22.10.18

Framboð í stjórn Tíunnar


Ég Trausti S Friðriksson býð mig hér með fram til áframhaldandi stjórnar hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían.

Síðustu tvö ár í stjórn Tíunnar hafa verið góð reynsla og vil ég endilega halda áfram þessu skemmtilega starfi.


Kv. Trausti


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

21.10.18

Framboð í stjórn Tíunnar

Halló hjólafólk.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Tíunnar.

Þar sem ég hef verið að þvælast fyrir stjórninni síðasta árið og með puttana í flestu sem þau gera og langar að vera löggildur stjórnarmeðlimur.

Ég er með margskonar hugmyndir sem myndu krydda vel valda stjórn (sem er að vísu flott núna)     

Ég byrjaði að hjóla 1993 en tók 17 ára hlé (barnauppeldisfrí) en byrjaði aftur á fullu 2016.
Kveðja
Kalla Hlöðversdóttir


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

20.10.18

Framboð í stórn Tíunnar

Siddi Ben
Sælir Félagar 
Ég... Siddi Ben hef áhuga á að bjóða mig fram í Stjórn Tíunnar

Ég byrjaði að hjóla í kringum 1990 á stórum hjólum og átti skellinöðrur fyrir það.

Ég hef áhuga á því að vera í stjórn Tíunnar vegna þess að Ég vil stuðla að fleiri ferðum og reyna að ná hjóla fólki til að nota hjólin meira ,  og rúnta eins og gert var í denn.
Og svo væri gaman að efla hjólaspyrnur og fá fleiri til að vera með í þeim.


Því miður mun ég ekki komast á Aðalfundinn vegna þess að ég verð á sjó. 
En vona að þið hafið mig í huga þegar kosið verður til stjórnar 


Kv. Siddi Ben


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

19.10.18

Fyrsta konan til að sigra Heimsbikar í Motorhjólaíþrótt.

Ana Carrasco

Spánverjinn Ana Carrasco varð nú á dögunum fyrst kvenna til að Landa Heimsbikar í Mótorhjólaíþrótt en hún sigraði World Supersport 300 með aðeins 1 stigs mun í samanlögðu.



Hún tileinkaði titilinn vini sínum Luis Salom sem lést í mótorhjólakeppni í sumar .

Þessi 21 árs gamla kona marði titlilinn á minnsta mögulega mun í síðustu keppni ársins á Magny-Cours brautinni en hún byrjaði þá keppni í 25 sæti en hafði sig upp í 13 sæti og dugði það henni til sigur í mótinu............frh

14.10.18

Yfir 60000 heimsóknir á Heimasíðuna

Tían þakkar góðar viðtökur á heimasíðunni á árinu, en síðan sem var í mikilli lágdeyðu hefur á þessu ári verið með yfir 50þúsund heimsóknir.

Facebook síða Tíunnar hefur einnig verið að taka vel við sér og má seigja að síðurnar séu aðal samskiptaleið okkar við félaga klúbbsins sem og auglýsing út á við.

www.tian.is    tian@tian.is 
https://www.facebook.com/bifhjolaklubbur.norduramts/
&
Tían Hópurinn

13.10.18

Tían Bihjólaklúbbur Norðuramts

Nú styttist í Aðalfund Tíunnar og eins og þeir vita sem hafa komið á aðalfund þá er stjórnarkjör einn af liðum kvöldsins.

Á síðasta aðalfundi urðu stjórnarskipti þannig að
Hrefna og Jokka  ,Palli og Hinrik létu af störfum og inn voru kosin Arnar Kristjáns , Jói Rækja , Bjössi málari og Viðir Orri.
Sigríður Þrastar var kosinn Formaður.  og hafði stjórn næsta fund eftir aðalfund til að skipa sér niður í störf.
Formaður                   Sigríður
Varaformaður            Arnar
Ritari                         Jói Rækja
Fjölmiðlafulltrúi       Víðir Már
Gjaldkeri                   Trausti

Nú er Víðir Már og Trausti búnir með kjörtímabilin sín þ.e.  2 ár... og 2 varamennstjórnar gefa ekki kost á sér,  Þá eru 4 sæti í stjórn á lausu þetta árið.

12.10.18

Aðalfundur 2018 (Breyttur fundarstaður)



Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
Heldur Aðalfund þann 3 nóvember 2018

Á Greifanum Veitingahúsi við Glerárgötu 20 Akureyri

Fyrir fund sem hefst kl 14:00 býður Tían greiddum félögum upp á Súpu og Brauð sem Greifinn veitingahús útbýr fyrir okkur.
Haldið í stássstofu greifans milli 13-14


Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.
Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Ath. Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.