9.7.19

Hjóladagar Tíunnar (Dagskrá)

Tían Bifhjólaklúbbur
Norðuramts kynnir

Dagskrá Hjóladaga 19-20 júlí

Við byrjum Hjóladaga að þessu sinni á Keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Þar ætlum við að hafa leikdag í því formi að allir gera láti reyna á getu sína í að spyrna hjólinu sínu á keppnisljósum.
Allir að skrá sig þetta er aðalega til gamans gert og samt pínu alvara því þetta er roslega góð æfing á getu þína og um leið góð æfing í að kynnast hjólinu þínu og getu þess.
Margir flokkar hvort sem þú er á hippa eða racer nú eða alger byrjandi þá eru flokkur fyrir byrjendur..

Á eftir þá grillum við og og tjúttum eitthvað á staðnum kannski með lifandi tónlist fram á nótt í klúbbhúsnæði B.A.
Skráið ykkur í ljósaæfinguna hér í tenglinum að neðan , um að gera að prófa og vera með. ( Athugið Dagskráin er hér fyrir neðan í sjá nánar)

Á Laugardeginum byrjum við kl 12:00 Á Ráðhústorgi. Þar safnast hjólafólk saman á mótorhjólunum sínum og fer svo í hópkeyrslu um bæinn sem endar á Mótorhjólasafninu sem að sjálfsögðu verður opið.
Við verðum þar með Hoppukastala fyrir börnin.
Hjólaleikar og þrautir.
og sitthvað meira....


Dagskrá Hjóladaga :

FÖSTUDAGUR 19 Júlí...

KL 20:00
LEIKDAGUR.....
HJÓLASPYRNA “ATH MÆTING KEPPENDA ER KL 18:00
TÍMATAKA KL 19:00

Skráning í æfingarspyrnuna er hér

kl 21-23 Grillað og með því
23:00-02:00 lifandi tónlist ,,, og fjör í BA húsnæðinu þar til farið verður á pöbbarölt

Laugardagur 20 júlí

Safnið verður opið 10-17
12:00 Söfnumst saman á Ráðhústorgi og förum í Hópkeyrslu 12:30 sem endar á Mótorhjólasafninu

13:00  Dagskrá Tíunnar hefst við Mótorhjólasafn
Hoppukastali fyrir börnin.
Hjóladagaleikar
Hjólaþrautir...
Vörukynningar..
Vöfflur sem Tían sér um.

17:00-20 Steikhúsferð á T-bone Steikhouse fyrir þá sem vilja...
Tilboð fyrir hjólafólk  Pantanir hjá Siggu Formanni 6611060

Val um 200gr nautalund eða Rib eye 350gr með grilluðu grænmeti, smælki og bernaise sosu a 3990kr .
Svo 150gr bbq hamborgara með karmeluðum lauk, beikoni, salati og frönskum  2790kr .
Einnig bjor a dælu á 750kr og vínglas a 1000kr. 
Svo annars 10% afslátt af öllu öðru.

20:30 Hljómsveitin “Magnús og með því” stígur á stokk við Mótorhjólasafnið.

Krakkarnir munu elska þennann á svæðinu 




1.7.19

Veður, gengi og efna­hags­ástand hafa áhrif

Karl Gunn­laugs­son seg­ir sölu tor­færu­hjóla ekki virðast
 eins viðkvæma fyr­ir leiðin­legu veðurfari.
 mbl.is/​​Hari


Sal­an hef­ur gengið ágæt­lega hjá KTM Íslandi ehf., umboðsaðila bæði KTM og Husqvarna. Virðist hjálpa að fyr­ir­tækið sel­ur lang­sam­lega mest af motocross- og enduro-mótor­hjól­um og eins og fólkið sem hef­ur gam­an af þannig sporti setji það síður fyr­ir sig ef að sum­arið er blautt.

„Síðasta sum­ar byrjaði að rigna 10. maí og rigndi nán­ast sleitu­laust fram til 10 ág­ust, og það hafði greini­leg áhrif á sölu á götu­hjól­um og svk. advent­ure-hjól­um,“ seg­ir Karl Gunn­laugs­son eig­andi og fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­inn­ar. „Á enduró-hjóli þá þykir það aft­ur á móti ákjós­an­legra, ef eitt­hvað er, að hafa smá rign­ingu því þá er minna ryk og hægt að ná betra gripi. Smá skúr­ir koma ekki að sök þegar fólk skýst eft­ir vinnu til að skemmta sér í Bol­öldu í tvo eða þrjá tíma, og bara frísk­andi að finna úðann. Hins veg­ar er lítið gam­an af því að fara t.d. í tveggja daga hring­ferð um Vest­f­irði á veg­legu ferðahjóli og vera blaut­ur all­an tím­ann.“

Óhætt er að segja að Karl hafi veðjað á rétt­an hest þegar hann stofnaði KTM á Íslandi fyr­ir ald­ar­fjórðungi. „Um það leyti var verið að reisa KTM í Aust­ur­ríki úr gjaldþroti, með um 200 starfs­menn og 6.000 mótor­hjól fram­leidd ár­lega. Í dag starfa aft­ur á móti 4.000 manns hjá KTM og smíða meira en 300.000 mótor­hjól ár hvert. Núna er KTM orðið fjórði stærsti mótor­hjóla­fram­leiðandi heims á eft­ir Honda, Yamaha, og Kawasaki.“

Láta eft­ir sér mótor­hjól þegar fjár­hag­ur­inn leyf­ir
Sal­an á bif­hjól­um virðist fylgja sölu á bíl­um, nema hvað mótor­hjóla­markaður­inn er ögn leng­ur að taka við sér eft­ir niður­sveiflu. Virðist þumalputta­regl­an að mótor­hjóla­sala taki að glæðast um tveim­ur árum seinna en sal­an á bíl­um. „Við sáum þetta ger­ast eft­ir banka­hrun, að fólk sló því á frest að end­ur­nýja heim­il­is­bíl­inn og byrjaði sala nýrra bíla ekki að fara af stað fyrr en um 2012, og mótor­hjóla­sal­an 2014 og 2015. Að kaupa mótor­hjól er lúx­us sem fólk ýtir til hliðar þangað til það er búið að koma fjár­hag heim­il­is­ins í gott horf,“ út­skýr­ir Karl og bæt­ir við að síðasta ár hafi verið það besta í versl­un­inni síðan 2008. „En rétt eins og á bíla­markaði fund­um við fyr­ir sam­drætti í ág­úst og hef­ur sal­an í hverj­um mánuði síðan þá verið minni en í sama mánuði árið á und­an.“

Mótor­hjóla­markaður­inn virðist því kólna nokkuð hratt þegar óvissa rík­ir efna­hags­líf­inu og bend­ir Karl jafn­framt á að í ljósi þess hve mótor­hjóla­markaður­inn sé smár þá komi breyt­ing­ar á gengi hratt fram í verði. „Við eig­um sára­lít­inn lag­er og flest þau mótor­hjól sem við pönt­um inn eru þegar seld. Velt­an er ekki svo mik­il að ráðlegt væri að koma upp ein­hvers kon­ar geng­is­vörn­um.“

Raf­mögnuð framtíð

Gam­an hef­ur verið að fylgj­ast með þró­un­inni í mótor­hjóla­smíði und­an­far­in ár. Fram­leiðend­ur eru dug­leg­ir við að kynna áhuga­verðar ný­ung­ar og t.d. að KTM svipti árið 2018 hul­unni af full­komn­um tví­g­eng­is­mótor með beinni inn­spýt­ingu og betri út­blást­urstöl­um. Þá virðist að í mánuði hverj­um megi lesa um ný raf­magns-bif­hjól sem ým­ist eru þegar kom­in á markaðinn eða vænt­an­leg inn­an skamms. Þóttu það t.d. stór­merki­leg tíðindi að Harley-Dav­idson, sem þekkt er fyr­ir há­vær og víga­leg motor­hjól sem anga bæði af testó­steróni og bens­íni, tefldi fram raf­magns-mótor­hjól­inu Li­veWire.

Karl seg­ir það í sjálfu sér ekk­ert nýtt að fram­leiðend­ur geri til­raun­ir með raf­magns-bif­hjól, en það hafi háð þró­un­inni bæði að raf­hlöðurn­ar hafa verið dýr­ar og þró­un­in í raf­hlöðutækni svo ör að áður en hægt var að gera hug­mynda­hjól að veru­leika var ný og betri tækni kom­in.

Karl ját­ar að hann sé svo­lítið íhalds­sam­ur, og hafi sín­ar efa­semd­ir um raf­drif­in mótor­hjól, rétt eins og hann hafði efa­semd­ir um ágæti raf­magns­bíla – allt þar til hann fékk að reynsluaka Teslu. „Næstu fimm til tíu árum eig­um við vafa­laust eft­ir að sjá tölu­verðar breyt­ing­ar á fram­boði og sölu raf­magns-mótorjóla og grun­ar mig að raf­magns-hjól­in muni stækka markaðinn með því að laða að kaup­end­ur sem hefðu ann­ars ekki fjár­fest í mótor­hjóli.“

Er margt sem ger­ir raf­magns-bif­jól að áhug­verðum val­kosti, s.s. lág­ur þyngd­
arpunkt­ur og mikið tog. „Þá þarf ekki grí­skipt­ingu svo að auðveld­ara ætti að vera að læra á þessi hjól, og smíði þeirra er ein­fald­ari þannig að reikna má með minna sliti og lægri viðgerðar- og viðhaldskostnaði,“ seg­ir Karl en bæt­ir við að enn sem komið er virðist raf­magns-bif­hjól hafa nokkuð tak­markað drægi sem myndi gera þau óhent­ug til lang­ferða. „En sem sam­göngu­tæki inn­an­bæjar, hvað þá í góða veðrinu á meg­in­landi Evr­ópu, ættu raf­magns-bif­hjól að vera al­veg til­val­in.“
1.7.2019