30.8.19

Fyrir 90 árum


KAPPREIÐAR Á BIFHJÓLUM 


Reykjavík, laugardaginn 17. ágúst 1929. 

Veðreiðar hafa löngum verið ein uppáhaldsskemmtun fólks í stórborgunum að sumarlagi, og það hefur þótt „fínt" að eiga
góða veðhlaupahesta. En siðan bifreiðar og bifhjól komu til sögunnar hefir stórum minkað hestahald í stórborgunum, þvi flestum þykir þægilegra og ódýrara að eiga bifreið. Eigi leið á löngu áður en menn fóru að efna til kappaksturs á þessum tækjum og eru þesskonar kappmót nú orðin að kalla daglegur viðburður í flestum stórborgum, og þeir menn sem skara fram úr á mótunum eftirlætisgoð fólksins.

Lifa sumir þessara ökugikkja á þvi að ferðast borg úr borg og aka á bifreið eða bifhjóli. Á myndunum hjer að ofan má sjá kappakstursmenn á slíkum mótum. Er mikill vandi að sitja bifhjólin, því snarpar bugður eru á kappakstursbrautunum. Það kemur eigi ósjaldan fyrir, að slys verða á þessum mótum, ýmist
renna hjólin út undan sjer og keppandinn dettur, eða að tveir keppendar eða fleiri rekast á.


26.8.19

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts 19. október og Haustógleði.




Aðalfundur Tíunnar verður 19 október. nk

Fundarstaður: Mótorhjólasafn Íslands Akureyri

Venjuleg aðalfundarstörf.


Dagskrá Aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. (Tillögur Sendist í tian@tian.is)
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Tveir aðilar víkja sæti í stjórn í ár,  Jói Rækja og Arnar Kristjáns og vantar okkur því framboð í stjórn.

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tian@tian.is og er hægt að kynna viðkomandi á vefnum.. ef óskað er.
(En einnig er hægt er að sækjast eftir því á fundinum.)
Ath. Einungis greiddir Tíufélagar hafa kosningarétt á aðalfundi.

Um kvöldið verður svo Haustógleðin en hún verður auglýst síðar.
Tíufélagar eru kvattir til að mæta á Aðalfund. Sérstaklega þeir sem búa utan Akureyrar og koma og skemmta sér með okkur um kvöldið.

kv Stjórnin

25.8.19

Pókerrun fór fram í dag.

300 km langt Pókerrun fór fram í dag í þokkalegasta veðri. Ekið var frá Olís á Akureyri en spil voru dregin á Akureyri, Sauðárkrók, Siglufirði , Dalvík og Akureyri.
Svo bauðst öllum að skipta út allt að 3 spilum.
Niðurstaðan var sú að að eini farþeginn í ferðinni sigraði Pókerrunnið með Fullt Hús. Til lukku Linda Diego en hún fékk flottan bikar
og Tíkall í seðlum.
Næst besta höndin var Ásapar, og voru aðrir bara með hunda.

Takk allir sem mættu í Pókerrunið en það skrítna við það var að enginn Akureyringur tók þátt. 2.Reykvíkingar, Ísfirðingur , Bakkfirðingur , og Norðfirðingur. "Norðanmenn" ,,, aðeins að fara minnka jammið það kemur Haustógleði...