8.8.18

Aflið fékk Súpustyrk frá Tíunni (hjólafólki)



Um síðustu helgi hélt Kalla súpukvöld á heimili sínu í Ránargötunni og heppnaðist það bara með ágætum.




Frjáls Framlög voru til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs norðuramts Tían

Verður 3.nóvember

Og verður haldinn í Mótorhjólasafni íslands

 Greifanum Glerárgötu 20 kl 14:00
Súpa og brauð í boði fyrir fund.....






Dagskrá

4.8.18

Hópakstur Tíunnar á Einni með öllu.


 Í gærkvöldi var skemmtilegur hópakstur á vegum Tíunnar frá miðbæ Akureyrar. 


Hópaksturinn var hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar "Ein með öllu" en Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts  sá um skipulagningu hópakstursins.

Um eða yfir 40 hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna


2.8.18

Hópkeyslan 3 ágúst

raut
Föstudaginn 3. ágúst verður Tían með hópkeyslu á mótorhjólum frá miðbænum á Akureyri smá hring á Akureyri og enda svo aftur á torginu.

Fornbílaeigendur ætla líka að taka þátt í þessu með okkur sem gerir þetta bara meira gaman .

31.7.18

Aflsúpa á Laugardaginn Til styrktar Aflinu


Allir eru velkomnir í Aflsúpu til hennar Köllu á Laugardaginn kl 19 Ránargata 17. Akureyri



Frjáls Framlög til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Látum sjá okkur og látum gott af okkur leiða ,,, og fyllum magann af dýrindis súpu.


Skyldumæting allir hjólarar ;)

24.7.18

Verslunarmannahelgin á Akureyri dagana 2-6. ágúst 2018 #versloAK


Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts tekur virkann þátt í bæjarhátíðinni Ein með öllu um verslunarmannahelgina 


Við verðum með Hópakstur á Föstudagskvöldinu
Frá Miðbænum sem endar í Göngugötunni, og hefst keyrslan kl 20:00
Allir velkomnir.