1.10.19

Mótorhjól BMW fá M-sportdeild

BMW hefur sótt um einlaleyfi á heitunum
M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR.

Bílaáhugamenn þekkja M-sportdeild BMW og þá öflugu bíla sem frá henni koma.


 BMW framleiðir líka mótorhjól og þar á bæ hefur engin M-deild verið til staðar, en það gæti breyst á næstunni. Fyrir nokkrum árum bauð BMW sportlegri útfærslu S 1000 RR hjólsins sem fékk stafina HP4 Race og fór þar brautarhæft hjól með krafta í kögglum. Þetta hjól varð hins vegar lítið annað en tilraun eða markaðstrikk og BMW varð í kjölfarið að endurhugsa innreið sína í sportlegri hluta mótorhjóla og framleiðslu slíkra hjóla. Nú virðist komið svar við því þar sem BMW hefur þegar sótt um einkaleyfi á heitunum M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR og því von á góðu fyrir aðdáendur BMW-hjóla.





https://timarit.is/files/43626994#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22

29.9.19

130 mótorhjólamenn lögðu baráttunni lið

130 mótor­hjóla­menn lögðu bar­átt­unni lið




130 mótor­hjóla­menn af báðum kynj­um renndu sér niður Lauga­veg­inn í dag klædd­ir í föt úr tví­d­efni í þeim til­gangi að vekja at­hygli á bar­átt­unni gegn krabba­meini í blöðru­hálskirtli og bar­átt­unni gegn sjálfs­víg­um karl­manna. 
Viðburður­inn var hluti af alþjóðlega viðburðinum Gent­leman's Ride en um 130.000 manns í 700 borg­um tóku þátt í uppá­kom­unni. 
„Þetta hef­ur auk­ist al­veg svaka­lega síðustu ár,“ seg­ir Daði Ein­ars­son, einn af skipu­leggj­end­um viðburðar­ins hér­lend­is en var þetta í annað skipti sem Gent­leman's ride er hald­inn hér. 
„Þetta er alþjóðleg­ur viðburður þar sem klass­ísk mótor­hjól og karl­ar og kon­ur klæða sig í dap­p­er­stíl sem ein­kenn­ist af tví­djakka­föt­um, slauf­um og bind­um,“ seg­ir Daði.

Söfnuðu hátt í tveim­ur millj­ón­um

Hægt er að heita á ís­lenska mótor­hjóla­menn vegna viðburðar­ins en allt fé sem safn­ast fer í að styrkja bar­átt­una gegn krabba­meini og sjálfs­víg­um. Nú þegar hafa Íslend­ing­ar safnað hátt í tveim­ur millj­ón­um.
Sam­tök­in sem halda utan um áheit­in heita No­v­em­ber Foundati­on og seg­ir Daði að þau séu sam­bæri­leg sam­tök­un­um sem að Mottumars standa. 
„Það kom mann­eskja að utan frá sam­tök­un­um til þess að kynn­ast starf­sem­inni hérna og sjá hvernig væri hægt að beina áheit­un­um sem safn­ast. All­ir pen­ing­arn­ir sem safn­ast hérna heima fara út í stór­an pott og svo dreifa þau þessu aft­ur hingað þegar þau eru búin að kynna sér þetta. Á næsta ári verður því hægt að kynna hverj­ir fengu styrk­ina úr sjóðnum á þessu ári,“ seg­ir Daði.
Hér má heita á ís­lensku mótor­hjóla­menn­ina.

https://www.mbl.is/
29.9.2019

27.9.19

Náði 315 km hraða á raf­drifnu mótor­hjóli


Við há­skól­ann í Nott­ing­ham í Englandi hef­ur verið þróað raf­mótor­hjól sem sett hef­ur hraðamet fyr­ir far­ar­tæki af því tagi.


Náði hjólið 315 km/​klst hraða við hraðapróf­an­ir á El­vingt­on flug­vell­in­um við York um síðustu helgi. Við það féllu fimm hraðamet í einu vet­fangi.

Knapi að nafni Zef Eisen­berg var und­ir stýri en hann kepp­ir fyr­ir MadMax kapp­akst­ursliðið í Man­ar­mót­um ásamt Daley nokkr­um Mat­hi­son. Sá síðar­nefndi ók hjól­inu þris­var sinn­um til verðlauna­sæt­is í TT-mót­um 2016 til 2018, en hann beið bana við TT-móts­helg­ina síðastliðið sum­ar.

Liðsmönn­um MadMax tókst að bæta rafafl li­tíumraf­hlaða hjóls­ins fyr­ir metakst­ur­inn nýliðna. Hafði Eisen­berg því úr um 255 hest­öfl­um að spila.

Meðal meta sem hann setti var 315 km/​klst há­marks­hraði og 296 km fljúg­andi kíló­meter. Hef­ur hann sett rúm­lega 50 met á keppn­is­ferl­in­um á mótor­hjól­um.

mbl | 27.9.2019 | 13:40

13.9.19

Dindlarnir klárir fyrir sumarið




 Nú eru Dindlarnir , sem er klúbbur mótorhjólafólks í Hafnarfirði, Garðabæ og nágrenni búnir að gera hjólin klár fyrir sumarið eins og undan farin 16 ár. 


 Hist er við Atlandsolíutankana við Kaplakrika, alla þriðjudaga yfir sumarið kl 17:30 þegar veður leyfir.
Valdar eru skemmtilegar akstursleiðir sem taka c.a. 3 klst. Öryggi og varfærni er haft að leiðarljósi, og enginn glannaskapur leyfður, allaf farið eftir settum reglum. Félagsskapurinn er öllu góðu mótorhjólafólki opinn, engin gjöld, bara mæta við Kaplakrikann.
 Myndin af köppunum fjórum, var tekin 2017, en það ár urðu þeir allir 75 ára (300 ára til samans), allt gamlir skólafélagar sem voru saman á skellinöðrunum þegar þeir voru 14-16 ára og halda enn í mótorhjólaáhugann.    Upplýsingar veitir Óli Ársæls 863-5512