9.9.18

Haustógleði Tíunnar Nálgast



Já!!!  Gríðarlega magnað hjólamanna partý er framundan. 22.september

Undibúningur stendur yfir og er búið að smíða og brasa og græja og drekka til að gera okkur þetta fært, og hlakkar okkur gríðalega til að halda þetta partý í útjaðri Akureyrar á heimil Rækjunnar að Hrappsstöðum.

24.8.18

Minningarmót í Götuspyrnu 25. ágúst



Minningarmót BA þann 25 ágúst 2018
Á Keppnissvæði B.A. Hlíðarfjallsveg á Akureyri

B.A. Ákvað að breyta keppnisgjaldi keppenda í Götuspyrnunni í 1000 kr

Þessar eitt þúsund krónur fara beint til AKÍS (Vegna Keppnisskirteinis) 

12.8.18

Súpukvöldskeyrslan


Öddi skennkir súpunni
Það voru 13 hjól sem skelltu sér í keyrslu til Hauganess til Ödda og Berglindar í súpu á Föstudagskvöldið.

Þar var aldeilis tekið vel á móti þeim með rjúkandi heitri súpu og líklega var hægt að komast í kaffisopa á eftir... 

Svo fór hópurinn sem leið lá til Dalvíkur í súpukvöldið sem stóð þar yfir vegna Fiskidagana.

10.8.18

Súpukvöldskeyrsla framundan og svo Fiskidagurinn á Laugardag.

Hjólum fyrst til Ödda á Hauganesi


Hann ætlar að byrja að skenkja súpunni kl 19.15 ... og hann lofar meiri súpu en í fyrra ;)

Svo er hægt að grípa með sér skýlu og henda sér í sjósund og pottana áður en farið verður á Dalvik í súpukvöldið þar sem hefst þar 20:15

8.8.18

Aflið fékk Súpustyrk frá Tíunni (hjólafólki)



Um síðustu helgi hélt Kalla súpukvöld á heimili sínu í Ránargötunni og heppnaðist það bara með ágætum.




Frjáls Framlög voru til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs norðuramts Tían

Verður 3.nóvember

Og verður haldinn í Mótorhjólasafni íslands

 Greifanum Glerárgötu 20 kl 14:00
Súpa og brauð í boði fyrir fund.....






Dagskrá

4.8.18

Hópakstur Tíunnar á Einni með öllu.


 Í gærkvöldi var skemmtilegur hópakstur á vegum Tíunnar frá miðbæ Akureyrar. 


Hópaksturinn var hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar "Ein með öllu" en Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts  sá um skipulagningu hópakstursins.

Um eða yfir 40 hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna


2.8.18

Hópkeyslan 3 ágúst

raut
Föstudaginn 3. ágúst verður Tían með hópkeyslu á mótorhjólum frá miðbænum á Akureyri smá hring á Akureyri og enda svo aftur á torginu.

Fornbílaeigendur ætla líka að taka þátt í þessu með okkur sem gerir þetta bara meira gaman .