24.8.18

Minningarmót í Götuspyrnu 25. ágúst



Minningarmót BA þann 25 ágúst 2018
Á Keppnissvæði B.A. Hlíðarfjallsveg á Akureyri

B.A. Ákvað að breyta keppnisgjaldi keppenda í Götuspyrnunni í 1000 kr

Þessar eitt þúsund krónur fara beint til AKÍS (Vegna Keppnisskirteinis) 

12.8.18

Súpukvöldskeyrslan


Öddi skennkir súpunni
Það voru 13 hjól sem skelltu sér í keyrslu til Hauganess til Ödda og Berglindar í súpu á Föstudagskvöldið.

Þar var aldeilis tekið vel á móti þeim með rjúkandi heitri súpu og líklega var hægt að komast í kaffisopa á eftir... 

Svo fór hópurinn sem leið lá til Dalvíkur í súpukvöldið sem stóð þar yfir vegna Fiskidagana.

10.8.18

Súpukvöldskeyrsla framundan og svo Fiskidagurinn á Laugardag.

Hjólum fyrst til Ödda á Hauganesi


Hann ætlar að byrja að skenkja súpunni kl 19.15 ... og hann lofar meiri súpu en í fyrra ;)

Svo er hægt að grípa með sér skýlu og henda sér í sjósund og pottana áður en farið verður á Dalvik í súpukvöldið þar sem hefst þar 20:15

8.8.18

Aflið fékk Súpustyrk frá Tíunni (hjólafólki)



Um síðustu helgi hélt Kalla súpukvöld á heimili sínu í Ránargötunni og heppnaðist það bara með ágætum.




Frjáls Framlög voru til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs norðuramts Tían

Verður 3.nóvember

Og verður haldinn í Mótorhjólasafni íslands

 Greifanum Glerárgötu 20 kl 14:00
Súpa og brauð í boði fyrir fund.....






Dagskrá