“ segir Krist­björg. Slysið varð með þeim hætti að bif­reið fyrir framan Einar hemlaði snögg­lega. Þetta var um vor þegar ekki var búið að sópa götur.

„Ég rann með 200 kíló ofan á fætinum og það var eins og ein­hver hefði tekið slípi­rokk á hjálminn. Ef ég hefði verið með opinn hjálm þá væri ég ekki með and­lit í dag. Þessi hlífðar­fatnaður og búnaður er alveg gríðar­lega mikil­vægur,“ segir hann.

Allt í lagi að eiga erfiða daga

Einar er með­vitaður um að næstu mánuðir verði strembnir en það kemur ekki til greina að gefast upp. „Það er allt í lagi að eiga erfiða daga, svo rífur maður sig bara upp úr því. Við gerum bara eins gott úr þessu og við getum og lærum að horfa á lífið frá því sjónar­horni sem maður er hverju sinni. Maður heldur bara á­fram.“

Þeir sem vilja leggja fjöl­skyldunni lið geta gert það með eftir­farandi upp­lýsingum:

Reiknings­númer: 0325-13-000334

Kenni­tala: 140490-3269


Fréttablaðið