13.5.20

Skoðunardagur Fornbíladeildar B.A. og Tíunnar


Skoðunardagur fyrir Mótorhjól og Fornbíla verður þann 16 maí 2020 hjá Frumherja á Akureyri.

Mjög góður afsláttur af skoðuninni og grillað ofan í liðið ...

Tían og Fornbíladeildin hefur haldið þenna dag saman undan farin tvö ár og gengið frábærlega, og mun þetta samstarf halda áfram.
Mætum og eigum góðan dag saman.

Maður skynjar umhverfið betur

12.5.20

Tveggja strokka En­field-ferðahjól?

Hingað til hefur Raoyal Enfield aðeins framleitt gamaldags
eins strokks mótorhjól en á því kann að verða breyting innan skamms

Hið forn­fræga mótor­hjóla­merki Royal En­field mun setja þrjú ný mód­el á markað á næsta ári seg­ir í grein á mótor­hjóla­vefsíðunni Visor­down, en þar er vitnað í heim­ild­ar­mann inn­an umboðsins í Bretlandi.

Hjól­in þrjú munu nota nýj­ar vél­ar sem eru í þróun í augna­blik­inu. Hingað til hef­ur fram­leiðand­inn ind­verski aðeins fram­leitt eins strokks vél­ar af gam­aldags gerð, og þá einnig dísil­vél en nýju vél­arn­ar eru ný­tísku­leg­ar og er önn­ur þeirra tveggja strokka línu­vél. „Önnur vél­in er 410 rsm, eins strokks vél með yf­ir­liggj­andi knastás­um og hin er tveggja strokka línu­vél,“ sagði heim­ild­armaður­inn en vildi þó ekki láta uppi hversu stór línu­vél­in yrði. Mótor­hjólið með 410 rsm vél­inni verður svo­kallað Scrambler-hjól sem er vin­sæl út­gáfa í dag. Í síðustu viku sótti Royal En­field um einka­leyfi á nafn­inu Himalay­an fyr­ir mótor­hjól sem gef­ur vís­bend­ingu um að tveggja strokka hjólið sé ferðator­færu­hjól sem keppa mun við hjól eins og BMW F700GS og Triumph 800 Tiger. For­stjóri Royal En­field, Sidd­hartha Lal, hef­ur látið hafa eft­ir sér að merkið ætli að auka fram­leiðslu sína um 50% á næstu árum, meðal ann­ars með því að opna þró­un­ar­set­ur í Leicesters­hire í Bretlandi. Að sögn heim­ild­ar­manns­ins munu nýju hjól­in meðal ann­ars vera hönnuð þar. Royal En­field hef­ur náð til sín stór­um nöfn­um í mótor­hjóla­heim­in­um til að hjálpa sér að ná þessu marki, eins og fyrr­ver­andi aðal­hönnuði Ducati Pier­re Ter­blanche og þró­un­ar­stjóra Triumph Simon War­burt­on.
mbl.is
4.3.2015
njall@mbl.is

10.5.20

Landsmót Snigla 1992

Landsmót 1992
Þegar sú hugmynd kom fram að halda Landsmót Snigla í Trékyllisvík, var ekki laust við að sumir hefðu efasemdir um staðinn. Það heyrðust fullyrðingar um ófæra vegi, fimbulkulda, votviðri og Hvítabirni. 
En svo fór Landsmótsnefndin í vettvangskönnun og kom til baka með fullan kuðung af góðum fréttum, mabik norður undir heimskautsbaug, eilíft sólskin og svo mikið logn að heimamenn þurfa að hlaupa í hringi með galopinn munn til að kafna ekki.
 Það var því með opnum huga sem ritstjóralindýrið pakkaði bæði niður lopapeysunni og stuttbuxunum. Og ofan á hrúguna batt ég forláta pumpu ættaða úr lödu, hún átti svo sannarlega eftir að koma sér vel í ferðinni.

I. Ferðin


Pumpan góða kom að góðum notum.
Um hádegisbilið á föstudaginn 3.júlí var lítill hópur að gera sig klárann til brottfarar. Það voru ég no.11 á Hondu CB 550F , Hjalli Grínverji no.563 og Gummi Phsyco no.561 á Hondu Magna V30, Vésteinn Útölusnigill no.499 og Sandra no.562 á Suzuki Savage og einn drullumallari, Gummi langi no.núll og nix á Hondu XR500.
Þegar svo átti að leggja af stað voru ekki allir tilbúnir, svo það voru bara ég og Magnan sem lögðum af stað kl 12:30.  Sólin skein og allt gekk vel upp í Hvalfjörð en þá sprakk á CB 550. Það voru snör hantök og  dekkið rifið undan og kom þá í ljós að bót hafði losnað.

Nýrri bót var skellt á í miklum flýti og öllu raðað saman aftur. En í æsingnum gerði ég gat á slönguna og þurfti nað rífa allt undan aftur. Svo var bætt á ný og djöflast á Lödupumpunni þar til naðran var ökuhæf og var ekki laust við að pumpan væri farin að hitna við átökin þegar loftið fékkst til að tolla í dekkinu,  Þegar við loks komumst aftur af stað þá vorum við búnir að tefjast um klukkutíma en samt bólaði ekkert á hinum sem seinni urðu úr bænum. Þau náðu okkur loks í Botnskála þegar við höfðum kílt belginn. Fórum við svo aftur af stað og gerðist ekkert markvert fyrr en í Hreðarvatsskála þar sem við rákumst á nokkar Skagasnigla á hjólum en samferð okkur var stutt því á Holtavörðuheiði  varð helvítis afturdekkið aftur vindlaust og var ekkert annað að gera en að bæta einu sinni enn.
 Þegar búið var rífa í sundur kom í ljós að ég hafi verið full æstur í Hvalfirðinum því bæturnar snéru báðar öfugt og höfðu dottið af.  Það var lagað og við þeyst á Brú á hóflega ólöglegum hraða.


Nú var komið kvöld og ferðin ekki hálfnuð. 
Á Brú hittum við stórpopparana og bifreiðasmiðina Skúla Gautason no.6 og Björgvin Ploder nr.32.
Því miður var biorithmi Skúla eitthvað ílla stilltur því á ferð þeirra yfir Dragháls hafði hann sofnað og vaknaði aftur faðmandi fósturjörðina með gat á vinstra hnénu. Hann komst þó óhaltur frá þessu og BMW ið var lítt  laskað. Á meðan Skúli stakk höfðinu ofan í kaffibolla til að losna úr þessu dauðadái þá útskyrði Björgvin Ploder fyrir okkur að svona nokkuð gerðist bara ef
menn ækju of hægt. En okkur var ekki til Z boðið svo við flýttum för í norðurátt. Þrátt fyrir möl og vegavinnu þá gekk allt að óskum að Hólmavík. Þar var áð um stund og þar rákumst við í fysta skipti á Belga nokkurn á Hondu CB750 Custom, með meiri farangur en bifhjóli er holt að bera. Einnig voru þarna norðanmenn á tveimur hjólum og sniglabandið á svörtum bíl. 
Það var lagt af stað frá Hólmavík í óskipulögðum hóp og fljótlega varð ég viðskila við ferðafélaga mína enda frétti ég síðar að þeir hafi tafist, Gummi langi dottið á hausinn rétt norðan við Hólmavík og Steini og Sandra lögðu sig á hliðina á eina mjúka blettinn sem hægt var að finna á leiðinni.  Belga greyjið flaug líka á hausinn og skemmdi kúplingu og fl. svo hann gat aðeins ekið í fyrsta og öðrum gír.   
Samkvæmt óstaðfestum fréttum þá varð Einar Jór fyrir því óhappi að detta á höfuðið en skemmdir urðu litlar (á höfðinu) Ástæðan fyrir þessum óhöppum er skiljanleg þeim sem þessa leið hefur farið.
Vegurinn er mjór, grýttur, holóttur, laus, ílla merktur, og hlykkjóttari en nefið á níræðri galdranorn. Enda var meðalhraðinn hjá mér 30-35km. á klst. og þótti mér nóg um að sjá náttúrulega snigla æða framúr mér.  En landslagið er stórkoslegt og ef það hefði ekki verið svona gott

9.5.20

Flott hjól á frábæru verði


Flott hjól á frábæru verði

Lexmoto Tempest er léttkeyrandi töffari fyrir A1-flokk mótorhjóla sem er flokkur sem stundum vill gleymast.


Lexmoto er nýtt merki á Íslandi í mótorhjólaflórunni. Það má segja að það hafi vantað ódýr 125 rúmsentimetra mótorhjól á markaðinn til þess að bjarga mótorhjólamenningunni. Staðan er nefnilega sú að meðalaldur mótorhjólafólks hefur hækkað vegna þess að sportið er orðið dýrt og það hefur þau áhrif að ungt fólk hefur síður efni á því að fá sér mótorhjól. Þar spilar líka inn í að réttindin eru orðin margskipt, en A1-réttindi eins og þarf á Lexmoto-hjólin, er hægt að fá strax við 17 ára aldur. Hjólin eru flutt inn af skarkali.is og þar er hægt að nálgast frekar upplýsingar um hjólin.Samtengdar bremsur


 Í raun og veru fór reynsluaksturinn fram á þremur gerðum hjóla, Isca, Tempest og Tempest GT. Hér skal miðað við Tempest-hjólið en hjólin koma öll með sama loftkælda 125 rsm-mótor með beinni innspýtingu. Hámarksafl fyrir A1-flokk er 15 hestöfl en Lexmoto-hjólin eru aðeins gefin upp fyrir tæp 10 hestöfl. Miðað við það er hjólið samt furðu frísklegt í upptaki og þá sérstaklega Tempest útfærslurnar. Hjólið er fljótt upp gírana og þegar komið er í 80 km á klst. í fimmta gír er hjólið á 7.500 snúningum. Mætti því segja að það hefði gott af einum gír í viðbót. Þegar komið er á þjóðvegahraða verður vart við lítilsháttar titring í framenda sem er ekkert óeðlilegt í litlu hjóli með einfalt burðarvirki eins og þetta. Annað varðandi aksturinn sem rétt er að taka fram er að hjólið er búið samtengdum ABS-bremsum, sem virka þannig að báðar bremsur virka þegar stigið er á fótbremsuna. Ef henni er beitt snögglega leggst hjólið nokkuð á framfjöðrun og gott að vera viðbúinn þessu. Bremsur virka mjög vel og hemlalæsivörnin skilar sannarlega sínu og gerir þetta auðkeyranlega hjól enn öruggara.

Góður frágangur 

Þar sem hjólið er framleitt í Kína er rétt að huga að frágangi hjólsins, og satt best að segja kemur hann verulega á óvart. Maður hefði fyrirfram búist við að það væri tröppu neðar en sambærileg japönsk hjól en því er alls ekki þannig farið. Allur frágangur virkar traustur og hvergi missmíði að sjá. Sumt í búnaði hjólsins vekur líka athygli eins og ryðfrítt pústkerfi. Mælaborð er með hefðbundnum hraðamæli en einnig stafrænt og þar má sjá bensínstöðu og í hvaða gír hjólið er, sem er mikill kostur í 125-rsm hjóli. Það er meira að segja USB-hleðslutengi í Tempest-hjólinu sem gerir ökumanni kleift að tengja farsíma með leiðsögukerfi við hjólið.


Verðið óvenju gott


 Lexmoto er eins og áður sagði framleitt í Kína en hjólin eru mest seldu mótorhjólin í sínum flokki í Bretlandi. Ástæðan er einföld, þau eru talsvert ódýrari en samkeppnin svo munar jafnvel tugum prósenta. Það sama er uppi á teningnum hér, en ódýrasta Lexmoto-hjólið, YSB kostar aðeins 449.000 kr. en Tempest-hjólið er heldur ekki dýrt á 499.000 kr. Til samanburðar kostar Kawasaki Z125 899.000 kr. og Yamaha MT125 kostar 1.090.000 kr.

Njáll Gunnlaugsson
 Fréttablaðið 


Bjó til mótorhjól úr Britt & Stratton sláttuvél

Fyrirmyndin er Indian 1912 en mótorinn úr Sláttuvél

Í litlum skúr á Þingeyri er skrítið og skondið hjól sem vekur gjarnan mikla athygli þegar því er ekið um bæinn. Þetta mótorhjól er má segja afkvæmi reiðhjóls og sláttuvélar.

„Það er nú bara þannig að þegar mig langar í eitthvað þá smíða ég það frekar en að kaupa það. Það hentar betur þegar maður býr svona nálægt Norðurpólnum, “ segir Jón Sigurðsson þúsundþjalasmiður.  
„Fyrirmyndin er Indian hjól frá 1918. Grindin er af venjulegu reiðhjóli en ég lengdi hana til að koma mótornum fyrir. Hann er úr sláttuvél en ég þurfti bara að snúa honum á hlið. Svo setti ég svinghjól á mótorinn og mixaði einfalda kúplingu.  Stýrið tók ég líka af sláttuvélinni.“
Landinn á Rúv
06.02.2017

8.5.20

Félagsskirteini Tíunnar

Seinni skammtur af félagskirteinum Tíunnar verða tilbúinn 16 maí.

Verða þau afhent félagsmönnum okkar á Skoðunardeginum 16.maí milli 11-13 við Frumherja á Akureyri.


Þeir sem búa utan Akureyrar sem komast ekki, fá skirteinin send heim til ykkar eftir skoðunardagshelgina.

Stjórnin.