11.12.19

Barry Sheene Memorial Trophy

Stórskemmtilegur viðburður sem haldinn var 2016 til minningar um Barry Sheene sem var kappaksturhetja mikil á mótorhjólum á árunum 1970-1984

Meira um Barry Sheene hér

Þarns má sjá ansi mörg fræg mótorhjólanöfn keppa á eldömlum mótorhjólum í bleytu og er þetta hin mesta skemmtun á að horfa.

There was plenty of drama in the part one of the Barry Sheene Memorial Trophy race at Revival this year. The two wheeled spectacle featured classic bikes from Norton and Triumph cutting through the downpour with legendary riders like John McGuinness and Michael Dunlop in control.

6.12.19

Britten ! Merkilegt hjól í bifhjólasögunni



  1. Handsmíðað 1992 í Bakgarði á Nýjasjálandi af einum manni John Britten.
  2. Grindin er úr carbon fiber.
  3. 160 hestafla V tvin
  4. Fjöðrunin er afar framúrstefnuleg
  5. Aðeins 10 stk til í heiminum 
og svo margt fleira flott,
Hjólin eru allavega 10 árum á undan sinni samtíð, og hafði örugglega áhrif á aðra mótorhjólaframleiðendur.
Stríddi öllum stóru mótorhjólaframleiðendunum í stórum keppnum út um allan heim.
Því miður lést John Britten úr krabba 45 ára gamall og það er á heinu að hann hefði gert einhverja meiri snilld ef hann hefði lifað lengur,


Slysatryggingar á fjórhjólum og vélsleðum eru frumskógur

3.12.19

Royal Enfield stefnir að rafvæðingu

Royal Enfield vakti athygli á EICMA
-sýningunni  meðKX tilraunahjólinu og
 vona margir að það fari í framleiðslu.
Royal Enfield mótorhjólamerkið er elsti starfandi mótorhjólaframleiðandi heimsins, en Royal Enfield hefur framleitt mótorhjól óslitið síðan 1901. Merkið hefur átt áveðnum vinsældum að fagna undanfarin ár þrátt fyrir gamaldags útlkit en það hefur einmitt verið mikið í tísku innan mótorhjólaheimsins undanfarin misseri.

Nú tefnir hins vegar í að merkið færi sig í 21. öldina því að byrjað er að þróa rafmótorhjól hjá indverska framleiðandanum. Þegar er búið að smíða frumgerð fyrsta hjólsins segir Vinod Dasari, forstjóri Royoal Enfield. „Tækniusetur okkar í Bretlandi hefur þegar sett rafmótor í eitt af framleiðsluhjólum okkar og það er frábært. Ég hef keyrt það sjálfur“ sagði Vinod Dasari. Hann vildi þó ekki láta hafa eftir sér hvaða gerð Royal Enfield mótorhjóls væri að ræða en sagði að enn væru 2-3 ár að slíkt hjól færi í framleiðslu. Enfield er ekki fyrst indverski framleiðandinn til að stefna að rafvæðingu því að Bajaj Auto og KTM hafa hafið samstarf um þróun rafhjóla fyrir markaðinn í austurlöndum fjær. Þar eru mótorhjól í milljónatali á götunum og menga í samræmi við það og þess vegna þarf þessi áhugi ekki að koma á óvart.

1.12.19

Jólaball Sober Riders á Akureyri

Vetrarsport fyrir hjólafólk.



Kappaksturmótorhjól útbúið til ísaksturs

Á veturna er lítið sem ekkert hægt að hjóla vegna veðurfars sem hrellir okkar frábæra land.
Skítakuldi og saltaustur á götum gerir það að verkum að okkur langar ekkert til að fórna hjólunum okkar í þennan viðbjóð. 

En eitt sem við getum gert til að halda okkur í hjólaformi er að keyra á ís.
Ísakstur á mótorhjólum hefur verið þekktur hér á landi síðan upp úr 1990, en til þess að geta keyrt á ís þarf að setja undir dekk sem eru með tilheyrandi nöglum eða skrúfum.
Einfaldast er að vera með torfæruhjól því á þau er hægt að kaupa tilbúin dekk og eru þau til á lager hér á Íslandi.
Vinsælust voru dekk frá Trelleborg en nú eru fleiri farnir að selja nagladekk eins og Michelin , Mitas og fleiri. Einnig er orðið hægt að kaupa nagla sjálfur og skrúfa þau sjálfur í dekkin sín og eru þeir naglar þannig útbúnir að þú getur tekið þá úr aftur og sett í annað dekk ef maður vill.
Neyðarádrepari er nauðsynlegur.
Neyðarádrepari er eitt af því sem ísaksturmenn ættu hiklaust að vera með á hjólunum sínum.
Ádreparinn er í er í raun bara kubbur sem tengdur er við ádrepara hjólsins sem sem tengist svo ökumanni með snúru , þannig að ef ökumaður verður viðskila við hjólið þá slökknar á mótornum.
( það vill enginn fá nagladekk á 10000 snúningum  í búkinn á sér eftir að hafa dottið af hjólinu).
Þessa ádrepara er hægt að fá á verði frá í kringum 5000 kr


 Auðvitað er líka hægt að útbúa götuhjólið sitt á nagldekk líka en það er talsvert mikið meira vesen og fjárútlát fyrir utan að renna á hausinn á götuhjóli á ís getur verið talsvert kostnaðarsamara en að detta á torfæruhjóli.

Ódýr Neyðarádrepari 
Undirritaður hefur talsvert keyrt á ís í gegnum tíðina og er þetta með því skemmtilega sem til er og kjörin leið til að halda sér í hjólaformi.

Sunnanmenn hafa undanfarin ár verið miklu duglegri en við norðanmenn að því virðist að keyra á ís en þeir byrjuðu nú í vetur um leið og fært var á tjörnunum fyrir sunnan.

Hér að neðan er gamalt myndband af sunnanmönnum að leika sér á Hafravatni.

Frábær skemmun og svo sannarlega eitthvað til að lækna mann af skammdeginu...
Víðir #527