31.7.20

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg,
 er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði.
 STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Vefstjóri hefur tvisvar í sumar ekið upp að Þeystareykjum í sumar á hjóli. Enda full ástæða til vegurinn er einstaklega vel gerður sértaklega fyrir mótorhjól rennisléttur með löngum beyjum og með stórkoslegu útsýni.   Vísu er vegurinn bara malbikaður upp að Þeystareykjavírkjun svo maður verður að fara til baka til að vera á malbiki.
samt sem áður er malavegur niður á hólasandsleiðina og niður á mývatn þaðan en hún er í vegagerð núna og á ekki að setja slitlag á þann hluta fyrr en næsta sumar.

Hér er grein sem birtist á http://byggingar.buildingsgroup.com/

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi.
Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.

STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni.

Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið
 undir fjallinu. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti.
„Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg.
Landsvirkjun kostar vegagerðina til að koma á heilsártengingu milli Þeistareykja og Kröflu í því skyni að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna.

Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur
gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.

GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON.

„Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“
Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni?
En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins?
„Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss – og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“

1200 hestafla mótorhjól


Fyrrum ofurtrukkabílstjórinn Nick Argyle hætti nýlega í "monster truck" bransanum og seldi bílinn sinn. 

Einhverjar leifar voru þó eftir af bílnum hans og þar á meðal vélin. Karlinn tók sig til og smíðaði eitt stykki mótorhjól, 1200 hestöfl. Vélin í hjólinu er 8,2 lítra v8 Mopar með forþjöppu og skilar líka þessum rosalega krafti. Hjólið er rúmlega 454 kg og gengur aðeins á flugvélabensíni. Stellið o.fl. á hjólinu smíðaði hann sjálfur og lítur það glæsilega út.

2007

28.7.20

Banna há­vær mótor­hjól

Þýska rík­is­stjórn­in fjall­ar þessa dag­ana um aðgerðir sem ætlað er að brjóta há­vær mótor­hjól á bak aft­ur. Verður akst­ur þeirra meðal ann­ars al­farið bannaður á til­tekn­um dög­um.

Allt er þetta liður í til­raun­um þýskra stjórn­valda til að vinna á hljóðmeng­un. Í þessu skyni verður svo­nefnd­um hljóðmynda­vél­um beitt um land allt.

Ætl­un­in er einnig að banna akst­ur venju­legra mótor­hjóla á til­tekn­um svæðum á sunnu­dög­um og öðrum al­menn­um frí­dög­um. Verður þessa daga ein­ung­is leyfð notk­un vél­knú­inna fáka sem ganga fyr­ir raf­magni.

Þá áform­ar stjórn­in í Berlín að veita lög­reglu heim­ild til upp­töku mótor­hjóla ef um gróft brot er að ræða með hávaða þeirra. Einnig að lög­reglu­menn fái heim­ild til að sekta knapa fyr­ir óþurft­ar­mik­inn hávaða.

Bú­ist er við að þýska þingið samþykki frum­varp um þetta efni í mánuðinum.

Til viðbót­ar þessu ætla Þjóðverj­ar að breyta lög­um um fram­leiðslu mótor­hjóla á þann veg að leyft verði að há­marki að smíða hjól sem 80 desíbela eða minni hávaði staf­ar frá. Hefði það í för með sér mun hljóðlát­ari hjól en nú eru smíðuð. agas@mbl.is

 Morg­un­blaðið | 28.5.2020

Honda hefur framleitt 300 milljón mótorhjól

Það er ekki svo lítið að framleiða milljón mótorhjól, en að framleiða 300 milljón mótorhjól hlýtur að teljast þó nokkuð. Það hefur Honda einmitt gert á síðustu 65 árum, allar götur frá því að fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á því mótorhjóli sem á myndinni sést.



Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt.



Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli.



Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra.


Finnur Thorlacius skrifar 

27.7.20

Á ís­lenska æv­in­týra­vegi

,,Um eld­fjöll og jökla á Honda AfricaTw­in mótor­hjól­um“ er yf­ir­skrift kynn­ing­ar á skipu­lögðum mótor­hjóla­ferða til Íslands sem aug­lýst­ar eru í nafni Honda. "

Á vef­setr­inu Rideapart seg­ir að þriðja út­gáfa af svo­nefnd­um  „æv­in­týra­veg­um“ verði far­in á næsta ári. Í þeim tveim­ur fyrri hafi leiðin legið til Nor­egs 2017 og Suður-Afr­íku 2019.

Nú sé stefnt til „lands elda og ísa“ á næsta ári, 2021, þar sem „hóp­ur æv­in­týra­fólks mun rann­saka suður­hluta lands­ins og miðhá­lendi í ell­efu daga. Þátt­taka í ferðalag­inu verður ekki fyr­ir byrj­end­ur, held­ur fyr­ir knapa með minnst fimm ára reynslu af akstri mótor­hjóla.

„Þeir verða vera fær­ir öku­menn því ís­lensk­ar auðnir eru eng­inn brand­ari við að eiga,“ seg­ir í kynn­ing­unni.  Þar kem­ur fram að þátt­taka kosti 5.000 doll­ara á mann. Þátt­taka standi aðeins eig­end­um Honda Africa Twin í Evr­ópu til boða. Þeir þurfa þó ekki að hjóla á sín­um hjól­um til Íslands, held­ur verði þeim lögð til „splunku­ný og glans­andi“ CRF1100L hjól hér á landi.  

Loks seg­ir, að til viðbót­ar akstri um Ísland fái þátt­tak­end­ur að spreyta sig í og til­sögn í ut­an­veg­arakstri. Verði sú þjálf­un í hönd­um öku­manna verk­smiðjuliða Honda. 
agas@mbl.isMbl.is24.7.2020

Demantshringurinn

BÓKIN BEIÐ EFTIR OKKUR

FEÐGAR Á FÁKI Sigurður A. Magnússon og Sigurður Páll sonur hans voru svo staðráðnir í að koma Zen og viðhald vélhjóla út á íslensku að þeir byrjuðu að þýða bókina áður en samningar við erlenda rétthafa voru komnir í höfn.

Zen og viðhald vélhjóla er sú metsölubók sem oftast var hafnað af forlögum áður en hún loks kom út. 121 sinnum reyndi höfundur hennar, Robert M. Pirsig, og loks í 122. skiptið fékk hann jákvætt svar.


Zen og Viðhald vélhjóla var gefin út í Bandaríkjunum árið 1974 og hefur hún verið þýdd á yfir 160 tungumál síðan. Þegar Sigurður Páll Sigurðsson spurði föður sinn, Sigurð A. Magnússon, rithöfund og þýðanda, hvers vegna bókin hefði aldrei verið þýdd yfir á íslensku var fátt um svör.
„Ég var staðráðinn í að gefa bókina út hérlendis hvað sem það kostaði,“ segir Sigurður Páll. „Án þess að tala við Eddu eða annað forlag réð ég pabba í vinnu við að þýða hana, en það var ekki erfitt að sannfæra hann þar sem honum þótti bókin ein merkilegasta bók síðustu fjörutíu ára.“
ini þeirra á mótorhjólaferðalagi frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna vestur til San Francisco. Faðirinn er sögumaðurinn og á meðan á ferðalaginu stendur reynir hann að ná sambandi við einfarann son sinn, oft á klaufalegan hátt. Á sama tíma veltir sögumaðurinn fyrir sér hugtakinu gæðum og fléttar heimspekilegar vangaveltur þýskra miðaldaheimspekinga, grískra heimspekinga, taóista og kristinna fræðimanna inn í ferðasöguna
„Höfundurinn er í tvöfaldri leit. Annars vegar að hinni sönnu Ameríku æsku sinnar, sem hann leitar að gegnum mótorhjólið á kræklóttum hliðarvegum, og hins vegar að raungæðum. Ég verð að segja að þegar maður er búinn að lesa bókina lítur maður lífsgæði öðrum augum.“
Sjálfur er Sigurður Páll mótorhjólamaður og líkt og faðirinn í bókinni er Sigurður A. mikill fræðimaður. Vaknar þá spurningin hvort samskipti feðganna í bókinni endurspegli á einhvern hátt samband Sigurðar og Sigurðar. „Það er ekkert leyndarmál að faðir minn var ekki drauma föðurímyndin og samskipti okkar voru stirð á fyrri árum. Nú náum við hins vegar vel saman svo það má segja að bókin lýsi ágætlega okkar samskiptum,“ segir Sigurður Páll. „Mér fannst alltaf ótrúlegt að þessi bók hefði ekki komið út fyrr, en þá var mér bent á að þessi bók hefði bara beðið eftir okkur feðgunum. Þetta er bara karma.“
Fréttablaðið
 21. desember 2010
tryggvi@frettabladid.is