14.3.19

Grill og Vinnudagur Mótorhjólasafninu


Þar sem mæting á miðvikudagskvöldum hefur ekki verið góð þá ákváð Stjórn Tíunnar að breyta aðeins planinu og kallar til Vinnudags á laugardegi já og við grillum og höfum gaman.


Semsagt á laugardaginn 23 mars næstkomandi  milli kl 11 til 15 ætlum við að hafa grill og vinnudag á Mótorhjólasafninu. DJ Trausti verður á Grillinu og mun metta þá sem mæta .......

Við erum að reyna að klára efri hæðina á safninu og það vantar bara heslumuninn.... nokkra virkar hendur og löngun til að vinna.

Það sem er fyrirliggjandi er að mála ,,, Setja upp WC og vaska,,,, Rafvirkjast svolítið(mikið)
og fúga flisarnar og nokkur önnur atriði...  þá er ansi stutt í að hægt verði að fullnýta safnið okkar.

12.3.19

Landsmót Bifhjólamanna 2019 verður 4 - 7 júlí

Já tíminn líður og vorið nálgast hratt. Þá er must að huga að því að merkja inn í sumarleyfið
þ.e setja  Landsmót Bifhjólamanna á sumarleyfisblaðið . 

Turtilhrafnar munu vera með mótið.

  • Og munu Sleipnir MC sjá um leikina.
  • Tjaldstæði
  • Sundlaug  
  • Sjoppa 
  • Kolagrill á staðnum
  • Happadrætti.
  • Borgarfjörður (Syðri).
  • Frítt í Hvalfjarðargöngin ;)
  • Frítt í Vaðlaheiðargöngin... fyrir mótorhjól.

10.3.19

Dimma á Græna Hattinum 18 apríl 2019


 Er ein alla besta Rokkhljómsveit landsins og við í Tíunni fílum Dimmu í botn. Því bjóðum við okkar greiddu félögum 2019 að kaupa miðann á aðeins 3800kr.

Fullt verð er 4500 krónur og það er alltaf uppselt á þessa tónleika.
Takmarkað miðamagn í boði. ATH þetta er fyrir Greidda félaga í Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts. 
Eða sendið okkur Tölvupóst. 
Takmarkað magn í boði og miðarnir fara hratt.   tian@tian.is

8.3.19

Félagskirteini 2019



Það eru orðinn nokkur ár síðan Tían bifhjólaklúbbur Norðuramts gaf út félagskirteini en ástæða þess var hár kostnaður við að framleiða skirteinin.



Í ár ætlum við hins vegar að gefa út félagskirteini og stefnum við að því að þau komi út um miðjan apríl.

Svo ef þið viljið fá félagskirteini í ár þá er must að greiða félagsgjald sem fyrst sem ætti fyrir löngu að vera kominn í heimabankann...

Ef ekki látið okkur vita svo við getum send ykkur greiðsuseðilinn.
tian@tian.is



1.3.19

Skagstrendingurkaupir Gullvæng (1988)

„Flagghjól" Honduverksmiðjanna farskjóti ferðaglaðra húnvetnskra hjóna:

Dýrasta mótorhjól sem sést hefur á íslandi hefur nú verið leyst út úr tolli og keypt til Skagastrandar í
Austur-Húnavatnssýslu. Er það af gerðinni Honda GoldWing GL1500/6 og flutt nýtt inn af Honda umboðinu frá Frakklandi. Kostaði það um 915 þúsund krónur. Eigandinn, Hjörtur Guðbjartsson sjómaður, var staddur úti á sjó um borð í Örvari frá Skagaströnd, er Tíminn náði sambandi við hann.