17.8.19

Peter Fonda látinn (Easy Rider)

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Peter Fonda lést í dag 79 ára að aldri en hann var einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Easy Ri­der frá 1969.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að bana­mein hans hafi verið andnauð vegna lungnakrabba­meins.

Fonda lék í fjölda kvik­mynda á löng­um ferli og hlaut ýmis verðlaun. Þar á meðal Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Ulee's Gold 1997 sem og Gold­en Blobe-verðlaun. Síðar­nefndu verðlaun­in hlaut hann einnig fyr­ir The Passi­on of Ayn Rand 1999.

Fonda var son­ur kvik­mynda­leik­ar­ans Henry Fonda og yngri bróðir kvik­mynda­leik­kon­unn­ar Jane Fonda. Hann var faðir leik­kon­unn­ar Bridget Fonda og leik­ar­ans Just­in Fonda.
Texti :mbl.is

12.8.19

Mad Max "Stríðsmaður á veginum"

 Það er 40 ár síðan einn af mest elskaða og ein áhrifamesta mótorhjóla bíómynd allra tíma kom  í kvikmyndahúsin.
 Mad Max, útgefin árið 1979,
Bíómyndin varð vinsæl um allan heim en það eru ekki allir sem vita að í henni lék alvöru mótorhjólagengi

Ekki skemmdi heldur fyrir að myndin sem var mjög ódýr í framleiðslu, kostaði 350 þúsund dollara en halaði inn massívum 100 milljón dollurum og setti met í Heimsmetabók Guinness yfir arðbærustu kvikmyndir  sem stóð í yfir 20 ár. 
Myndin kom einnig ferli ástralska leikarans Mel Gibson á flug en hann er í dag farsæll leikari og leikstjóri.

Án Mad Max , myndi mótorhjól í bíómyndum einfaldlega ekki vera það sama.
Hjólamennirnir sem léku í myndinni fengu til dæmis borgað í bjór þar þar sem þröngt var í búi við gerð myndarinnnar.

Sagan um sköpun Mad Max er í raun Sköpunarverk ,George Miller.

7.8.19

Geysisferð postula




Góð mæting var í árlega Geysisferð Postulanna þetta árið. Alls tóku 140 mótorhjól og 16 fornbílar þátt í ferðinni. Hist var á bílaplaninu við Jötunvélar á Selfossi áður en lagt var af stað. Hópurinn fékk lögreglufylgd í gegnum bæinn og upp að Biskupstungnabraut þaðan sem leiðin lá upp að Geysi. Ferðin gekk glimrandi vel og notu menn ferðarinnar til hins ítrasta. Að vanda fengu Postular góðar móttökur á Geysi

Mótorfákarnir hvíldir við Geysi. Knapar stinga saman nefjum.

 https://www.dfs.is/2019/07/08/fjoldi-hjola-og-bila-i-geysisferd-postula/

4.8.19

Rafmögnuð hringferð Snigla, ON og Electric Motorcycles

Hringfarinn, Kristján Gíslason mun verða með okkur hringinn

Dagskráin
8. ágúst
Við tökum á móti Marchel og Ingrid sem koma til landsins með Norrænu og hafa með sér 6 stykki rafmagnsbifhjól sem við munum aka og kynna, hringinn í kringum landið.

11:00- 13:00
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í boði Fjarðaáls og Dreka

14:00-17:00
Egilsstaðir við ON hleðslustöð á N1 stöðinni. Goðar bifhjólaklúbbur tekur á móti okkur

9. ágúst
13:00-18:00
Húsavík við ON hleðslu. Félagar í Náttfara taka á móti okkur

10. ágúst
Akureyri
11:00-13:00
Spyrna á braut BA að Hlíðarfjallsvegi 13

14:00-18:00
Mótorhjólasafnið Krókeyri 2

11. ágúst
Borgarnes
16:00- 19:00
Samgöngusafnið í Brákarey í boði Rafta