7.8.19

Geysisferð postula




Góð mæting var í árlega Geysisferð Postulanna þetta árið. Alls tóku 140 mótorhjól og 16 fornbílar þátt í ferðinni. Hist var á bílaplaninu við Jötunvélar á Selfossi áður en lagt var af stað. Hópurinn fékk lögreglufylgd í gegnum bæinn og upp að Biskupstungnabraut þaðan sem leiðin lá upp að Geysi. Ferðin gekk glimrandi vel og notu menn ferðarinnar til hins ítrasta. Að vanda fengu Postular góðar móttökur á Geysi

Mótorfákarnir hvíldir við Geysi. Knapar stinga saman nefjum.

 https://www.dfs.is/2019/07/08/fjoldi-hjola-og-bila-i-geysisferd-postula/

4.8.19

Rafmögnuð hringferð Snigla, ON og Electric Motorcycles

Hringfarinn, Kristján Gíslason mun verða með okkur hringinn

Dagskráin
8. ágúst
Við tökum á móti Marchel og Ingrid sem koma til landsins með Norrænu og hafa með sér 6 stykki rafmagnsbifhjól sem við munum aka og kynna, hringinn í kringum landið.

11:00- 13:00
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í boði Fjarðaáls og Dreka

14:00-17:00
Egilsstaðir við ON hleðslustöð á N1 stöðinni. Goðar bifhjólaklúbbur tekur á móti okkur

9. ágúst
13:00-18:00
Húsavík við ON hleðslu. Félagar í Náttfara taka á móti okkur

10. ágúst
Akureyri
11:00-13:00
Spyrna á braut BA að Hlíðarfjallsvegi 13

14:00-18:00
Mótorhjólasafnið Krókeyri 2

11. ágúst
Borgarnes
16:00- 19:00
Samgöngusafnið í Brákarey í boði Rafta