18.5.19

Skoðunardagurinn í dag

Viðburðir

Viðburðadagatal Tíunnar er hér til hliðar ef einhver er ekki búinn að átta sig á því.

Vinstra megin þar stendur "Dagatal" og undir "Framundan hjá Tíunni" með ljósmynd af frægum leikara á mótorhjóli.... Athugið þetta sést ekki í farsímaútgáfu vefsins en í flettilistanum er hægt að finna dagatalið.

16.5.19

Glæsilegar framkvæmdir við safnið

Styrkur til mótorhjólasafnsins


Tían Bifhjolaklúbbur Norðuramst
Í dag 16.maí færði formaður
Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían 
Sigríður Dagný Þrastardóttir.

Mótorhjólasafni Ísland Styrk upp á 70.000 kr sem var afrakstur af kaffisölu Tíunnar eftir
1. maí Hópkeyrsluna um daginn.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna og fyrir góðann dag.



15.5.19

Minningarferð á Afmæli Heidda

Á miðvikudaginn 15 mai ætlum við í Tíunni að hittast á Torginu og hjóla upp í Kirkjugarð og leggja blóm á leiði Heiðars Þ.Jóhannssonar #10.
Á eftir er kjörið að taka góðann hjóltúr eithhvað....

7.5.19

Ryðgað gamalt mótorhjól talið 10 milljóna virði

Búist er við að um 10 milljónir króna fáist fyrir rúmlega aldargamalt ryðgað mótorhjól þegar það verðu selt á uppboði í Las Vegas um næstu helgi.

Um er að ræða Indian Camelback mótorhjól árgerð 1906 en þetta var eitt af fyrstu mótorhjólunum sem smíðuð voru í heiminum. Það er með einsstrokka bensínvél sem skilaði af sér rúmlega tveimur hestöflum.

Aðeins tæplega 1.700 hjól af þessari tegund voru smíðuð á sínum tíma og þetta eintak er eitt örfárra sem enn eru til.

Mótorhjólið var í eigu du Pont fjölskyldunnar sem keypti framleiðslufyrirtæki þess, Indian Motorcycle Manufactoring Company á sínum tíma. Það var síðast keyrt á áttunda áratugnum. Fyrirtækið varð hinsvegar gjaldþrota árið 1953 eftir mikla samkeppni við Harley Davidson.

Sem fyrr segir er mótorhjólið ryðgað og alls ekki í toppstandi. Slíkt er þó talið auka verðmæti þess og ósennilegt er talið að nýr eigandi þess muni gera það upp þar sem slíkt myndi lækka það í verði.
Visir.is 10. janúar 2012