9.6.20

Fjölbreytt mótorhjólamet

 
Heimsmetabók Guinness heldur skrá um heimsmet sem slegin hafa verið með mótorhjólum. Allt frá hraða-, hástökks-, hæðar- og lengdarmetum upp í met í að búa til myndir úr hjólunum.

Lengsta mótorhjól í heimi er 26,29 metra langt. Það var búið til af Indverjanum Bharat Sinh Parmar. Hjólið var frumsýnt og mælt þann 22. janúar árið 2014. Það er fjórum metrum lengra en hjólið sem átti fyrr met í lengd. Bharat þurfti að sýna fram á að hjólið virkaði eins og venjulegt mótorhjól með því að aka því 100 metra án þess að fætur hans snertu jörðina.

Minnsta mótorhjól í heimi var smíðað í Svíþjóð árið 2003. Framhjólið á því er ekki nema 16 mm að þvermáli og afturhjólið er 22 mm. Maðurinn sem á heiðurinn af smíðinni heitir Tom Wilberg en hann ók hjólinu yfir 10 metra. Hjólið getur komist upp í tveggja kílómetra hraða en vélin er 0,22 kW.

Metið í flestum farþegum á mótorhjóli á ferð var slegið á Indlandi þann 19. nóvember árið 2017. Þann dag komu 58 manns sér fyrir á einu mótorhjóli, þar með var fyrra met bætt um tvo farþega.

Finnarnir Lantinen Jouni og Pitkänen Matti slógu met í að skipta hratt um sæti á mótorhjóli á ferð í júlí árið 2001. Þeir skiptu um sæti á 4,18 sekúndum á meðan þeir óku mótorhjólinu á 140 km hraða.

Fyrsta tvöfalda aftur á bak heljarstökkið á mótorhjóli var gert í Bandaríkjunum í ágúst árið 2006. það var Bandaríkjamaðurinn Travis Pastrana sem afrekaði það á ESPN X leikunum í Los Angeles.

Hæsta ökuhæfa mótorhjólið sem mælt hefur verið er 5,10 metrar frá jörðu og upp að toppnum á stýrinu. Mótorhjólið var smíðað af Ítalanum Fabio Reggiani og því var ekið yfir 100 metra í mars árið 2012. Hjólið er 10,03 metra langt og er með 5,7 lítra V8 vél.

Metið fyrir hæsta stökk á mótorhjóli var slegið þann 21. janúar árið 2001. Þá náði Bandaríkjamaðurinn Tommy Clowers 7,62 metra háu stökki á mótorhjóli ofan af 3,04 metra rampi með 12,19 metra atrennu.

Barber Vintage Motorsports safnið í Birmingham, Alabama, hýsir heimsins mesta fjölda gamalla og nýrra mótorhjóla. Þar er hægt að skoða 1.398 mótorhjól í yfir 13.375 fermetra, fimm hæða byggingu. Heimsmetið var staðfest þann 19. mars 2014.

Metið fyrir mesta hraða sem náðst hefur á mótorhjóli er 605,697 kílómetrar á klukkustund. Metið var slegið þann 25. september árið 2010. Metið var meðalhraði í tveimur tilraunum. En hjólið fór hraðast upp í 634 kílómetra á klukkustund. Methafinn er Bandaríkjamaðurinn Rocky Robinson.


5.6.20

Hraðamet

 Hraðaheimsmet á sandi
Náði 324 km hraða á sandströnd í Wales

Zef Eisenberg er nú sá maður sem hraðast hefur farið á mótorhjóli á sandi, en hann náði 324 km hraða á sandströnd í Wales fyrir skömmu. Metið var sett á Pendine Sands í suðurhluta Wales en á ströndinni þar, sem reyndar víðast á ströndum, breytist undirlagið með hverju útfalli flóðs, svo aldrei er hægt að stóla á að undirlagið sé slétt og fellt. Stundum er það reyndar ári rifflótt og aldrei að vita nema marglittur eða fiskar hafi skolað á land sem ekki fara vel undir hjólum mótorhjóla á yfir 300 km hraða. Ökumaður hjólsins var á sérútbúnum dekkjum og grófmynstruð dekk henta illa fyrir svo mikinn hraða sem hann náði.

Alls ekki er ráðlegt að snerta frambremsu hjólsins í sandi og einsýnt að þá sé stutt í fall. Því sé eina ráðið að láta hjólið stöðvast af eigin rammleik og eingöngu fara af gjöfinni, annars sé voðinn vís. Það að detta af hjóli er ekki eins og að detta með annarskonar undirlag, en ökumaður rennur ekki á sandi heldur veltur og slíkt er ekki ráðlegt á yfir 300 km hraða. Því var þetta hraðamet Zef Eisenberg af hættulegri gerðinni og alls ekki fyrir alla. Hjólið sem Zef ók er breytt Suzuki Hayabusa hjól sem skilar 350 hestöflum.


2018

4.6.20

Landsmótsmerkin 2020 eru komin í sölu.


Landsmótsmerkin eru komin í hús.
Verð á merki verður að þessu sinni 1500kr og rennur allur ágóði af merkjunum til uppbyggingar á Mótorhjólasafni íslands.
Allir geta nálgast merkin á Landsmóti á Laugarbakka að sjálfsögðu þar sem stórn Tíunnar mun selja merkin þar.
En einnig verða þau til sölu á Mótorhjólasafninu eftir Landsmót.
Hægt er einnig að kaupa merkin og fá send en það ætti td . að henta söfnurum og þeim sem ekki komast á landsmót og vilja samt eiga merki.
tian@tian.is

Tom Cruise æfir sig að prjóna mótorhjóli

Sést hefur til leikarans Tom Cruise í Bretlandi við tökur á næstu Mission Impossible mynd og virðist hann láta COVID-19 faraldurinn ekki stoppa sig. Nýlega náðust myndir af leikaranum við Dunsfold Areodrome að æfa sig í prjóni á BMW mótorhjóli fyrir sjöundu myndina í röðinni.



Eflaust má telja þær kvikmyndir Tom Cruise sem ekki innihalda mótorhjól á fingrum annarrar handar. Tökum á Mission Impossible 7 í Feneyjum á Ítalíu var frestað vegna COVID-19 og tækifærið notað til að taka upp í Bretlandi á meðan. Tom Cruise æfði sig á BMW G310 hjóli með sérútbúnum vagni aftan á hjólinu, sem kemur í veg fyrir að hjólið prjóni yfir sig eða leiti til hliðar. Með þessum búnaði getur ökumaðurinn einbeitt sér að lyftikrafti hjólsins og að halda jafnvægi með samspili bensíngjafar og afturbremsu. Gaman verður að sjá hvort að Tom Cruise sjálfur sjáist svo leika í svona áhættuatriði þegar myndin kemur út á næsta ári, það er að segja ef frumsýningu hennar seinkar ekki eins og öðru vegna faraldursins.

Njáll Gunnlaugsson
Mánudagur 30. mars 2020

2.6.20

FORSALA Á LANDSMÓT BIFHJÓLAMANNA Á LAUGARBAKKA

ENDILEGA NÝTIÐ YKKUR 

FORSÖLUNA Á LANDSMÓT

LANDSMÓT INNIHELDUR
3 JAMMKVÖLD...MATUR Í MALLAN 2X...
STÓRKOSLEGA SKEMMTUN .
FRÁBÆRANN FÉLAGSKAP

FULLT AF TÓNLIST 
AF ÖLLUM GERÐUM
FULLT AF MÓTORHJÓLUM .
FULLT AF FÍFLAGANGI



VINTAGE CARAVAN
VOLCANOVA
HULDUMENN

OG TRÚBADORAR.



1.6.20

Bjölluhringingar athöfn

Flottir fákar við Safnið

Á laugadaginn var Bjölluhringingar athöfn inn á Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri


Mæting var góð því að yfir 40 hjól mættu á svæðið ásamt þeim sem mættu bílandi.

Athöfnin sem er árlega, er skipulögð af mótorhjólaklúbbnum Sober Riders og snýst um að lesa upp fallna félaga úr mótorhjólaheiminum og hringja bjöllu eftir hvert nafn.


Eftir athöfnina sem er látlaus var safnið skoðað og farið svo í miðbæinn þar sem Mótorhjólafólk sýndi sig og sá aðra og naut veðurblíðurnnar sem er búin að vera á Akureyri þessa Hvítasunnuhelgi.



Mótorhjól í röð við safnið